Einangrun Íslands frá tískuheiminum Baldvin Þormóðsson skrifar 26. mars 2014 09:10 Hildur Yeoman teiknaði fötin á fyrirsæturnar. Börkur Sigþórsson „Sýningin Línur, sem er hluti af HönnunarMars, tekur fyrir einangrun Íslands frá alþjóðlega tískuheiminum og veltir því upp hvort og hvernig fjarlægðin útilokar okkur eyjaskeggja úr heimi hátískunnar,“ segir þríeykið Ellen Loftsdóttir, Hildur Yeoman og Börkur Sigþórsson um sýningu sína Línur sem opnar á morgun í Hörpu. Ellen segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún flutti heim eftir að hafa verið búsett og unnið sem stílisti í London. „Þegar ég flutti heim fannst mér úrvalið og fjölbreytileikinn í fatnaði mjög takmarkaður sem gerði mína vinnu talsvert erfiðari. Ég hafði vanist mun greiðara aðgengi að hátískufatnaði.“ segir Ellen. „Út frá þessum takmörkunum fæddist þessi hugmynd að taka nektarmyndir af íslenskum fyrirsætum, velja hátískufatnað af netinu og fá Hildi Yeoman, einn af okkar bestu tískuteiknurum, til að klæða fyrirsæturnar með teikningum sínum. Útkoman er áhugaverð blanda þessara tveggja tjáningarforma myndlistar og ljósmyndunar,“ segir Ellen. Hún fékk síðan ljósmyndarann Börk Sigþórsson til þess að taka myndir af fyrirsætunum Kolfinnu Kristófersdóttir, Andreu Röfn Jónasdóttir og Eddu Óskars frá Eskimó models. Förðun og hár var síðan í höndum Fríðu Maríu Harðardóttur. Leiðrétt: Villa var í Fréttablaðinu í dag en sýningin opnar á fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 í Hörpu og verður opin yfir alla helgina.Hægt er að melda sig á Facebook viðburð sýningarinnar hér. HönnunarMars Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
„Sýningin Línur, sem er hluti af HönnunarMars, tekur fyrir einangrun Íslands frá alþjóðlega tískuheiminum og veltir því upp hvort og hvernig fjarlægðin útilokar okkur eyjaskeggja úr heimi hátískunnar,“ segir þríeykið Ellen Loftsdóttir, Hildur Yeoman og Börkur Sigþórsson um sýningu sína Línur sem opnar á morgun í Hörpu. Ellen segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún flutti heim eftir að hafa verið búsett og unnið sem stílisti í London. „Þegar ég flutti heim fannst mér úrvalið og fjölbreytileikinn í fatnaði mjög takmarkaður sem gerði mína vinnu talsvert erfiðari. Ég hafði vanist mun greiðara aðgengi að hátískufatnaði.“ segir Ellen. „Út frá þessum takmörkunum fæddist þessi hugmynd að taka nektarmyndir af íslenskum fyrirsætum, velja hátískufatnað af netinu og fá Hildi Yeoman, einn af okkar bestu tískuteiknurum, til að klæða fyrirsæturnar með teikningum sínum. Útkoman er áhugaverð blanda þessara tveggja tjáningarforma myndlistar og ljósmyndunar,“ segir Ellen. Hún fékk síðan ljósmyndarann Börk Sigþórsson til þess að taka myndir af fyrirsætunum Kolfinnu Kristófersdóttir, Andreu Röfn Jónasdóttir og Eddu Óskars frá Eskimó models. Förðun og hár var síðan í höndum Fríðu Maríu Harðardóttur. Leiðrétt: Villa var í Fréttablaðinu í dag en sýningin opnar á fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 í Hörpu og verður opin yfir alla helgina.Hægt er að melda sig á Facebook viðburð sýningarinnar hér.
HönnunarMars Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira