Dagur í lífi Fríðu Maríu sminku Marín Manda skrifar 28. mars 2014 21:30 Fríða María Harðardóttir Fríða María Harðardóttir er ein af eftirsóttustu förðunarfræðingum landsins en hún hefur yfirumsjón með förðun fyrirsætanna á Reykjavík Fashion Festival um helgina. Fríða María hefur átt viðburðaríka viku eins og flestir sem að koma að tískuhátíðinni og Lífið fékk að fylgjast með.Ég barðist í gegnum rok og rigningu með jógadýnuna undir arminum og var mætt í Astanga yoga í Yoga Shala kl. 6.45 í morgun. Það var frábær byrjun á deginum. Um morguninn fór ég á fund vegna Reykjavík Fashion Festival með Guðnýju Kjartansdóttur, verkefnastjóra RFF, og Maríu Guðvarðardóttur, vörumerkjastjóra MAC á Íslandi.Svo fór ég upp í MAC og fékk hjálp með tilraunir með efni og áferð hjá fróðleiksbrunninum Hörpu Káradóttur verslunarstjóra og starfsmanni hennar, Ástríði Einarsdóttur. Ég hitti Hekluklúbbinn minn góða, eða það sem eftir er af honum, í hádeginu á Icelandic Fish and Chips. Ásamt mér eru þær Líf Magneudóttir og Sigurlaug Kristjánsdóttir í klúbbnum, en gaman er að geta þess að Líf þessi vermir 2. sætið á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík. Við höfðum því margt að ræða, mest um tískubransann og skólamál í borginni. Þá skrapp ég á tónleika í Salnum í Kópavogi þar sem dóttir mín, Sunneva Líf, var að spila á blokkflautu með flautukvartettinum sínum ásamt sellóleikara og tveimur hörpuleikurum. Róandi stund það.Um kvöldið blikkaði ég fyrirsætuna Önnu Þóru Alfreðsdóttur með mér upp á vinnustofu til að gera smá tilraunir með förðun fyrir sýningar REY og Ziska, sem ég var ekki alveg búin að hanna til fulls. Því miður má ekkert sýna fyrr en á morgun, laugardag, en svona var kittið mitt. RFF Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Sjá meira
Fríða María Harðardóttir er ein af eftirsóttustu förðunarfræðingum landsins en hún hefur yfirumsjón með förðun fyrirsætanna á Reykjavík Fashion Festival um helgina. Fríða María hefur átt viðburðaríka viku eins og flestir sem að koma að tískuhátíðinni og Lífið fékk að fylgjast með.Ég barðist í gegnum rok og rigningu með jógadýnuna undir arminum og var mætt í Astanga yoga í Yoga Shala kl. 6.45 í morgun. Það var frábær byrjun á deginum. Um morguninn fór ég á fund vegna Reykjavík Fashion Festival með Guðnýju Kjartansdóttur, verkefnastjóra RFF, og Maríu Guðvarðardóttur, vörumerkjastjóra MAC á Íslandi.Svo fór ég upp í MAC og fékk hjálp með tilraunir með efni og áferð hjá fróðleiksbrunninum Hörpu Káradóttur verslunarstjóra og starfsmanni hennar, Ástríði Einarsdóttur. Ég hitti Hekluklúbbinn minn góða, eða það sem eftir er af honum, í hádeginu á Icelandic Fish and Chips. Ásamt mér eru þær Líf Magneudóttir og Sigurlaug Kristjánsdóttir í klúbbnum, en gaman er að geta þess að Líf þessi vermir 2. sætið á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík. Við höfðum því margt að ræða, mest um tískubransann og skólamál í borginni. Þá skrapp ég á tónleika í Salnum í Kópavogi þar sem dóttir mín, Sunneva Líf, var að spila á blokkflautu með flautukvartettinum sínum ásamt sellóleikara og tveimur hörpuleikurum. Róandi stund það.Um kvöldið blikkaði ég fyrirsætuna Önnu Þóru Alfreðsdóttur með mér upp á vinnustofu til að gera smá tilraunir með förðun fyrir sýningar REY og Ziska, sem ég var ekki alveg búin að hanna til fulls. Því miður má ekkert sýna fyrr en á morgun, laugardag, en svona var kittið mitt.
RFF Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Sjá meira