Valdimar spilar nýtt efni á Rosenberg Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. mars 2014 10:30 Valdimar Vísir/úr einkasafni „Það búa tveir meðlimir sveitarinnar úti og annar þeirra er á landinu og því ætlum við að nýta tækifærið og telja í tónleika,“ segir Valdimar Guðmundsson söngvari og básúnuleikari hljómsveitarinnar Valdimars. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg á laugardagskvöldið. Hljómsveitin hefur lítið komið fram hér á landi undanfarið og eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á árinu. „Við fáum Arnljót Sigurðsson til að hlaupa í skarðið hjá okkur og plokka bassann.“ Sveitin lauk nýverið við sína fyrstu tónleikaferð um Evrópu en þar lék hún á sjö tónleikum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss. Valdimar er nú á fullu að vinna í nýrri plötu. „Við erum búnir að taka upp grunnana að mestu leyti þannig að Guðlaugu bassaleikari og Þorvaldur trommari eru að mestu búnir að taka sína parta upp. Við stefnum svo á að reyna koma plötunni út seint í sumar,“ segir Valdimar um nýju plötuna. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund. Valdimar ætlar að leika nýtt efni á tónleikunum. „Við tökum eitthvað af nýjum lögum en er þó ekki alveg viss hversu mörg,“ segir Valdimar. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir á Café Rosenberg, klapparstíg og hefjast klukkan 22.00. Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það búa tveir meðlimir sveitarinnar úti og annar þeirra er á landinu og því ætlum við að nýta tækifærið og telja í tónleika,“ segir Valdimar Guðmundsson söngvari og básúnuleikari hljómsveitarinnar Valdimars. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg á laugardagskvöldið. Hljómsveitin hefur lítið komið fram hér á landi undanfarið og eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á árinu. „Við fáum Arnljót Sigurðsson til að hlaupa í skarðið hjá okkur og plokka bassann.“ Sveitin lauk nýverið við sína fyrstu tónleikaferð um Evrópu en þar lék hún á sjö tónleikum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss. Valdimar er nú á fullu að vinna í nýrri plötu. „Við erum búnir að taka upp grunnana að mestu leyti þannig að Guðlaugu bassaleikari og Þorvaldur trommari eru að mestu búnir að taka sína parta upp. Við stefnum svo á að reyna koma plötunni út seint í sumar,“ segir Valdimar um nýju plötuna. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund. Valdimar ætlar að leika nýtt efni á tónleikunum. „Við tökum eitthvað af nýjum lögum en er þó ekki alveg viss hversu mörg,“ segir Valdimar. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir á Café Rosenberg, klapparstíg og hefjast klukkan 22.00.
Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira