Sveitalubbar í New York Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. mars 2014 11:00 Leikstjórinn Eyþór Jóvinsson er að vonum stoltur af framgangi kvikmyndarinnar Skers. Stuttmyndinni Skeri eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tveimur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. „Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar starf, sveitalubbanna að vestan, að komast í hóp þeirra bestu með Óskarsverðlaunastjörnum og öðru fagfólki úti í hinum stóra heimi,“ segir Eyþór stoltur. „Þetta er fyrsta mynd sem ég leikstýri og geri handrit að einn, en Gláma kvikmyndafélag er fimm manna hópur sem hefur gert nokkrar stuttmyndir saman.“ Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðamann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd. Það er vestfirska kvikmyndafélagið Gláma sem stendur á bak við myndina, en Eyþór skrifaði handritið og leikstýrði eins og áður sagði. Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Kvikmyndafélagið Gláma sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð og hefur áður gefið út vestfirskan stuttmynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimildarmyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone. Myndin var aðeins eina helgi í tökum og útlagður kostnaður var undir 1.500 dollurum, eða innan við 200.000 krónur. Hópurinn á bak við myndina var aðeins skipaður sex mönnum, þá eru með taldir leikarar, leikstjórn, tökumaður, eftirvinnsla og tónlist. Athyglisverð staðreynd er einnig að enginn í hópnum hefur neina menntun á sviði kvikmyndagerðar, aðeins brennandi áhuga, að sögn Eyþórs. Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Stuttmyndinni Skeri eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tveimur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. „Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar starf, sveitalubbanna að vestan, að komast í hóp þeirra bestu með Óskarsverðlaunastjörnum og öðru fagfólki úti í hinum stóra heimi,“ segir Eyþór stoltur. „Þetta er fyrsta mynd sem ég leikstýri og geri handrit að einn, en Gláma kvikmyndafélag er fimm manna hópur sem hefur gert nokkrar stuttmyndir saman.“ Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðamann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd. Það er vestfirska kvikmyndafélagið Gláma sem stendur á bak við myndina, en Eyþór skrifaði handritið og leikstýrði eins og áður sagði. Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Kvikmyndafélagið Gláma sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð og hefur áður gefið út vestfirskan stuttmynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimildarmyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone. Myndin var aðeins eina helgi í tökum og útlagður kostnaður var undir 1.500 dollurum, eða innan við 200.000 krónur. Hópurinn á bak við myndina var aðeins skipaður sex mönnum, þá eru með taldir leikarar, leikstjórn, tökumaður, eftirvinnsla og tónlist. Athyglisverð staðreynd er einnig að enginn í hópnum hefur neina menntun á sviði kvikmyndagerðar, aðeins brennandi áhuga, að sögn Eyþórs.
Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira