Flóknir þessir harðstjórar Pawel Bartoszek skrifar 7. mars 2014 07:00 Við verðum að reyna að skilja hvers vegna Kjartani er svona mikið í mun að komast yfir strump. Jú, jú, við vitum að hann vill sjóða strumpa í potti og breyta þeim í gull en af hverju? Hvað veldur? Hvað hafa strumparnir gert Kjartani? Átti Kjartan erfiða æsku? Er Kjartan kannski bara vanur að fá strump? Má segja að hann hafi réttmætt tilkall til þess? Og erum við eitthvað skárri? Við búum til föt úr dýrum – Kjartan vill búa til gull úr strumpum… Kannski vantar hann líka bara einn strump. Bara einn. Er það nú eitthvað svo ósanngjörn krafa? Varla ef það ver friðinn. Við verðum líka að hafa í huga að sú mynd sem dregin er upp af Kjartani í strumpabókunum er mjög einhliða. Bækurnar draga mjög taum strumpa. Kjartan er alltaf látinn líta út eins og argasta illmenni. En málið er í raun miklu, miklu flóknara.Grímuballsherinn En að allt öðru. Nú hefur Pútín hertekið Krímskagann, sjálfstjórnarlýðveldi sem er hluti af Úkraínu. Reyndar heldur Pútin ekki alltaf andlitinu varðandi það hver standi að hernáminu. Á blaðamannafundi í vikunni hélt forsetinn því fram að vopnuðu mennirnir í ómerktu herbúningunum sem komið hefðu á rússneskum herbílum og hertekið flugvelli væru bara íbúar svæðisins sem hefðu keypt sér föt í felulitum. Þetta var, sem sagt, svona „grímuballsher“. Þetta er augljóslega rakin þvæla, allir vita að rússeski herinn er einfaldlega mættur á Krímskagann. Aðgerðin tók skamma stund og var greinilega vel plönuð. Hve mörg önnur slík plön ætli Pútin eigi í skúffunni? Hvar er næsta grímuballs að vænta?Brot á alþjóðalögum Sumt af því sem sagt er í rússneskum ríkisfjölmiðlum hefur, eins og allur góður áróður, að geyma sannleikskorn. Það er til dæmis rétt að eftir brottvikningu Janúkovits felldi úkraínska þingið úr gildi lög sem styrktu stöðu rússneskrar tungu (og annarra minnihlutamála) í landinu. Það var ekki góð ákvörðun. Ríki eiga að vera vingjarnleg fólki óháð móðurmáli þess og fjölmargir íbúar Úkraínu eiga rússnesku að móðurmáli. Þessi ákvörðun, sem nú er búið að hætta við, gerði lítið til að lægja öldurnar. En þá er það spurningin: trúum við því virkilega að þetta hafi skipt einhverju máli? Trúum við því að tungumálalögin og það að fasistar hafi haft sig í frammi á götum Kíev og Lviv sé raunveruleg ástæða, ekki bara afsökun, fyrir því að herir Pútíns hafi hernumið Krímskagann? Og finnst þeim sem því trúa að það sé góð og gild ástæða sem samræmist alþjóðalögum? Gleymum því ekki að Úkraína skilaði kjarnorkuvopnum sínum fyrir 20 árum gegn loforðum stórveldanna (þ.m.t. Rússlands) um að fullvelldi landsins og landamæri yrðu tryggð. Hvers virði verða slík loforð gagnvart öðrum ríkjum í svipaðri stöðu í framtíðinni ef Pútín verður leyft að búta Úkraínu niður með hervaldi? Pútín vill meina að stjórnvöld í Úkraínu séu ólögleg. Fyrrverandi forseti var um tíma nógu löglegur til að skrifa undir bréf þar sem hann bað um hernaðaríhlutun. En að öðru leyti segir Pútín hann „búinn að vera“. Síðan áskilur Pútin sér rétt til að hafna úrslitum kosninga í Úkraínu sem myndu fara fram við núverandi ástand. En Pútín mun ekki eiga í minnstu vandræðum með að viðurkenna úrslit væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Krímskagans við Rússland. Enda munu mennirnir í grímuballsherbúningunum án efa sjá til þess að allt fari vel fram.„Ástandið er í raun mjög flókið.“ Varla er til sú milliríkjadeila sem ekki verðskuldar þá lýsingu að vera flókin. En stundum er staðan samt einföld þótt forsagan kunni ef til vill að vera flóknari. Stundum er bara einhver einn sem slær og annar sem er sleginn. Pútín hertók Krímskagann af því að hann vildi hertaka Krímskagann. Pútín setur fyrirvara á kosningar í Úkraínu því hann vill stjórna því hver stjórnar Úkraínu. Það getur verið gaman að róta í Trivial-bunkanum og fræðast meira um sögu Krímskagans, Rússlands og Úkraínu. En Trivial-bunkinn geymir oft aðeins afsakanir harðstjóranna, ekki raunverulegar ástæður fyrir aðgerðum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Við verðum að reyna að skilja hvers vegna Kjartani er svona mikið í mun að komast yfir strump. Jú, jú, við vitum að hann vill sjóða strumpa í potti og breyta þeim í gull en af hverju? Hvað veldur? Hvað hafa strumparnir gert Kjartani? Átti Kjartan erfiða æsku? Er Kjartan kannski bara vanur að fá strump? Má segja að hann hafi réttmætt tilkall til þess? Og erum við eitthvað skárri? Við búum til föt úr dýrum – Kjartan vill búa til gull úr strumpum… Kannski vantar hann líka bara einn strump. Bara einn. Er það nú eitthvað svo ósanngjörn krafa? Varla ef það ver friðinn. Við verðum líka að hafa í huga að sú mynd sem dregin er upp af Kjartani í strumpabókunum er mjög einhliða. Bækurnar draga mjög taum strumpa. Kjartan er alltaf látinn líta út eins og argasta illmenni. En málið er í raun miklu, miklu flóknara.Grímuballsherinn En að allt öðru. Nú hefur Pútín hertekið Krímskagann, sjálfstjórnarlýðveldi sem er hluti af Úkraínu. Reyndar heldur Pútin ekki alltaf andlitinu varðandi það hver standi að hernáminu. Á blaðamannafundi í vikunni hélt forsetinn því fram að vopnuðu mennirnir í ómerktu herbúningunum sem komið hefðu á rússneskum herbílum og hertekið flugvelli væru bara íbúar svæðisins sem hefðu keypt sér föt í felulitum. Þetta var, sem sagt, svona „grímuballsher“. Þetta er augljóslega rakin þvæla, allir vita að rússeski herinn er einfaldlega mættur á Krímskagann. Aðgerðin tók skamma stund og var greinilega vel plönuð. Hve mörg önnur slík plön ætli Pútin eigi í skúffunni? Hvar er næsta grímuballs að vænta?Brot á alþjóðalögum Sumt af því sem sagt er í rússneskum ríkisfjölmiðlum hefur, eins og allur góður áróður, að geyma sannleikskorn. Það er til dæmis rétt að eftir brottvikningu Janúkovits felldi úkraínska þingið úr gildi lög sem styrktu stöðu rússneskrar tungu (og annarra minnihlutamála) í landinu. Það var ekki góð ákvörðun. Ríki eiga að vera vingjarnleg fólki óháð móðurmáli þess og fjölmargir íbúar Úkraínu eiga rússnesku að móðurmáli. Þessi ákvörðun, sem nú er búið að hætta við, gerði lítið til að lægja öldurnar. En þá er það spurningin: trúum við því virkilega að þetta hafi skipt einhverju máli? Trúum við því að tungumálalögin og það að fasistar hafi haft sig í frammi á götum Kíev og Lviv sé raunveruleg ástæða, ekki bara afsökun, fyrir því að herir Pútíns hafi hernumið Krímskagann? Og finnst þeim sem því trúa að það sé góð og gild ástæða sem samræmist alþjóðalögum? Gleymum því ekki að Úkraína skilaði kjarnorkuvopnum sínum fyrir 20 árum gegn loforðum stórveldanna (þ.m.t. Rússlands) um að fullvelldi landsins og landamæri yrðu tryggð. Hvers virði verða slík loforð gagnvart öðrum ríkjum í svipaðri stöðu í framtíðinni ef Pútín verður leyft að búta Úkraínu niður með hervaldi? Pútín vill meina að stjórnvöld í Úkraínu séu ólögleg. Fyrrverandi forseti var um tíma nógu löglegur til að skrifa undir bréf þar sem hann bað um hernaðaríhlutun. En að öðru leyti segir Pútín hann „búinn að vera“. Síðan áskilur Pútin sér rétt til að hafna úrslitum kosninga í Úkraínu sem myndu fara fram við núverandi ástand. En Pútín mun ekki eiga í minnstu vandræðum með að viðurkenna úrslit væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Krímskagans við Rússland. Enda munu mennirnir í grímuballsherbúningunum án efa sjá til þess að allt fari vel fram.„Ástandið er í raun mjög flókið.“ Varla er til sú milliríkjadeila sem ekki verðskuldar þá lýsingu að vera flókin. En stundum er staðan samt einföld þótt forsagan kunni ef til vill að vera flóknari. Stundum er bara einhver einn sem slær og annar sem er sleginn. Pútín hertók Krímskagann af því að hann vildi hertaka Krímskagann. Pútín setur fyrirvara á kosningar í Úkraínu því hann vill stjórna því hver stjórnar Úkraínu. Það getur verið gaman að róta í Trivial-bunkanum og fræðast meira um sögu Krímskagans, Rússlands og Úkraínu. En Trivial-bunkinn geymir oft aðeins afsakanir harðstjóranna, ekki raunverulegar ástæður fyrir aðgerðum þeirra.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun