Það er kominn köttur í ból bjarnar Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Það sem svíður og spælir þessa dagana er vanmáttur lýðveldisins gagnvart ríkisstjórninni. Mér líður eins og það hafi verið brotið svo illilega á mér að ég tárast. Samt kaus ég ekki þessa ríkisstjórn og hef raunar skammarlega lítið kynnt mér kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið. En mér líður eins og allt sé að fara úr böndunum og að svik séu jafnsjálfsögð og álegg á brauð. Og ég er svo leið yfir þessu að ég get ekki einu sinni skrifað um þetta. Svo nóg um það. Amma mín kom að máli við mig um daginn og spurði hvort ég ætlaði ekkert að láta þjóðina vita að kötturinn minn væri fundinn. Ég mundi þá eftir því að ég hafði skrifað um dularfulla kattarhvarfið síðastliðið sumar. Ég veit ekki hvort þjóðin hefur beðið með öndina í hálsinum síðan þá, en sem sagt: Kisi er fundinn. Ogheimilið er undirlagt í meðvirkni. Þessum ágæta ketti er klappað og kembt viðstöðulaust fram á kvöld. Þegar hann tekur sér stöðu við svefnherbergisdyrnar, mænir á heimilismenn og hugsar: „Er einhver til í að drullast upp í rúm svo ég geti lagt mig almennilega?“ hlýði ég bara. Svo ligg ég dágóða stund með opin augun og stari upp í loft, enda klukkan ekki orðin margt. Og kisi malar. Ýmislegt fer í gegnum huga minn, eins og til dæmis hvort ég gæti hugsanlega náð bókinni sem liggur á gólfinu, án þess að hreyfa við kisa, en þá dettur mér í hug að kannski vilji hann hafa ljósin slökkt. Auk þess er ég bara með aðra höndina lausa því kötturinn hefur vafið sig um hina. Svo ég ligg bara og stari. Þegar ég loksins sofna vaknar kisi og stekkur stystu leið úr rúminu – með viðkomu á maganum á mér. Kisafinnst ekkert tiltökumál hvort aðildarviðræðum við ESB verði haldið til streitu, en ég er ansi hrædd um að hann myndi bara láta sig hverfa ef honum þætti vistin ekki góð heima. Svo ég stend við mitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun
Það sem svíður og spælir þessa dagana er vanmáttur lýðveldisins gagnvart ríkisstjórninni. Mér líður eins og það hafi verið brotið svo illilega á mér að ég tárast. Samt kaus ég ekki þessa ríkisstjórn og hef raunar skammarlega lítið kynnt mér kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið. En mér líður eins og allt sé að fara úr böndunum og að svik séu jafnsjálfsögð og álegg á brauð. Og ég er svo leið yfir þessu að ég get ekki einu sinni skrifað um þetta. Svo nóg um það. Amma mín kom að máli við mig um daginn og spurði hvort ég ætlaði ekkert að láta þjóðina vita að kötturinn minn væri fundinn. Ég mundi þá eftir því að ég hafði skrifað um dularfulla kattarhvarfið síðastliðið sumar. Ég veit ekki hvort þjóðin hefur beðið með öndina í hálsinum síðan þá, en sem sagt: Kisi er fundinn. Ogheimilið er undirlagt í meðvirkni. Þessum ágæta ketti er klappað og kembt viðstöðulaust fram á kvöld. Þegar hann tekur sér stöðu við svefnherbergisdyrnar, mænir á heimilismenn og hugsar: „Er einhver til í að drullast upp í rúm svo ég geti lagt mig almennilega?“ hlýði ég bara. Svo ligg ég dágóða stund með opin augun og stari upp í loft, enda klukkan ekki orðin margt. Og kisi malar. Ýmislegt fer í gegnum huga minn, eins og til dæmis hvort ég gæti hugsanlega náð bókinni sem liggur á gólfinu, án þess að hreyfa við kisa, en þá dettur mér í hug að kannski vilji hann hafa ljósin slökkt. Auk þess er ég bara með aðra höndina lausa því kötturinn hefur vafið sig um hina. Svo ég ligg bara og stari. Þegar ég loksins sofna vaknar kisi og stekkur stystu leið úr rúminu – með viðkomu á maganum á mér. Kisafinnst ekkert tiltökumál hvort aðildarviðræðum við ESB verði haldið til streitu, en ég er ansi hrædd um að hann myndi bara láta sig hverfa ef honum þætti vistin ekki góð heima. Svo ég stend við mitt.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun