Pollapönk áfram Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2014 12:00 Reynir Þór Eggertsson er viss um að Pollapönk komist upp úr forkeppni Eurovision og endi í einu af tíu efstu sætunum í aðalkeppninni. mynd/gva Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson hefur verið í verkfalli undanfarnar þrjár vikur. Hann býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngvakeppninni og mætir til leiks í Eurovision-þættinum Alla leið á RÚV í kvöld.Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég reyni mitt besta til að sofa út og slaka á. Þegar Liverpool spilar í enskunni fylgist ég með því; stundum horfi ég á leikina eða bara fylgist með lýsingum á netinu. Oft þarf ég að fara yfir ritgerðir og önnur verkefni, en ég reyni að halda því í lágmarki. Svo hitti ég fjölskyldu og vini, fer í partí eða út á lífið. Oft fer ég líka í sumarbústað fjölskyldunnar. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég vona að verkfallið klárist svo að ég geti byrjað að kenna eftir helgi. Ætli helgin fari þá ekki í undirbúning fyrir næstu viku. Það er ýmislegt sem þarf að gera á þeim stutta tíma sem er fram að prófum. Ef ekki hefur leyst úr verkfallinu verður helgin jafn skrítin og undanfarnar vikur. Svo fer ég í fermingarveislu á sunnudaginn, en ætli gjöfin fari ekki eftir stöðu mála í kjaradeilunni, svo að fermingarbarnið hlýtur að vonast eftir samningum!Hvar finnst þér best að vera um helgar? Í sumarbústað sem foreldrar mínir eiga í sameiningu með Elsu móðursystur minni og hennar manni. Bústaðurinn er norður í Hrútafirði, í landi Mela, og stendur við stórkostlegt árgljúfur. Þar getur orðið kalt á veturna en á sumrin myndast þar algjör pottur í skjólinu sunnan við húsið svo að freknukall eins og ég verður stöðugt að bera á sig vörn. Vakirðu lengur um helgar og þá við hvað? Ég vaki yfirleitt lengi um helgar. Stundum horfi ég á sjónvarp með vinum eða spjalla, stundum vaki ég við lestur eða er á netinu. Svo fer ég líka stundum á djammið. Og kemur fyrir að ég fari yfir ritgerðir fram á nótt. Ertu árrisull eða sefur út um helgar? Ég sef út, nema nauðsynlegt sé að vakna snemma. Hver er draumamorgunverðurinn? Spælt egg, steiktir sveppir og franskt horn.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég sit og spjalla við vini og/eða horfi á sjónvarp. Í kvöld hefst Alla leið í sjónvarpinu og þá er ég auðvitað límdur við skjáinn að dást að eigin fegurð og visku. Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Eins og útlitið bendir til eru nammidagarnir heldur margir. Ég fæ árlega Mars-tarnir sem endast í nokkra daga, en besta sælgætið er líklega Galaxy Caramel. Hvað maularðu í sjónvarpssófanum? Mér finnst saltstangir voða góðar og svo er það súkkulaði.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ef í því felst að hvílast eins og hægt er, þá er svarið já. Annars geri ég oft eitthvað sem flokkast undir vinnu á sunnudögum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Það er afar sjaldgæft. Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Ég drekk ekki kaffi, en ætli fermingarveislan verði ekki sunnudagskaffið að sinni. Ég hlakka til að hitta fermingarbarnið og fjölskyldu hans, sem eru gamlir vinir. Þá er alltaf mikið hlegið.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að kúpla sig frá amstri hverdagsins og gera eitthvað allt annað en hina dagana. Ég vil gjarnan nota þau í slökun og ferðalög.Hvað ertu búinn að gera af þér í kennaraverkfallinu? Ég hef verið í kynningarnefnd fyrir Félag framhaldsskólakennara. Við höfum gefið út Verkfallspóstinn sem er daglegt fréttabréf. Þar fyrir utan sat ég aðalfund FF þar sem ég tók sæti í nýrri stjórn. Svo tókum við upp Alla leið í síðustu viku. Þannig að ég hef ekki setið auðum höndum, en síðasta vika hefur verið erfið, svona andlega.Hver vinnur Eurovision og hvernig mun Pollapönki vegna þegar út er komið? Margir spá Armeníu sigri, en ég vona að það verði Svíþjóð eða Ungverjaland – svona fyrirfram – og ætla að spá Ungverjum sigri. Pollapönk á eftir að standa sig með miklum sóma. Ég er viss um að þeir komast upp úr forkeppninni og þá ættu þeir að komast inn á topp 10. Þeir eru allavega í miklu uppáhaldi hjá mér! Eurovision Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson hefur verið í verkfalli undanfarnar þrjár vikur. Hann býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngvakeppninni og mætir til leiks í Eurovision-þættinum Alla leið á RÚV í kvöld.Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég reyni mitt besta til að sofa út og slaka á. Þegar Liverpool spilar í enskunni fylgist ég með því; stundum horfi ég á leikina eða bara fylgist með lýsingum á netinu. Oft þarf ég að fara yfir ritgerðir og önnur verkefni, en ég reyni að halda því í lágmarki. Svo hitti ég fjölskyldu og vini, fer í partí eða út á lífið. Oft fer ég líka í sumarbústað fjölskyldunnar. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég vona að verkfallið klárist svo að ég geti byrjað að kenna eftir helgi. Ætli helgin fari þá ekki í undirbúning fyrir næstu viku. Það er ýmislegt sem þarf að gera á þeim stutta tíma sem er fram að prófum. Ef ekki hefur leyst úr verkfallinu verður helgin jafn skrítin og undanfarnar vikur. Svo fer ég í fermingarveislu á sunnudaginn, en ætli gjöfin fari ekki eftir stöðu mála í kjaradeilunni, svo að fermingarbarnið hlýtur að vonast eftir samningum!Hvar finnst þér best að vera um helgar? Í sumarbústað sem foreldrar mínir eiga í sameiningu með Elsu móðursystur minni og hennar manni. Bústaðurinn er norður í Hrútafirði, í landi Mela, og stendur við stórkostlegt árgljúfur. Þar getur orðið kalt á veturna en á sumrin myndast þar algjör pottur í skjólinu sunnan við húsið svo að freknukall eins og ég verður stöðugt að bera á sig vörn. Vakirðu lengur um helgar og þá við hvað? Ég vaki yfirleitt lengi um helgar. Stundum horfi ég á sjónvarp með vinum eða spjalla, stundum vaki ég við lestur eða er á netinu. Svo fer ég líka stundum á djammið. Og kemur fyrir að ég fari yfir ritgerðir fram á nótt. Ertu árrisull eða sefur út um helgar? Ég sef út, nema nauðsynlegt sé að vakna snemma. Hver er draumamorgunverðurinn? Spælt egg, steiktir sveppir og franskt horn.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég sit og spjalla við vini og/eða horfi á sjónvarp. Í kvöld hefst Alla leið í sjónvarpinu og þá er ég auðvitað límdur við skjáinn að dást að eigin fegurð og visku. Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Eins og útlitið bendir til eru nammidagarnir heldur margir. Ég fæ árlega Mars-tarnir sem endast í nokkra daga, en besta sælgætið er líklega Galaxy Caramel. Hvað maularðu í sjónvarpssófanum? Mér finnst saltstangir voða góðar og svo er það súkkulaði.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ef í því felst að hvílast eins og hægt er, þá er svarið já. Annars geri ég oft eitthvað sem flokkast undir vinnu á sunnudögum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Það er afar sjaldgæft. Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Ég drekk ekki kaffi, en ætli fermingarveislan verði ekki sunnudagskaffið að sinni. Ég hlakka til að hitta fermingarbarnið og fjölskyldu hans, sem eru gamlir vinir. Þá er alltaf mikið hlegið.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að kúpla sig frá amstri hverdagsins og gera eitthvað allt annað en hina dagana. Ég vil gjarnan nota þau í slökun og ferðalög.Hvað ertu búinn að gera af þér í kennaraverkfallinu? Ég hef verið í kynningarnefnd fyrir Félag framhaldsskólakennara. Við höfum gefið út Verkfallspóstinn sem er daglegt fréttabréf. Þar fyrir utan sat ég aðalfund FF þar sem ég tók sæti í nýrri stjórn. Svo tókum við upp Alla leið í síðustu viku. Þannig að ég hef ekki setið auðum höndum, en síðasta vika hefur verið erfið, svona andlega.Hver vinnur Eurovision og hvernig mun Pollapönki vegna þegar út er komið? Margir spá Armeníu sigri, en ég vona að það verði Svíþjóð eða Ungverjaland – svona fyrirfram – og ætla að spá Ungverjum sigri. Pollapönk á eftir að standa sig með miklum sóma. Ég er viss um að þeir komast upp úr forkeppninni og þá ættu þeir að komast inn á topp 10. Þeir eru allavega í miklu uppáhaldi hjá mér!
Eurovision Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira