Carmina Burana klassískt popp Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2014 14:00 Það var létt yfir æfingunni sem ljósmyndarinn leit inn á í Langholtskirkju. Fréttablaðið/Stefán „Ég þarf að slökkva á útvarpinu. Það má náttúrlega ekki fréttast að virðulegur organisti sé að hlusta á popp á Bylgjunni,“ segir Kári Þormar dómorganisti hlæjandi þegar hringt er í hann vegna tónleikanna Siðlausra söngva sem hann stjórnar tvívegis í Langholtskirkju á morgun. Þar verður flutt tónverk Carls Orff, Carmina Burana, sem Kári segir reyndar klassíska popptónlist og fjalla um fallvaltleika gæfunnar. „Þetta er tilraunaverkefni,“ segir Kári. „Við erum með Dómkórinn í Reykjavík og kór Menntaskólans í Reykjavík, um 45 manns í hvorum hópi og þriðja kynslóðin er drengir úr Skólakór Kársnes,“ lýsir hann og segir hafa heppnast vel að steypa þessum kórum saman. Það sé ekkert sjálfgefið. Alls taka yfir 100 manns þátt í flutningnum. Með kórunum syngja einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Jón Svavar Jósefsson bassabaritón og undirleikur er í höndum píanóleikaranna Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar auk sex manna slagverkssveitar. Kári er stjórnandi Dómkórsins og MR-kórsins og segir forna hefð fyrir samstarfi þeirra. „Pétur Guðjohnsen, fyrsti dómorganistinn, sem fæddist fyrir um 200 árum, var fyrsti söngkennari Lærða skólans, forvera MR. Martin Hunger dómorgainsti endurreisti svo kór MR á sínum tíma og tengir í raun þessa þrjá kóra saman því hann studdi líka vel við Kársneskórinn sem konan hans, hún Þórunn Björnsdóttir, stjórnar.“ Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég þarf að slökkva á útvarpinu. Það má náttúrlega ekki fréttast að virðulegur organisti sé að hlusta á popp á Bylgjunni,“ segir Kári Þormar dómorganisti hlæjandi þegar hringt er í hann vegna tónleikanna Siðlausra söngva sem hann stjórnar tvívegis í Langholtskirkju á morgun. Þar verður flutt tónverk Carls Orff, Carmina Burana, sem Kári segir reyndar klassíska popptónlist og fjalla um fallvaltleika gæfunnar. „Þetta er tilraunaverkefni,“ segir Kári. „Við erum með Dómkórinn í Reykjavík og kór Menntaskólans í Reykjavík, um 45 manns í hvorum hópi og þriðja kynslóðin er drengir úr Skólakór Kársnes,“ lýsir hann og segir hafa heppnast vel að steypa þessum kórum saman. Það sé ekkert sjálfgefið. Alls taka yfir 100 manns þátt í flutningnum. Með kórunum syngja einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Jón Svavar Jósefsson bassabaritón og undirleikur er í höndum píanóleikaranna Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar auk sex manna slagverkssveitar. Kári er stjórnandi Dómkórsins og MR-kórsins og segir forna hefð fyrir samstarfi þeirra. „Pétur Guðjohnsen, fyrsti dómorganistinn, sem fæddist fyrir um 200 árum, var fyrsti söngkennari Lærða skólans, forvera MR. Martin Hunger dómorgainsti endurreisti svo kór MR á sínum tíma og tengir í raun þessa þrjá kóra saman því hann studdi líka vel við Kársneskórinn sem konan hans, hún Þórunn Björnsdóttir, stjórnar.“
Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira