Íslenskir tónlistarmenn í evrópskri tónlistarkeppni Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. apríl 2014 09:30 Hljómsveitin Leaves Fimm íslenskar hljómsveitir taka þátt í evrópsku tónlistarkeppninni The EuroMusic Contest 2014, en það eru hljómsveitirnar Steed Lord, Leaves, Klassart, Stafrænn Hákon og Una Stef. „Þetta er bara geggjað, það eru algjörar kanónur þarna og gaman að vera í svona flottum hópi,“ segir tónlistarkonan Una Stef um keppnina.Una Stef rambaði óvart inn á vefsíðu keppninnar og er ánægð með að vera í flottum hópi íslenskra listamanna.vísir/gvaKeppnin virkar þannig að hver sem er getur kosið sinn eftirlætistónlistarmann á vefsíðunni euromusiccontest.com en þar er finna tónlist og upplýsingar um hljómsveitirnar. „Ég er ekki alfróð um keppnina en þeir sem fá flest atkvæði komast áfram í pott og svo komast tíu atriði í úrslit sem fara fram í París en lokakvöldinu verður streymt á netinu,“ útskýrir Una. Hún segist í fyrstu hafa farið inn á vefsíðu keppninnar til þess að kjósa annan tónlistarmann en sá svo að kosning var ekki hafin. „Ég sá þetta á Facebook og ætlaði að kjósa hljómsveit en sá svo að kosning var ekki hafin og ákvað því að skrá mig sjálfa bara,“ segir Una létt í lundu. Sigurvegari keppninnar fær að fara í upptökuferð til Grikklands í hið heimsfræga stúdíó, Black Rock Studios. Um er að ræða lúxus hljóðver sem minnir á paradísarhótel. Hljómsveitin One Republic hefur meðal annars tekið upp í hljóðverinu. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Fimm íslenskar hljómsveitir taka þátt í evrópsku tónlistarkeppninni The EuroMusic Contest 2014, en það eru hljómsveitirnar Steed Lord, Leaves, Klassart, Stafrænn Hákon og Una Stef. „Þetta er bara geggjað, það eru algjörar kanónur þarna og gaman að vera í svona flottum hópi,“ segir tónlistarkonan Una Stef um keppnina.Una Stef rambaði óvart inn á vefsíðu keppninnar og er ánægð með að vera í flottum hópi íslenskra listamanna.vísir/gvaKeppnin virkar þannig að hver sem er getur kosið sinn eftirlætistónlistarmann á vefsíðunni euromusiccontest.com en þar er finna tónlist og upplýsingar um hljómsveitirnar. „Ég er ekki alfróð um keppnina en þeir sem fá flest atkvæði komast áfram í pott og svo komast tíu atriði í úrslit sem fara fram í París en lokakvöldinu verður streymt á netinu,“ útskýrir Una. Hún segist í fyrstu hafa farið inn á vefsíðu keppninnar til þess að kjósa annan tónlistarmann en sá svo að kosning var ekki hafin. „Ég sá þetta á Facebook og ætlaði að kjósa hljómsveit en sá svo að kosning var ekki hafin og ákvað því að skrá mig sjálfa bara,“ segir Una létt í lundu. Sigurvegari keppninnar fær að fara í upptökuferð til Grikklands í hið heimsfræga stúdíó, Black Rock Studios. Um er að ræða lúxus hljóðver sem minnir á paradísarhótel. Hljómsveitin One Republic hefur meðal annars tekið upp í hljóðverinu.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira