Ljóðlympíuleikar 2014 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. mars 2014 11:00 Megan Auður: "Vonandi verða mikil læti og mikið stuð.“ Vísir/Daníel „Við vonumst til að þetta verði alvöruljóðaslamm með aktífum áhorfendum og vonandi verða mikil læti og mikið stuð,“ segir Megan Auður Grímsdóttir, einn skipuleggjanda Ljóðlympíuleika sem haldnir verða á Loft Hosteli í kvöld. Þar munu skáldsystur og skáldbræður Reykjavíkur keppa til sigurs og aðeins eitt þeirra standa uppi sem sigurvegari. Borgarbókasafnið hefur á undanförnum árum staðið fyrir ljóðaslammi en Megan segir meininguna að taka þetta lengra í kvöld. „Þetta á að vera öfgakennt og við hvetjum áhorfendur til að láta hressilega í sér heyra.“ Það eru forlagið Meðgönguljóð og ungskáldahópurinn Fríyrkjan sem standa fyrir slamminu. Megan er þátttakandi í Fríyrkjunni, sem gaf út safnrit með ljóðum skálda á aldrinum 17 til 25 ára í fyrra, og hún segir hópinn hafa verið duglegan að koma fram og lesa ljóð, þá gjarnan með tónlistarívafi. Á því verður ekki breyting í kvöld því rapphópurinn Reykjavíkurdætur mun spila í dómarahléi. Dómnefnd skipa skáldin Hallgrímur Helgason, Sigurbjörg Þrastardóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, fyrir hönd Meðgönguljóða, og Stefán Ingvar Vigfússon, fyrir hönd Fríyrkjunnar. Boðið verður upp á tíu atriði og er búið að velja þau. Megan segir meininguna að halda slík slömm oftar og hvetur áhugasama til að skrá sig í slömm framtíðarinnar á netfanginu friyrkjan@gmail.com. „Það er öllum velkomið að sækja um þátttöku og væri mjög gaman ef sem flestir skráðu sig.“ Hverjir munu keppa í kvöld er algjört leyndarmál og því eiga forvitnir ekki annan kost en að vera mættir á Loft Hostel klukkan 20 í kvöld og bíða spenntir eftir að fyrsta skáldið stígi á svið. Menning Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við vonumst til að þetta verði alvöruljóðaslamm með aktífum áhorfendum og vonandi verða mikil læti og mikið stuð,“ segir Megan Auður Grímsdóttir, einn skipuleggjanda Ljóðlympíuleika sem haldnir verða á Loft Hosteli í kvöld. Þar munu skáldsystur og skáldbræður Reykjavíkur keppa til sigurs og aðeins eitt þeirra standa uppi sem sigurvegari. Borgarbókasafnið hefur á undanförnum árum staðið fyrir ljóðaslammi en Megan segir meininguna að taka þetta lengra í kvöld. „Þetta á að vera öfgakennt og við hvetjum áhorfendur til að láta hressilega í sér heyra.“ Það eru forlagið Meðgönguljóð og ungskáldahópurinn Fríyrkjan sem standa fyrir slamminu. Megan er þátttakandi í Fríyrkjunni, sem gaf út safnrit með ljóðum skálda á aldrinum 17 til 25 ára í fyrra, og hún segir hópinn hafa verið duglegan að koma fram og lesa ljóð, þá gjarnan með tónlistarívafi. Á því verður ekki breyting í kvöld því rapphópurinn Reykjavíkurdætur mun spila í dómarahléi. Dómnefnd skipa skáldin Hallgrímur Helgason, Sigurbjörg Þrastardóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, fyrir hönd Meðgönguljóða, og Stefán Ingvar Vigfússon, fyrir hönd Fríyrkjunnar. Boðið verður upp á tíu atriði og er búið að velja þau. Megan segir meininguna að halda slík slömm oftar og hvetur áhugasama til að skrá sig í slömm framtíðarinnar á netfanginu friyrkjan@gmail.com. „Það er öllum velkomið að sækja um þátttöku og væri mjög gaman ef sem flestir skráðu sig.“ Hverjir munu keppa í kvöld er algjört leyndarmál og því eiga forvitnir ekki annan kost en að vera mættir á Loft Hostel klukkan 20 í kvöld og bíða spenntir eftir að fyrsta skáldið stígi á svið.
Menning Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira