Candy Crush á markað Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 08:00 Candy Crush Saga hefur náð gríðarlegum vinsældum. Framleiðandi snjalltækjaleiksins vinsæla Candy Crush Saga er á leið með fyrirtæki sitt á markað. Hann mun ætla sér að ná inn 500 milljónum Bandaríkjadala með hlutafjárútboðinu. Fyrirtækið King Digital Entertainment PLC, sem framleiðir einnig leikinn Pet Rescue Saga hefur ekki afhjúpað hversu margir hlutir verða til sölu. Candy Crush Saga var sá ókeypis leikur sem mest var hlaðið niður á bæði iPhone og iPad árið 2013, og hafði þar betur gegn snjalltækjaforritunum vinsælu Facebook, Google Maps og YouTube. Í desember spiluðu 93 milljónir notenda leikinn daglega, 15 milljónir spiluðu Pet Rescue Saga á sama tíma. Framleiðandinn sagði að í hlutafjárútboðinu yrðu hlutir til sölu bæði frá fyrirtækinu sjálfu sem og núverandi hluthöfum. Fyrirtækið, sem er írskt, hyggst nota hagnaðinn af sölunni til að auka rekstrarfé sitt sem og mögulega til kaupa á öðrum fyrirtækjum. Enginn arður verður greiddur út. Fyrirtækið hagnaðist um 567,6 milljónir dollara árið 2013 samanborið við aðeins 7,8 milljón dollara hagnað árið 2012. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina í New York undir heitinu „King“. Leikjavísir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Framleiðandi snjalltækjaleiksins vinsæla Candy Crush Saga er á leið með fyrirtæki sitt á markað. Hann mun ætla sér að ná inn 500 milljónum Bandaríkjadala með hlutafjárútboðinu. Fyrirtækið King Digital Entertainment PLC, sem framleiðir einnig leikinn Pet Rescue Saga hefur ekki afhjúpað hversu margir hlutir verða til sölu. Candy Crush Saga var sá ókeypis leikur sem mest var hlaðið niður á bæði iPhone og iPad árið 2013, og hafði þar betur gegn snjalltækjaforritunum vinsælu Facebook, Google Maps og YouTube. Í desember spiluðu 93 milljónir notenda leikinn daglega, 15 milljónir spiluðu Pet Rescue Saga á sama tíma. Framleiðandinn sagði að í hlutafjárútboðinu yrðu hlutir til sölu bæði frá fyrirtækinu sjálfu sem og núverandi hluthöfum. Fyrirtækið, sem er írskt, hyggst nota hagnaðinn af sölunni til að auka rekstrarfé sitt sem og mögulega til kaupa á öðrum fyrirtækjum. Enginn arður verður greiddur út. Fyrirtækið hagnaðist um 567,6 milljónir dollara árið 2013 samanborið við aðeins 7,8 milljón dollara hagnað árið 2012. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina í New York undir heitinu „King“.
Leikjavísir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira