Bara til bráðabirgða Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Þetta er nógu gott, svona til bráðabirgða, hugsaði ég með sjálfri mér og límdi filmu yfir síðustu rúðuna í útidyrahurðinni. Ég var búin að líma yfir sex rúður, með mattri plastfilmu sem fékkst á rúllum. Ódýrari týpan. Sú dýrari hefði litið betur út komin á glerið, ég segi það ekki, með sanseraðri áferð! En þessi var látin duga. Til bráðabirgða. Það hvarflaði líka að mér að sú dýrari hefði verið auðveldari í uppsetningu, þar sem ég skóf til hliðanna lofbólur með litlum gráðuboga, eina áhaldinu sem ég fann til verksins. Filman lét ekki vel að stjórn og að verki loknu voru enn litlar lofbólur hér og þar undir filmunni. En þetta yrði látið duga, svona til bráðabirgða. Innst inni vissi ég auðvitað að filman yrði þarna til eilífðarnóns. „Til bráðabirgða“ hefur nefnilega tilhneigingu til að togna vel í annan endann. Ég hafði einsett mér að í þeim búferlaflutningum sem fjölskyldan hefur staðið í síðustu daga yrðu hlutirnir fullkláraðir strax. Ekkert hálfkák liðið. Sérstaklega þar sem síðustu vikurnar á gamla staðnum höfðu einmitt farið í að ljúka ýmsum atriðum sem áttu alltaf að vera „bara til bráðabirgða“ en höfðu ílengst. Enda voru hlutirnir teknir með trompi á nýja staðnum, til að byrja með. Málað í hólf og gólf og drifið upp úr kössum. Hillur ruku upp á vegg og mottur flettust yfir gólfin. Sorterað var ofan í skúffur og raðað í geymslur. Varla gafst tími til að borða, svo mikill var atgangurinn. Fljótlega dró þó af okkur. Búferlaflutningar eru mikið verk og brátt var farið að kasta til höndum. Setningar eins og: „Æ, sturtaðu þessu bara hér, ég tek þetta síðar,“ og „Hengdu þetta bara þarna, við lögum það á eftir,“ fóru að heyrast æ oftar. Við látum auðvitað eins og allt þetta hálfkák verði fullklárað síðar. Þegar filman er loks komin upp skrifa ég nöfnin okkar á lúinn bréfmiða, fyrir póstinn, og festi hann á útidyrahurðina með límbandi. Það sleppur alveg, svona til bráðabirgða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun
Þetta er nógu gott, svona til bráðabirgða, hugsaði ég með sjálfri mér og límdi filmu yfir síðustu rúðuna í útidyrahurðinni. Ég var búin að líma yfir sex rúður, með mattri plastfilmu sem fékkst á rúllum. Ódýrari týpan. Sú dýrari hefði litið betur út komin á glerið, ég segi það ekki, með sanseraðri áferð! En þessi var látin duga. Til bráðabirgða. Það hvarflaði líka að mér að sú dýrari hefði verið auðveldari í uppsetningu, þar sem ég skóf til hliðanna lofbólur með litlum gráðuboga, eina áhaldinu sem ég fann til verksins. Filman lét ekki vel að stjórn og að verki loknu voru enn litlar lofbólur hér og þar undir filmunni. En þetta yrði látið duga, svona til bráðabirgða. Innst inni vissi ég auðvitað að filman yrði þarna til eilífðarnóns. „Til bráðabirgða“ hefur nefnilega tilhneigingu til að togna vel í annan endann. Ég hafði einsett mér að í þeim búferlaflutningum sem fjölskyldan hefur staðið í síðustu daga yrðu hlutirnir fullkláraðir strax. Ekkert hálfkák liðið. Sérstaklega þar sem síðustu vikurnar á gamla staðnum höfðu einmitt farið í að ljúka ýmsum atriðum sem áttu alltaf að vera „bara til bráðabirgða“ en höfðu ílengst. Enda voru hlutirnir teknir með trompi á nýja staðnum, til að byrja með. Málað í hólf og gólf og drifið upp úr kössum. Hillur ruku upp á vegg og mottur flettust yfir gólfin. Sorterað var ofan í skúffur og raðað í geymslur. Varla gafst tími til að borða, svo mikill var atgangurinn. Fljótlega dró þó af okkur. Búferlaflutningar eru mikið verk og brátt var farið að kasta til höndum. Setningar eins og: „Æ, sturtaðu þessu bara hér, ég tek þetta síðar,“ og „Hengdu þetta bara þarna, við lögum það á eftir,“ fóru að heyrast æ oftar. Við látum auðvitað eins og allt þetta hálfkák verði fullklárað síðar. Þegar filman er loks komin upp skrifa ég nöfnin okkar á lúinn bréfmiða, fyrir póstinn, og festi hann á útidyrahurðina með límbandi. Það sleppur alveg, svona til bráðabirgða.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun