Þjóðvegur eitt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. mars 2014 06:00 Í fjarlægð þeim sýndist fjöllin vera blá,“ hrjúf en ljúf söngrödd KK ómaði í tækinu og síðdegissólin glampaði á Borgarfirðinum. Leiðinni var heitið norður í land og stemningin var létt. Það var langt síðan við þrjú höfðum setið saman í bíl á þessari leið og það skrafaði á okkur hver tuska. Ég hafði hlakkað til ferðarinnar alla vikuna. Við vorum varla komin út fyrir bæjarmörkin þegar nestispokinn var glaðhlakkalega rifinn upp, kanilsnúðar og kókómjólk. „Af því maður verður alltaf svo svangur þegar maður sér Borgarnes,“ sagði bílstjórinn hlæjandi og vitnaði í sjónvarpsþátt. Við hin hlógum líka, af því það er satt. Snúðarnir stoppuðu okkur hreint ekki í að borða hamborgara í Staðarskála, með kokkteilsósu, bernaise og frönskum! Það tilheyrir á slíkum ferðum. Súkkulaði í eftirmat og svo var brunað áfram. Fyrr en varði ókum við inn í höfuðstað Norðurlands. Sátum frameftir yfir öli og sögðum sögur. Hvað svona ferðalög geta verið skemmtileg! Heldur rólegra var yfir hópnum á suðurleiðinni. Engar skondnar tilvitnanir í sjónvarpsþætti en þeim mun lengri þagnir. Ég hafði keypt kexpakka í nesti en enginn hafði lyst. Reyndi að halla mér. Snéri mér og vatt í bílbeltinu en kom mér ekki nægilega vel fyrir til að ég festi blund. Horfði þá bara út um gluggann. Við stoppuðum í Staðarskála um kvöldmatarleytið. Stöldruðum ekki lengi. Lítil stemning fyrir hamborgara og kokkteil. Við hnoðuðum í okkur pulsu og héldum svo áfram, í þögn. Það var orðið dimmt. Fram úr okkur tóku nokkrir bílar með sleða á toppnum. Eitthvert okkar minnti að það hefði verið hundasleðamót fyrir norðan um helgina. „Nú, já.“ Sögðu hin. Svo varð aftur þögn. „Hvar ætli þeir geymi hundana?“ spurði einhver eftir dágóða stund. „Aftur í,“ héldu hin, án þess þó að vera viss. „Það hefði nú verið gaman að telja bílana sem við mætum á leiðinni,“ sagði bílstjórinn allt í einu, upp úr eins manns hljóði. Honum var svarað með þögn. „Tekur því samt varla að byrja núna…“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun
Í fjarlægð þeim sýndist fjöllin vera blá,“ hrjúf en ljúf söngrödd KK ómaði í tækinu og síðdegissólin glampaði á Borgarfirðinum. Leiðinni var heitið norður í land og stemningin var létt. Það var langt síðan við þrjú höfðum setið saman í bíl á þessari leið og það skrafaði á okkur hver tuska. Ég hafði hlakkað til ferðarinnar alla vikuna. Við vorum varla komin út fyrir bæjarmörkin þegar nestispokinn var glaðhlakkalega rifinn upp, kanilsnúðar og kókómjólk. „Af því maður verður alltaf svo svangur þegar maður sér Borgarnes,“ sagði bílstjórinn hlæjandi og vitnaði í sjónvarpsþátt. Við hin hlógum líka, af því það er satt. Snúðarnir stoppuðu okkur hreint ekki í að borða hamborgara í Staðarskála, með kokkteilsósu, bernaise og frönskum! Það tilheyrir á slíkum ferðum. Súkkulaði í eftirmat og svo var brunað áfram. Fyrr en varði ókum við inn í höfuðstað Norðurlands. Sátum frameftir yfir öli og sögðum sögur. Hvað svona ferðalög geta verið skemmtileg! Heldur rólegra var yfir hópnum á suðurleiðinni. Engar skondnar tilvitnanir í sjónvarpsþætti en þeim mun lengri þagnir. Ég hafði keypt kexpakka í nesti en enginn hafði lyst. Reyndi að halla mér. Snéri mér og vatt í bílbeltinu en kom mér ekki nægilega vel fyrir til að ég festi blund. Horfði þá bara út um gluggann. Við stoppuðum í Staðarskála um kvöldmatarleytið. Stöldruðum ekki lengi. Lítil stemning fyrir hamborgara og kokkteil. Við hnoðuðum í okkur pulsu og héldum svo áfram, í þögn. Það var orðið dimmt. Fram úr okkur tóku nokkrir bílar með sleða á toppnum. Eitthvert okkar minnti að það hefði verið hundasleðamót fyrir norðan um helgina. „Nú, já.“ Sögðu hin. Svo varð aftur þögn. „Hvar ætli þeir geymi hundana?“ spurði einhver eftir dágóða stund. „Aftur í,“ héldu hin, án þess þó að vera viss. „Það hefði nú verið gaman að telja bílana sem við mætum á leiðinni,“ sagði bílstjórinn allt í einu, upp úr eins manns hljóði. Honum var svarað með þögn. „Tekur því samt varla að byrja núna…“
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun