Þurfti að lúta í gras fyrir kvenlegri fegurð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 10:00 Örn leikur illmenni sem vill stela hálendinu. „Ég gegni hlutverki sögumannsins. Það var reyndar stærra í útvarpsþáttunum þar sem þurfti að teikna myndina hljóðrænt. Nú sýnum við hvað er að gerast sjónrænt. Ég lék líka Díönu Klein en í þetta sinn þurfti ég að lúta í gras fyrir kvenlegri fegurð þar sem ég hljómaði mjög kynþokkafullur en svo þegar fólk sá mig á tjaldinu var það ekki falleg sjón,“ segir leikarinn Örn Árnason en leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sér um Díönu Klein í kvikmyndinni Harrý og Heimir sem frumsýnd er á föstudag. „Ég sleppti hlutverkinu glaður en Svandís er gríðarlega þokkafull pía.“ Myndin fjallar um einkaspæjarana Harrý og Heimi sem hjálpa þokkadísinni Díönu Klein í leit hennar að föður sínum, veðurathugunarmanni á Reginnípu. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. Örn leikur einmitt líka illmennið í myndinni.Þokkadís Svandís Dóra leikur díönu Klein.„Ég leik illmennið sem ætlar að ræna íslenska hálendinu og færa það til Danmerkur,“ segir Örn glaður í bragði en myndin var tekin upp á mjög stuttum tíma. „Við höfðum skamman tíma enda ekki með hundruð milljóna króna úr að spila. Við nýttum tímann vel og þá aura sem höfðu safnast í þetta verkefni og tókum myndina á átján dögum. Við erum vanir því að vinna mjög hratt og skipuleggja dagana vel þannig að við komum því mun betur undirbúnir að verkefninu. Leikstjórinn Bragi Hinriksson hefur líka góð tök á ævintýramyndum og vorum við ofboðslega glaðir með hans þátt í þessu.“Innilegir Harrý og heimir eru óborganlegir.Það eru þeir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson sem leika einkaspæjarana tvo og segir Örn að stemningin hafi verið mjög góð á settinu. „Það ríkti mikil gleði á settinu og ég held að hún skíni í gegn í myndinni. Að mínu mati er þetta gríðarskemmtileg grínmynd. Þetta er ekki gamanmynd og ekki farsi. Ég get ekki útskýrt það öðruvísi en að við brjótum aðeins upp rammann og gerum græskulaust grín. Við erum náttúrulega litaðir af myndum sem við sáum í æsku eins og Blazing Saddles, Airplane-myndirnar og Top Secret,“ bætir Örn við. En er ekki byrjað að leggja línurnar að næstu mynd? „Ekki alvarlega. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Byrjaði allt í útvarpinu Harrý og Heimir komu fyrst fram á sjónarsviðið í útvarpsleikritum á Bylgjunni seint á níunda áratug síðustu aldar. Ellefu útvarpsþættir voru framleiddir sem voru 25 mínútur að lengd hver og ein saga í hverjum þætti. Bíómyndin er byggð á einni af þeim sögum. Árið 2009 var síðan leikritið um Harrý og Heimi sett upp í Borgarleikhúsinu og sýnt 150 sinnum. Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég gegni hlutverki sögumannsins. Það var reyndar stærra í útvarpsþáttunum þar sem þurfti að teikna myndina hljóðrænt. Nú sýnum við hvað er að gerast sjónrænt. Ég lék líka Díönu Klein en í þetta sinn þurfti ég að lúta í gras fyrir kvenlegri fegurð þar sem ég hljómaði mjög kynþokkafullur en svo þegar fólk sá mig á tjaldinu var það ekki falleg sjón,“ segir leikarinn Örn Árnason en leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sér um Díönu Klein í kvikmyndinni Harrý og Heimir sem frumsýnd er á föstudag. „Ég sleppti hlutverkinu glaður en Svandís er gríðarlega þokkafull pía.“ Myndin fjallar um einkaspæjarana Harrý og Heimi sem hjálpa þokkadísinni Díönu Klein í leit hennar að föður sínum, veðurathugunarmanni á Reginnípu. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. Örn leikur einmitt líka illmennið í myndinni.Þokkadís Svandís Dóra leikur díönu Klein.„Ég leik illmennið sem ætlar að ræna íslenska hálendinu og færa það til Danmerkur,“ segir Örn glaður í bragði en myndin var tekin upp á mjög stuttum tíma. „Við höfðum skamman tíma enda ekki með hundruð milljóna króna úr að spila. Við nýttum tímann vel og þá aura sem höfðu safnast í þetta verkefni og tókum myndina á átján dögum. Við erum vanir því að vinna mjög hratt og skipuleggja dagana vel þannig að við komum því mun betur undirbúnir að verkefninu. Leikstjórinn Bragi Hinriksson hefur líka góð tök á ævintýramyndum og vorum við ofboðslega glaðir með hans þátt í þessu.“Innilegir Harrý og heimir eru óborganlegir.Það eru þeir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson sem leika einkaspæjarana tvo og segir Örn að stemningin hafi verið mjög góð á settinu. „Það ríkti mikil gleði á settinu og ég held að hún skíni í gegn í myndinni. Að mínu mati er þetta gríðarskemmtileg grínmynd. Þetta er ekki gamanmynd og ekki farsi. Ég get ekki útskýrt það öðruvísi en að við brjótum aðeins upp rammann og gerum græskulaust grín. Við erum náttúrulega litaðir af myndum sem við sáum í æsku eins og Blazing Saddles, Airplane-myndirnar og Top Secret,“ bætir Örn við. En er ekki byrjað að leggja línurnar að næstu mynd? „Ekki alvarlega. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Byrjaði allt í útvarpinu Harrý og Heimir komu fyrst fram á sjónarsviðið í útvarpsleikritum á Bylgjunni seint á níunda áratug síðustu aldar. Ellefu útvarpsþættir voru framleiddir sem voru 25 mínútur að lengd hver og ein saga í hverjum þætti. Bíómyndin er byggð á einni af þeim sögum. Árið 2009 var síðan leikritið um Harrý og Heimi sett upp í Borgarleikhúsinu og sýnt 150 sinnum.
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira