Fann gersemi eftir Goodhall Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 11:00 Fimmtíu manns eru í Kór Akraneskirkju og með honum koma fram þrír einsöngvarar á tónleikunum um helgina. „Þetta tónverk eftir Goodall er mikil gersemi sem ekki hefur verið flutt hér á landi áður í heild sinni. Ég fann það á netinu í janúar í fyrra og við höfum flutt nokkur brot úr því síðan en nú ákváðum við að taka það allt,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, stjórnandi kórs Akraneskirkju, um sálumessuna Eternal Light sem kórinn flytur á sunnudag. Í kórnum eru 50 manns, gott söngfólk að sögn Sveins, og hann segir það hafa lagt mikið á sig við þetta verkefni. Einsöngvarar á tónleikunum eru Björg Þórhallsdóttir sópran, Einar Clausen tenór og Halldór Hallgrímsson tenór en hann er einnig félagi í kórnum. Um hljóðfæraleik sjá Birgir Þórisson sem leikur á orgel, Viðar Guðmundsson píanóleikari, Kristín Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Sophie Schoonjans hörpuleikari.Sveinn Arnar Sæmundsson stjórnandi kórsins.Tónleikastaðurinn er autt verslunarhús að Kalmansvöllum 1 á Akranesi. Sveinn Arnar segir hljóma sérlega vel þar. „Það er svona kirkjuhljómur,“ segir hann ánægjulegur. Spurður hvort Skagamenn eigi ekki fínan tónleikasal í Tónlistarskólanum svarar hann: „Jú, hann er mjög fínn en sviðið er of lítið. Við þurfum að koma fyrir píanói, litlu pípuorgeli, hörpu og kontrabassa. Kirkjan okkar er líka of lítil og með slæman hljómburð en við gerum salinn í gamla Nettó fínan. Ég hugsa að við komum 350 manns þar inn. Svo endurflytjum við sálumessuna í Háteigskirkju 8. mars.“ Howard Goodall er vinsælt tónskáld í Bretlandi. Hann býr til tónlist fyrir söngleiki, kóra, kvikmyndir og sjónvarpsþætti og hefur meðal annars samið tónlist í þættina um Mr. Bean og Blackadder. Sálumessuna Eternal Light samdi hann 2008 og árið 2009 hlaut hann BRIT-verðlaunin fyrir hana. Sálumessur eru og voru oftast samdar til minningar um látna einstaklinga en í Eternal Light fléttar tónskáldið inn í sitt verk ljóð eftir ensk ljóðskáld sem eru ekki síður hugsuð fyrir þá sem eftir standa. Fallegir textar með sterk skilaboð. Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta tónverk eftir Goodall er mikil gersemi sem ekki hefur verið flutt hér á landi áður í heild sinni. Ég fann það á netinu í janúar í fyrra og við höfum flutt nokkur brot úr því síðan en nú ákváðum við að taka það allt,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, stjórnandi kórs Akraneskirkju, um sálumessuna Eternal Light sem kórinn flytur á sunnudag. Í kórnum eru 50 manns, gott söngfólk að sögn Sveins, og hann segir það hafa lagt mikið á sig við þetta verkefni. Einsöngvarar á tónleikunum eru Björg Þórhallsdóttir sópran, Einar Clausen tenór og Halldór Hallgrímsson tenór en hann er einnig félagi í kórnum. Um hljóðfæraleik sjá Birgir Þórisson sem leikur á orgel, Viðar Guðmundsson píanóleikari, Kristín Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Sophie Schoonjans hörpuleikari.Sveinn Arnar Sæmundsson stjórnandi kórsins.Tónleikastaðurinn er autt verslunarhús að Kalmansvöllum 1 á Akranesi. Sveinn Arnar segir hljóma sérlega vel þar. „Það er svona kirkjuhljómur,“ segir hann ánægjulegur. Spurður hvort Skagamenn eigi ekki fínan tónleikasal í Tónlistarskólanum svarar hann: „Jú, hann er mjög fínn en sviðið er of lítið. Við þurfum að koma fyrir píanói, litlu pípuorgeli, hörpu og kontrabassa. Kirkjan okkar er líka of lítil og með slæman hljómburð en við gerum salinn í gamla Nettó fínan. Ég hugsa að við komum 350 manns þar inn. Svo endurflytjum við sálumessuna í Háteigskirkju 8. mars.“ Howard Goodall er vinsælt tónskáld í Bretlandi. Hann býr til tónlist fyrir söngleiki, kóra, kvikmyndir og sjónvarpsþætti og hefur meðal annars samið tónlist í þættina um Mr. Bean og Blackadder. Sálumessuna Eternal Light samdi hann 2008 og árið 2009 hlaut hann BRIT-verðlaunin fyrir hana. Sálumessur eru og voru oftast samdar til minningar um látna einstaklinga en í Eternal Light fléttar tónskáldið inn í sitt verk ljóð eftir ensk ljóðskáld sem eru ekki síður hugsuð fyrir þá sem eftir standa. Fallegir textar með sterk skilaboð.
Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira