Djúpt snortin yfir viðbrögðunum Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. mars 2014 09:00 Tilkynnt var um að Kristín Eysteinsdóttir yrði Borgarleikhússtjóri í gær. Vísir/Stefán „Það var mjög gaman að fá símtalið og ég var djúpt snortin yfir viðbrögðum starfsfólks leikhússins þegar stjórnin tilkynnti að ég fengi stöðuna,“ segir Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri, en tilkynnt var í gær að hún myndi taka við af Magnúsi Geir Þórðarsyni sem borgarleikhússtjóri. „Ég er að taka við mjög góðu búi,“ segir Kristín, og segir sig ætla að halda áfram á sömu braut, þó með einhverjum áherslubreytingum. „Næsta leikár hefur þegar verið skipulagt og við komum til með að halda okkur við það að mestu leyti.“ Kristín vill efla íslenska leikritun og opna leikhúsið almenningi í auknum mæli. „Ég ætla að opna anddyrið og hér verður starfrækt kaffihús og bar, þar verður hægt að kaupa handrit og leikhúsbækur. Svo erum við með nýja fræðsludeild sem ég kem einnig til með að efla enn frekar,“ segir Kristín og bætir við að hún vilji setja upp fleiri íslensk, frumsamin verk og styrkja þannig höfundastarfið í leikhúsinu. „Ég mun leggja mesta áherslu á fólkið í leikhúsinu og að búa til gott og faglegt leikhús.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir, um stöðu útvarpsstjóra og fékk á dögunum. Nokkrir umsækjendur óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það var mjög gaman að fá símtalið og ég var djúpt snortin yfir viðbrögðum starfsfólks leikhússins þegar stjórnin tilkynnti að ég fengi stöðuna,“ segir Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri, en tilkynnt var í gær að hún myndi taka við af Magnúsi Geir Þórðarsyni sem borgarleikhússtjóri. „Ég er að taka við mjög góðu búi,“ segir Kristín, og segir sig ætla að halda áfram á sömu braut, þó með einhverjum áherslubreytingum. „Næsta leikár hefur þegar verið skipulagt og við komum til með að halda okkur við það að mestu leyti.“ Kristín vill efla íslenska leikritun og opna leikhúsið almenningi í auknum mæli. „Ég ætla að opna anddyrið og hér verður starfrækt kaffihús og bar, þar verður hægt að kaupa handrit og leikhúsbækur. Svo erum við með nýja fræðsludeild sem ég kem einnig til með að efla enn frekar,“ segir Kristín og bætir við að hún vilji setja upp fleiri íslensk, frumsamin verk og styrkja þannig höfundastarfið í leikhúsinu. „Ég mun leggja mesta áherslu á fólkið í leikhúsinu og að búa til gott og faglegt leikhús.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir, um stöðu útvarpsstjóra og fékk á dögunum. Nokkrir umsækjendur óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira