Lífið

Kalda vel tekið á tískuvikunni í London

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Katrín Alda stefnir á að opna Kalda.com á næstu dögum.
Katrín Alda stefnir á að opna Kalda.com á næstu dögum. mynd/siljamagg
„Það gengur mjög vel og við höfum fengið góðar viðtökur,“ segir Katrín Alda Rafnsdóttir, fatahönnuðurinn á bakvið merkið Kalda, en hún er stödd á tískuvikunni í London.

Tískuvikan hófst um helgina og sýnir Katrín Alda á sýningunni Re Present þar sem heitustu fatamerki Skandinavíu sýna fatalínur sínar væntanlegum kaupendum.

Kalda er eina íslenska merkið á sýningunni en þar er meðal annars að finna sænsku fatamerkin Carin Wester, Minimarket, Altewai Saome og Back by Anne Sofie Back.

Katrín Alda flutti til London fyrir ári síðan þar sem hún vinnur að því að koma fatamerki sínu á framfæri. Nú fæst Kalda meðal annars í bresku versluninni Liberty.

„Við höfum náð að hitta allt það innkaupafólk sem við vildum hér á sýningunni og ég er ánægð með það. Í lok mánaðarins förum við svo til Parísar með fatalínuna,“ segir Katrín Alda sem einnig stefnir á að opna netverslunina Kalda.com í vikunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.