Tónlistarmenn heimsóttir Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 2. mars 2014 15:00 Addi Intro Beats og Guðni Impulze stjórna þættinum Á bak við borðin. Jóhann K. Jóhannsson Tónlistarmennirnir Addi Intro Beats og Guðni Impulze eða Ársæll Þór Ingvason og Guðni Einarsson sjá um þáttinn Á bak við borðin sem sýndur er á Vísi og Popp Tíví. Í þáttunum heimsækja þeir bæði þekkta og óþekkta tónlistarmenn í stúdíóin þeirra, grennslast fyrir um vinnuferli þeirra og hvernig þeir búa til músík. „Hugmyndin á bak við þættina er sú að sýna fram á að það getur hver sem er búið til tónlist, það þarf ekki að vera eitthvert stórt nafn eða að eiga bestu græjurnar til að geta gert eitthvað. Ef fólk er með góða hugmynd, kemst í fartölvu og getur hlaðið niður tónlistarforritum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að það geti búið til flotta tónlist,“ segir Addi Intro Beats. Hann segir þáttinn vera fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á öllu því sem viðkemur tónlist og græjum. „Þættirnir eru mjög fjölbreyttir, við erum að fjalla um allt frá byrjendum í tónlist til Gusgus. Fólkið sem er í þáttunum er ekkert endilega fólk sem allir kannast við eða hefur mikið verið fjallað um. Það er þekkt í ákveðnum senum og þeir sem eru tengdir inn í senurnar vita hvert það er. Við erum að reyna að sýna fólk sem hefur fengið minni athygli en á hana skilið samt sem áður.“ Adda Intro Beats finnst vanta meiri umræður um tónlistarfólk hér heima. „Það er alltaf verið að tala um sömu tónlistarmennina og sömu böndin ár eftir ár. Það er alltaf sama fólkið sem fær styrki og umfjöllun en það er til fullt af fólki sem er að gera góða hluti en fær ekki umfjöllun af því að færri tengja við það. Hugmyndin að þáttunum sprettur út frá því að ég var að skoða myndbönd á netinu af listamönnum sem ég lít upp til. Mér finnst mjög áhugavert að sjá inn í stúdíóin þeirra og fylgjast með þeim í raunveruleikanum en ekki bara í hefðbundnum viðtölum. Ég reyni að ná viðmælendum Á bak við borðin á persónulegu nóturnar.“ Þættirnir eru gerðir í samstarfi við stúdíóið Hljóðheima sem Guðni Impulze rekur. „Hljóðheimar eru með ýmiss konar námskeið þar sem kennt er að semja tónlist. Þessi námskeið eru góð fyrir þá sem vilja bæta við tónlistina sína eða læra eitthvað um tónlist án þess að fara í langt og dýrt nám.“Þættina má nálgast á Vísir Sjónvarp undir flokknum Hljóðheimar. Hljóðheimar Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Tónlistarmennirnir Addi Intro Beats og Guðni Impulze eða Ársæll Þór Ingvason og Guðni Einarsson sjá um þáttinn Á bak við borðin sem sýndur er á Vísi og Popp Tíví. Í þáttunum heimsækja þeir bæði þekkta og óþekkta tónlistarmenn í stúdíóin þeirra, grennslast fyrir um vinnuferli þeirra og hvernig þeir búa til músík. „Hugmyndin á bak við þættina er sú að sýna fram á að það getur hver sem er búið til tónlist, það þarf ekki að vera eitthvert stórt nafn eða að eiga bestu græjurnar til að geta gert eitthvað. Ef fólk er með góða hugmynd, kemst í fartölvu og getur hlaðið niður tónlistarforritum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að það geti búið til flotta tónlist,“ segir Addi Intro Beats. Hann segir þáttinn vera fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á öllu því sem viðkemur tónlist og græjum. „Þættirnir eru mjög fjölbreyttir, við erum að fjalla um allt frá byrjendum í tónlist til Gusgus. Fólkið sem er í þáttunum er ekkert endilega fólk sem allir kannast við eða hefur mikið verið fjallað um. Það er þekkt í ákveðnum senum og þeir sem eru tengdir inn í senurnar vita hvert það er. Við erum að reyna að sýna fólk sem hefur fengið minni athygli en á hana skilið samt sem áður.“ Adda Intro Beats finnst vanta meiri umræður um tónlistarfólk hér heima. „Það er alltaf verið að tala um sömu tónlistarmennina og sömu böndin ár eftir ár. Það er alltaf sama fólkið sem fær styrki og umfjöllun en það er til fullt af fólki sem er að gera góða hluti en fær ekki umfjöllun af því að færri tengja við það. Hugmyndin að þáttunum sprettur út frá því að ég var að skoða myndbönd á netinu af listamönnum sem ég lít upp til. Mér finnst mjög áhugavert að sjá inn í stúdíóin þeirra og fylgjast með þeim í raunveruleikanum en ekki bara í hefðbundnum viðtölum. Ég reyni að ná viðmælendum Á bak við borðin á persónulegu nóturnar.“ Þættirnir eru gerðir í samstarfi við stúdíóið Hljóðheima sem Guðni Impulze rekur. „Hljóðheimar eru með ýmiss konar námskeið þar sem kennt er að semja tónlist. Þessi námskeið eru góð fyrir þá sem vilja bæta við tónlistina sína eða læra eitthvað um tónlist án þess að fara í langt og dýrt nám.“Þættina má nálgast á Vísir Sjónvarp undir flokknum Hljóðheimar.
Hljóðheimar Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira