Skref upp á við að fara til Skandinavíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2014 07:00 Viðar Örn Kjartansson er einn af nýju mönnunum í Noregi. Sem fyrr á Ísland nokkuð marga fulltrúa í úrvalsdeildunum í Svíþjóð og Noregi en nýtt tímabil í báðum deildum hefst nú um helgina. Norðmenn riðu á vaðið í gærkvöldi en fyrstu leikirnir í Svíþjóð fara fram á morgun. Samtals leika fimmtán Íslendingar í norsku deildinni og níu í þeirri sænsku, eins og sjá má hér til hliðar. Íslendingar eiga fulltrúa í níu af sextán liðum í Noregi og átta mismunandi liðum í Svíþjóð. Þess má svo geta að fimm íslenskir leikmenn leika með jafn mörgum liðum í dönsku úrvalsdeildinni en síðari hluti tímabilsins þar í landi hófst nýlega eftir vetrarfrí. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, fagnar því að eiga svo marga leikmenn í þessum deildum. „Það er hraðari bolti spilaður í báðum þessum deildum en hér heima og þá er keppnistímabilið lengra. Ég tel því að þetta sé tvímælalaust skref upp á við,“ segir Heimir í samtali við Fréttablaðið. Alls fóru átta leikmenn úr Pepsi-deildinni til landanna tveggja og óttast Heimir ekki að þeir hafi tekið skrefið í atvinnumennskuna of snemma. „Flestir af ungu strákunum sem hafa farið út eru í Belgíu, Hollandi eða Danmörku. Ég held að þessir strákar sem fóru til Noregs og Svíþjóðar séu tilbúnir enda hafa þeir allir sannað sig hér heima. Almennt tel ég best að gera það áður en farið er annað,“ segir Heimir. Það verður því ærið verkefni fyrir landsliðsþjálfarana að fylgjast með öllum þeim atvinnumönnum sem Ísland hefur eignast. „Þetta eru tæplega 90 strákar og það gefur augaleið að við getum ekki fylgst með þeim öllum. En sem betur fer höfum við aðgang að upptökum af leikjum úr öllum þeirra deildum og getum því sótt okkur leiki aftur í tímann.“ Aðeins fáeinir af þessum leikmönnum hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu en Heimir segir að það sé gott „milliskref“ að fara til Norðurlandanna. „Ef menn sanna sig í þessum löndum eiga þeir möguleika á að fara í enn sterkari deildir sem þjónar þá landsliðinu vel.“grafík/thanos Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Sem fyrr á Ísland nokkuð marga fulltrúa í úrvalsdeildunum í Svíþjóð og Noregi en nýtt tímabil í báðum deildum hefst nú um helgina. Norðmenn riðu á vaðið í gærkvöldi en fyrstu leikirnir í Svíþjóð fara fram á morgun. Samtals leika fimmtán Íslendingar í norsku deildinni og níu í þeirri sænsku, eins og sjá má hér til hliðar. Íslendingar eiga fulltrúa í níu af sextán liðum í Noregi og átta mismunandi liðum í Svíþjóð. Þess má svo geta að fimm íslenskir leikmenn leika með jafn mörgum liðum í dönsku úrvalsdeildinni en síðari hluti tímabilsins þar í landi hófst nýlega eftir vetrarfrí. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, fagnar því að eiga svo marga leikmenn í þessum deildum. „Það er hraðari bolti spilaður í báðum þessum deildum en hér heima og þá er keppnistímabilið lengra. Ég tel því að þetta sé tvímælalaust skref upp á við,“ segir Heimir í samtali við Fréttablaðið. Alls fóru átta leikmenn úr Pepsi-deildinni til landanna tveggja og óttast Heimir ekki að þeir hafi tekið skrefið í atvinnumennskuna of snemma. „Flestir af ungu strákunum sem hafa farið út eru í Belgíu, Hollandi eða Danmörku. Ég held að þessir strákar sem fóru til Noregs og Svíþjóðar séu tilbúnir enda hafa þeir allir sannað sig hér heima. Almennt tel ég best að gera það áður en farið er annað,“ segir Heimir. Það verður því ærið verkefni fyrir landsliðsþjálfarana að fylgjast með öllum þeim atvinnumönnum sem Ísland hefur eignast. „Þetta eru tæplega 90 strákar og það gefur augaleið að við getum ekki fylgst með þeim öllum. En sem betur fer höfum við aðgang að upptökum af leikjum úr öllum þeirra deildum og getum því sótt okkur leiki aftur í tímann.“ Aðeins fáeinir af þessum leikmönnum hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu en Heimir segir að það sé gott „milliskref“ að fara til Norðurlandanna. „Ef menn sanna sig í þessum löndum eiga þeir möguleika á að fara í enn sterkari deildir sem þjónar þá landsliðinu vel.“grafík/thanos
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn