Reynir náði saman úrvalsliði djassista Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 13:00 Flytjendur á tónleikunum eru Kvintett Reynis Sigurðssonar, Kammerkór Mosfellsbæjar, Símon H. Ívarsson og Heiðrún Guðvarðardóttir. „Við Reynir Sigurðsson, sem spilaði djass með Gunnari Reyni Sveinssyni, sameinuðum krafta okkar í undirbúningi þessara tónleika og kölluðum til fólk í kringum okkur. Reynir náði saman úrvalsliði djassista,“ segir Símon H. Ívarsson tónlistarmaður. Gunnar Reynir hefði orðið áttræður í júlí á síðasta ári, hefði hann lifað en hann lést 2008, á 75 aldursári. Mörg þekkt verk hans verða flutt á tónleikunum sem eru á vegum Listafélags Háteigskirkju. „Við viljum vekja athygli á verkum Gunnars Reynis því hann var einn merkasti tónlistarmaður Íslands á 20. öld,“ segir Símon sem kveðst hafa unnið með Gunnari Reyni síðustu árin hans, meðal annars gefið út disk eftir hann sem heitir Glíman við Glám. Hann segir Gunnar Reyni hafa verið sérstakt tónskáld sem sameinaði djass og nútímatónlist, auk klassískrar hefðar. „Gunnar Reynir var ekki dæmigert nútímatónskáld heldur notaði hefðina. Slíkt var á sínum tíma bannað en nú berjast menn um að gera það,“ lýsir hann. Í Kvintett Reynis Sigurðssonar eru auk Reynis, sem spilar á víbrafón, Sigurður Flosason á saxófón og flautu, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á slagverk. Þá leikur Símon H. Ívarsson einleik á gítar og Heiðrún Guðvarðardóttir syngur einsöng og Símon leikur með á gítar. Einnig syngur Kammerkór Mosfellsbæjar nokkur kórverk Gunnars með áherslu á lög hans við ljóð eftir Halldór Laxness. Símon segir Gunnar hafa átt erfiða daga vegna vanheilsu síðustu árin eins og mörg tónskáld sögunnar. „Hann samdi samt tónlist til hinstu stundar og dó við skrifborðið. Til dæmis gerði hann geysilega mörg sönglög en þau heyrast ekki mikið. Vonandi á tíminn eftir að vinna úr því.“ Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við Reynir Sigurðsson, sem spilaði djass með Gunnari Reyni Sveinssyni, sameinuðum krafta okkar í undirbúningi þessara tónleika og kölluðum til fólk í kringum okkur. Reynir náði saman úrvalsliði djassista,“ segir Símon H. Ívarsson tónlistarmaður. Gunnar Reynir hefði orðið áttræður í júlí á síðasta ári, hefði hann lifað en hann lést 2008, á 75 aldursári. Mörg þekkt verk hans verða flutt á tónleikunum sem eru á vegum Listafélags Háteigskirkju. „Við viljum vekja athygli á verkum Gunnars Reynis því hann var einn merkasti tónlistarmaður Íslands á 20. öld,“ segir Símon sem kveðst hafa unnið með Gunnari Reyni síðustu árin hans, meðal annars gefið út disk eftir hann sem heitir Glíman við Glám. Hann segir Gunnar Reyni hafa verið sérstakt tónskáld sem sameinaði djass og nútímatónlist, auk klassískrar hefðar. „Gunnar Reynir var ekki dæmigert nútímatónskáld heldur notaði hefðina. Slíkt var á sínum tíma bannað en nú berjast menn um að gera það,“ lýsir hann. Í Kvintett Reynis Sigurðssonar eru auk Reynis, sem spilar á víbrafón, Sigurður Flosason á saxófón og flautu, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á slagverk. Þá leikur Símon H. Ívarsson einleik á gítar og Heiðrún Guðvarðardóttir syngur einsöng og Símon leikur með á gítar. Einnig syngur Kammerkór Mosfellsbæjar nokkur kórverk Gunnars með áherslu á lög hans við ljóð eftir Halldór Laxness. Símon segir Gunnar hafa átt erfiða daga vegna vanheilsu síðustu árin eins og mörg tónskáld sögunnar. „Hann samdi samt tónlist til hinstu stundar og dó við skrifborðið. Til dæmis gerði hann geysilega mörg sönglög en þau heyrast ekki mikið. Vonandi á tíminn eftir að vinna úr því.“
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira