Í samtali við Attitude magazine sagði David Furnish að það væri í raun skylda þeirra að giftast eftir að lög sem heimila samkynhneigðum pörum að ganga í hjónaband tóku gildi síðastliðinn laugardag í Englandi og Wales. Elton og David hafa verið saman í um tuttugu ár.
Árið 2005 staðfestu þeir félagar samvist sína við hátíðlega athöfn og héldu af því tilefni stóra veislu þar sem um 650 manns fögnuðu með þeim.
Þrátt fyrir það að hafa gaman af að halda stórar veislur stefna þeir á að hafa veisluna í vor minni en þá fyrir níu árum. Þeir ætla frekar að gleðjast með sonum sínum tveimur, Zachary og Elijah, ásamt nokkrum vel völdum ættingjum.