Alltaf unun að hlýða á upprunaleg hljóðfæri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 15:00 "Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum,“ segir Benedikt sem er líka að syngja hlutverk guðspjallamannsins í Berlín um þessar mundir, en þar með ballettdönsurum. Fréttablaðið/GVA „Mér líst stórvel á þetta. Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum sem spila á upprunaleg hljóðfæri og alltaf er unun að hlýða á,“ segir Benedikt Kristjánsson tenór, sem syngur hlutverk guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíunni í Grafarvogskirkju á laugardaginn klukkan 17. Þar á hann við félaga úr Bach-sveitinni í Skálholti sem sérhæfa sig í að leika á hljóðfæri barokktímans. Benedikt hefur verið búsettur í Berlín í sex ár og hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum Bach-keppnum í Þýskalandi. Hann tafðist á leiðinni hingað til lands vegna verkfalls á Keflavíkurflugvelli og lenti klukkan kortér yfir tvö í fyrrinótt. Var samt mættur í Grafarvogskirkju á æfingu eldsnemma í gærmorgun. Auk Benedikts syngja einsöng í Jóhannesarpassíunni þau Ágúst Ólafsson bassi, sem syngur hlutverk Jesú, Jóhanna Ósk Valsdóttir alt og Þóra Björnsdóttir sópran. Þær eru félagar í Kammerkór Grafarvogskirkju sem tólf atvinnusöngvarar skipa og verður í stóru hlutverki. Safnaðarkór Grafarvogskirkju og nokkrir félagar úr öðrum kórum verða með í sálmahluta verksins og tónleikagestum gefst kostur á að taka þátt. Hákon Leifsson, tónlistarstjóri kirkjunnar, stjórnar svo öllu saman. Til að heiðra 400 ára minningu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar verður sköpuð lágvær passíustemning í upphafi tónleikanna með því að syngja nokkra af sálmum Hallgríms einradda. Benedikt kveðst koma hingað heim af og til að sinna misstórum verkefnum og hitta fjölskylduna. Í þetta sinn hefur hann hratt á hæli því hann er í krefjandi verkefnum í Berlín í næstu viku. „Ég er einmitt líka að syngja hlutverk Jóhannesar guðspjallamanns með ballettdönsurum í dómkirkjunni í Berlín og þarf að vera kominn þangað á mánudag,“ lýsir hann. „Svo er ég að syngja Mattheusarpassíuna í Berlínar-Fílharmóníunni á föstudaginn langa.“ Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Mér líst stórvel á þetta. Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum sem spila á upprunaleg hljóðfæri og alltaf er unun að hlýða á,“ segir Benedikt Kristjánsson tenór, sem syngur hlutverk guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíunni í Grafarvogskirkju á laugardaginn klukkan 17. Þar á hann við félaga úr Bach-sveitinni í Skálholti sem sérhæfa sig í að leika á hljóðfæri barokktímans. Benedikt hefur verið búsettur í Berlín í sex ár og hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum Bach-keppnum í Þýskalandi. Hann tafðist á leiðinni hingað til lands vegna verkfalls á Keflavíkurflugvelli og lenti klukkan kortér yfir tvö í fyrrinótt. Var samt mættur í Grafarvogskirkju á æfingu eldsnemma í gærmorgun. Auk Benedikts syngja einsöng í Jóhannesarpassíunni þau Ágúst Ólafsson bassi, sem syngur hlutverk Jesú, Jóhanna Ósk Valsdóttir alt og Þóra Björnsdóttir sópran. Þær eru félagar í Kammerkór Grafarvogskirkju sem tólf atvinnusöngvarar skipa og verður í stóru hlutverki. Safnaðarkór Grafarvogskirkju og nokkrir félagar úr öðrum kórum verða með í sálmahluta verksins og tónleikagestum gefst kostur á að taka þátt. Hákon Leifsson, tónlistarstjóri kirkjunnar, stjórnar svo öllu saman. Til að heiðra 400 ára minningu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar verður sköpuð lágvær passíustemning í upphafi tónleikanna með því að syngja nokkra af sálmum Hallgríms einradda. Benedikt kveðst koma hingað heim af og til að sinna misstórum verkefnum og hitta fjölskylduna. Í þetta sinn hefur hann hratt á hæli því hann er í krefjandi verkefnum í Berlín í næstu viku. „Ég er einmitt líka að syngja hlutverk Jóhannesar guðspjallamanns með ballettdönsurum í dómkirkjunni í Berlín og þarf að vera kominn þangað á mánudag,“ lýsir hann. „Svo er ég að syngja Mattheusarpassíuna í Berlínar-Fílharmóníunni á föstudaginn langa.“
Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira