Viðbragð við því að breytast í konu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. mars 2014 13:00 Elín Björk: "Ég geng svolítið út frá umfjöllun um tvíhyggjuna sem birtist í átröskunarsjúkdómum.“ Vísir/Stefán Ég vann fyrirlesturinn upp úr MA-ritgerðinni minni þar sem ég fjallaði um þrjár skáldsögur sem eiga átraskanir sameiginlegar, Mávahlátur eftir Kristínu Marju, Skaparann eftir Guðrúnu Evu og Kýr Stalíns eftir Sofi Oksanen,“ segir Elín Björk Jóhannsdóttir, MA í almennri bókmenntafræði. Fyrirlesturinn sem hún vísar til ber heitið „Kona sem átti að vera einsog kókflaska í laginu – Mávahlátur og átraskanir“ og hún mun flytja hann í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í hádeginu á morgun. Spurð um nálgunina á umfjöllunarefnið segist Elín munu byrja á að kynna hina fræðilegu nálgun. „Ég geng svolítið út frá umfjöllun um tvíhyggjuna sem birtist í átröskunarsjúkdómum, sérstaklega anorexíunni, en því hefur verið haldið fram að þeir sem þjást af anorexíu líti á hana sem sigur andans á líkamanum.“ Hvað var það sem olli því að þú valdir þetta viðfangsefni í ritgerðinni? „Ég hef svolítið verið að horfa á líkamann í skáldskap, skrifaði til dæmis BA-ritgerðina mína um mannát í sögu eftir Þórarin Leifsson, þannig að þetta var rökrétt framhald. Þegar ég fór að skoða þessar þrjár skáldsögur komst ég að því að þær áttu ákveðin þemu sameiginleg, svo sem kynþroska og kynverund stúlkna og það er hægt að sjá átraskanir sem viðbragð við því að fara frá því að vera stúlka yfir í að vera kona, með öllum þeim menningarlegu fylgifiskum sem fylgja því ferli.“Fyrirlesturinn er haldinn af RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og fer fram í fyrirlestrasal þess frá klukkan 12 til 13 á morgun. Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ég vann fyrirlesturinn upp úr MA-ritgerðinni minni þar sem ég fjallaði um þrjár skáldsögur sem eiga átraskanir sameiginlegar, Mávahlátur eftir Kristínu Marju, Skaparann eftir Guðrúnu Evu og Kýr Stalíns eftir Sofi Oksanen,“ segir Elín Björk Jóhannsdóttir, MA í almennri bókmenntafræði. Fyrirlesturinn sem hún vísar til ber heitið „Kona sem átti að vera einsog kókflaska í laginu – Mávahlátur og átraskanir“ og hún mun flytja hann í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í hádeginu á morgun. Spurð um nálgunina á umfjöllunarefnið segist Elín munu byrja á að kynna hina fræðilegu nálgun. „Ég geng svolítið út frá umfjöllun um tvíhyggjuna sem birtist í átröskunarsjúkdómum, sérstaklega anorexíunni, en því hefur verið haldið fram að þeir sem þjást af anorexíu líti á hana sem sigur andans á líkamanum.“ Hvað var það sem olli því að þú valdir þetta viðfangsefni í ritgerðinni? „Ég hef svolítið verið að horfa á líkamann í skáldskap, skrifaði til dæmis BA-ritgerðina mína um mannát í sögu eftir Þórarin Leifsson, þannig að þetta var rökrétt framhald. Þegar ég fór að skoða þessar þrjár skáldsögur komst ég að því að þær áttu ákveðin þemu sameiginleg, svo sem kynþroska og kynverund stúlkna og það er hægt að sjá átraskanir sem viðbragð við því að fara frá því að vera stúlka yfir í að vera kona, með öllum þeim menningarlegu fylgifiskum sem fylgja því ferli.“Fyrirlesturinn er haldinn af RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og fer fram í fyrirlestrasal þess frá klukkan 12 til 13 á morgun.
Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira