Klæða sig í takt við tíðarandann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 13:00 Kvennakór Kópavogs kann að bregða á leik bæði á sviðinu og utan þess. Söngkonurnar í Kvennakór Kópavogs halda tvenna tónleika í Hörpu á laugardaginn í takt við hækkandi sól. Þá fyrri klukkan 16 og þá síðari klukkan 20. Þar syngja þær gamlar og góðar dægurperlur enda hafa þær skírt dagskrána Perlur og pilsaþytur. Efnisskrá tónleikanna spannar tímabilið frá kreppuárum og vel fram yfir seinna stríð. Þar eru lög eins og Papermoon, Dream a little dream og Sugartime og einnig verður syrpa með lögum frá sjöunda áratug síðustu aldar. Kórkonur ætla að klæðast samkvæmt tíðaranda efnisskrárinnar og hárgreiðslan verður í stíl. Það verður því líf í tuskunum og sjónarspil í Kaldalóni ásamt ljúfum tónum. Stjórnandi kvennakórs Kópavogs er Gróa Hreinsdóttir og undirleikarar á tónleikunum nú eru Árni Heiðar Karlsson á píanó og Birgir Bragason á bassa. Kvennakór Kópavogs er á 12. starfsári sínu. Hann hefur tekið virkan þátt í menningarlífi Kópavogs og ber þar hæst að undanfarin fimm ár hefur hann stutt mæðrastyrksnefndina þar bæði með fatasöfnun og tónleikahaldi. Hjá kórnum hefur líka skapast sú hefð að syngja á aðventumarkaði Ljóssins, endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Í maí mun kórinn fjölmenna á landsmót kvennakóra sem verður haldið á Akureyri í ár. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Söngkonurnar í Kvennakór Kópavogs halda tvenna tónleika í Hörpu á laugardaginn í takt við hækkandi sól. Þá fyrri klukkan 16 og þá síðari klukkan 20. Þar syngja þær gamlar og góðar dægurperlur enda hafa þær skírt dagskrána Perlur og pilsaþytur. Efnisskrá tónleikanna spannar tímabilið frá kreppuárum og vel fram yfir seinna stríð. Þar eru lög eins og Papermoon, Dream a little dream og Sugartime og einnig verður syrpa með lögum frá sjöunda áratug síðustu aldar. Kórkonur ætla að klæðast samkvæmt tíðaranda efnisskrárinnar og hárgreiðslan verður í stíl. Það verður því líf í tuskunum og sjónarspil í Kaldalóni ásamt ljúfum tónum. Stjórnandi kvennakórs Kópavogs er Gróa Hreinsdóttir og undirleikarar á tónleikunum nú eru Árni Heiðar Karlsson á píanó og Birgir Bragason á bassa. Kvennakór Kópavogs er á 12. starfsári sínu. Hann hefur tekið virkan þátt í menningarlífi Kópavogs og ber þar hæst að undanfarin fimm ár hefur hann stutt mæðrastyrksnefndina þar bæði með fatasöfnun og tónleikahaldi. Hjá kórnum hefur líka skapast sú hefð að syngja á aðventumarkaði Ljóssins, endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Í maí mun kórinn fjölmenna á landsmót kvennakóra sem verður haldið á Akureyri í ár.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira