Íslendingar héldu vel utan um Ben Stiller 20. febrúar 2014 17:30 Einar Tómasson Vísir/Daníel Film in Iceland, verkefni sem vinnur að því að fá erlendar kvikmyndir til landsins, var það eina utan Bandaríkjanna sem The Location Manager Guild of America tilnefndi til verðlauna nú á dögunum, fyrir að þjónusta kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty. „Þetta er vottur um að það hafi tekist vel hjá okkur undanfarin ár að laða erlend kvikmyndaverkefni til landsins,“ segir Einar Tómasson, sem hefur stýrt Film in Iceland síðastliðinn áratug. „Og að það er ánægja með þau verkefni sem við höfum stýrt til landsins.“ Film in Iceland er verkefni sem rekið er af iðnaðarráðuneytinu innan Íslandsstofu. „Verkefnin sem hafa komið til landsins hafa gengið mjög vel og þess vegna koma erlendir framleiðendur aftur og aftur. Framleiðslufyrirtækið sem skaut Walter Mitty skaut árið á undan kvikmyndina Prometheus hér á landi. Þeim leið nógu og vel til að koma aftur sem er náttúrulega frábært,“ heldur hann áfram, en Einar leggur mikið upp úr því að þeir kvikmyndaframleiðendur sem taki upp hér á landi kynni Ísland samhliða kvikmyndinni. „Það hefur gengið vel og okkur hefur tekist að fylgja eftir landkynningunni, eins og til dæmis með Walter Mitty þar sem Ísland var hluti af auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Ben Stiller ræddi Ísland í spjallþáttum og viðtölum vestan hafs og þar fram eftir götunum,“ útskýrir Einar. En Einar segir margt spila inn í. „Það eru þjónustufyrirtækin og þeir sem vinna að verkefnunum sem láta Film in Iceland líta vel út og við erum ánægð með að taka við tilnefningunni fyrir allan þennan hóp,“ segir hann að lokum.Hlutverk Location Manager er yfirleitt mest í byrjun verkefna. Þeir fara þá og finna hentuga tökustaði en halda svo áfram að stýra öllu því praktíska í kringum tökurnar. Það kemur til dæmis í hlut Location Manager að fá ýmis leyfi sem þarf að fá, ræða við stjórnvöld, vera í samskiptum við þjónustufyrirtæki og þar fram eftir götunum. Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Film in Iceland, verkefni sem vinnur að því að fá erlendar kvikmyndir til landsins, var það eina utan Bandaríkjanna sem The Location Manager Guild of America tilnefndi til verðlauna nú á dögunum, fyrir að þjónusta kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty. „Þetta er vottur um að það hafi tekist vel hjá okkur undanfarin ár að laða erlend kvikmyndaverkefni til landsins,“ segir Einar Tómasson, sem hefur stýrt Film in Iceland síðastliðinn áratug. „Og að það er ánægja með þau verkefni sem við höfum stýrt til landsins.“ Film in Iceland er verkefni sem rekið er af iðnaðarráðuneytinu innan Íslandsstofu. „Verkefnin sem hafa komið til landsins hafa gengið mjög vel og þess vegna koma erlendir framleiðendur aftur og aftur. Framleiðslufyrirtækið sem skaut Walter Mitty skaut árið á undan kvikmyndina Prometheus hér á landi. Þeim leið nógu og vel til að koma aftur sem er náttúrulega frábært,“ heldur hann áfram, en Einar leggur mikið upp úr því að þeir kvikmyndaframleiðendur sem taki upp hér á landi kynni Ísland samhliða kvikmyndinni. „Það hefur gengið vel og okkur hefur tekist að fylgja eftir landkynningunni, eins og til dæmis með Walter Mitty þar sem Ísland var hluti af auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Ben Stiller ræddi Ísland í spjallþáttum og viðtölum vestan hafs og þar fram eftir götunum,“ útskýrir Einar. En Einar segir margt spila inn í. „Það eru þjónustufyrirtækin og þeir sem vinna að verkefnunum sem láta Film in Iceland líta vel út og við erum ánægð með að taka við tilnefningunni fyrir allan þennan hóp,“ segir hann að lokum.Hlutverk Location Manager er yfirleitt mest í byrjun verkefna. Þeir fara þá og finna hentuga tökustaði en halda svo áfram að stýra öllu því praktíska í kringum tökurnar. Það kemur til dæmis í hlut Location Manager að fá ýmis leyfi sem þarf að fá, ræða við stjórnvöld, vera í samskiptum við þjónustufyrirtæki og þar fram eftir götunum.
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira