Íslenskur djass frumfluttur á Björtuloftum Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. febrúar 2014 10:00 ASA tríóið ætlar að frumflytja nýjan og íslenskan djass á Björtuloftum í kvöld. mynd/daníel starrason „Við erum að fara að leika mikið af tiltölulega nýju efni sem við ætlum að fara með í hljóðver á næstunni,“ segir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari ASA tríósins sem kemur fram á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu sem fram fara í kvöld. ASA tríóið er skipað miklum fagmönnum í tónlistargeiranum og varð eiginlega til fyrir tilviljun, þegar Andrés Þór hóaði í Agnar Má Magnússon og Scott Mclemore fyrir lítið gigg á djasshátíð Reykjavíkur 2005. Hafa þeir getið sér gott orð síðan fyrir túlkun á afar fjölbreyttu efni, meðal annars frá Jimi Hendrix, Fionu Apple, John Coltrane og Thelonious Monk. „Við tökum þó bara frumsamið efni í kvöld þó að við höfum tekið efni eftir aðra áður. Við höfum meðal annars leikið efni eftir Red Hot Chili Peppers,“ segir Andrés léttur í lundu. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans og fara fram í Björtuloftum í Hörpu. „Þetta er nýr tónleikastaður sem hýsir tónleika Múlans. Mér líst vel á hann og ég held að það geti orðið ansi flott og góð djassstemning þarna.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Það kostar 1.500 krónur inn og 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara en miðasalan fer fram á Midi.is. Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við erum að fara að leika mikið af tiltölulega nýju efni sem við ætlum að fara með í hljóðver á næstunni,“ segir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari ASA tríósins sem kemur fram á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu sem fram fara í kvöld. ASA tríóið er skipað miklum fagmönnum í tónlistargeiranum og varð eiginlega til fyrir tilviljun, þegar Andrés Þór hóaði í Agnar Má Magnússon og Scott Mclemore fyrir lítið gigg á djasshátíð Reykjavíkur 2005. Hafa þeir getið sér gott orð síðan fyrir túlkun á afar fjölbreyttu efni, meðal annars frá Jimi Hendrix, Fionu Apple, John Coltrane og Thelonious Monk. „Við tökum þó bara frumsamið efni í kvöld þó að við höfum tekið efni eftir aðra áður. Við höfum meðal annars leikið efni eftir Red Hot Chili Peppers,“ segir Andrés léttur í lundu. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans og fara fram í Björtuloftum í Hörpu. „Þetta er nýr tónleikastaður sem hýsir tónleika Múlans. Mér líst vel á hann og ég held að það geti orðið ansi flott og góð djassstemning þarna.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Það kostar 1.500 krónur inn og 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara en miðasalan fer fram á Midi.is.
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira