Menningarsjokkið sterkur þáttur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. mars 2014 10:00 Vísir/Pjetur Ég þekkti ekkert til Melittu þegar ég var beðinn um að þýða ljóðin hennar,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson sem þýddi ljóðabókina Vom Rand der Welt eftir Melittu Urbancic. Bókin nefnist á íslensku Frá hjara veraldar og kemur út í dag í tengslum við sýningu og málþing um ævi og störf Melittu í Þjóðarbókhlöðunni. „Þetta eru að sumu leyti útlagaljóð,“ segir Sölvi spurður hvernig ljóð þetta séu. „Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“ Sölvi segir að þegar á líður bókina birti þó yfir ljóðunum. „Hún verður mun sáttari og mörg ljóðanna í seinni hlutanum eru hálfgerð ættjarðarljóð um Ísland.“ Er Melitta gott skáld? „Já, hún er ansi mögnuð. Það kom mér á óvart að finna þessi ljóð um Ísland, ort af útlendingi sem bjó hér. Þetta er dálítið sérstakur póstur í íslenskri bókmenntasögu.“ Gauti Kristmannsson skrifar ítarlegan eftirmála um ævi og störf Melittu og Sölvi segir margt athyglisvert koma þar fram. „Hann rekur meðal annars tengsl hennar við þekkta og mikla heimspekinga og aðra andans menn úti í Þýskalandi á sínum tíma. Hún skrifaðist til dæmis á við ljóðskáldið Rainer Maria Rilke og fleiri. Þetta var alveg stórmerkileg kona, auk skriftanna var hún leikkona og myndhöggvari og mikill frumkvöðull eins og sést til dæmis á því að hún fór að rækta býflugur inni í Laugarnesi og varð þar með fyrst til að reyna slíka rækt hér á landi. Þannig að hún var merkileg á mörgum sviðum.“ Bókin er tvímála, á íslensku og þýsku, og á málþinginu í dag mun Sölvi lesa þýðingar sínar á nokkrum ljóðum en Sabine Leskopf les sömu ljóð á frummálinu, þýsku. Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ég þekkti ekkert til Melittu þegar ég var beðinn um að þýða ljóðin hennar,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson sem þýddi ljóðabókina Vom Rand der Welt eftir Melittu Urbancic. Bókin nefnist á íslensku Frá hjara veraldar og kemur út í dag í tengslum við sýningu og málþing um ævi og störf Melittu í Þjóðarbókhlöðunni. „Þetta eru að sumu leyti útlagaljóð,“ segir Sölvi spurður hvernig ljóð þetta séu. „Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“ Sölvi segir að þegar á líður bókina birti þó yfir ljóðunum. „Hún verður mun sáttari og mörg ljóðanna í seinni hlutanum eru hálfgerð ættjarðarljóð um Ísland.“ Er Melitta gott skáld? „Já, hún er ansi mögnuð. Það kom mér á óvart að finna þessi ljóð um Ísland, ort af útlendingi sem bjó hér. Þetta er dálítið sérstakur póstur í íslenskri bókmenntasögu.“ Gauti Kristmannsson skrifar ítarlegan eftirmála um ævi og störf Melittu og Sölvi segir margt athyglisvert koma þar fram. „Hann rekur meðal annars tengsl hennar við þekkta og mikla heimspekinga og aðra andans menn úti í Þýskalandi á sínum tíma. Hún skrifaðist til dæmis á við ljóðskáldið Rainer Maria Rilke og fleiri. Þetta var alveg stórmerkileg kona, auk skriftanna var hún leikkona og myndhöggvari og mikill frumkvöðull eins og sést til dæmis á því að hún fór að rækta býflugur inni í Laugarnesi og varð þar með fyrst til að reyna slíka rækt hér á landi. Þannig að hún var merkileg á mörgum sviðum.“ Bókin er tvímála, á íslensku og þýsku, og á málþinginu í dag mun Sölvi lesa þýðingar sínar á nokkrum ljóðum en Sabine Leskopf les sömu ljóð á frummálinu, þýsku.
Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira