Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Mikael Torfason skrifar 17. febrúar 2014 11:01 Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum í greinargerð sem fylgir tillögu til þingsályktunar og þau hyggjast leggja fram á næstunni og á að boða nýja og mannúðlegri stefnu í vímuefnamálum á Íslandi. Kofi Annan segir að núverandi stefna, sem felur í sér hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum, virki ekki: „Við þurfum að horfa á stefnuna og spyrja okkur einlæglega og heiðarlega: Virkar hún? Ef hún virkar ekki, höfum við þá hugrekki til að breyta henni?“ Margt bendir til þess að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hafi hugrekkið sem Kofi Annan kallar eftir. „Ég er mjög hallur undir þá skoðun að við eigum að reyna að afglæpavæða neysluna í þessum málum,“ sagði ráðherrann á fundi sem ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík stóðu fyrir í síðustu viku. Kristján Þór er einn fjölmargra sem hafa lýst yfir miklum efasemdum um ríkjandi stefnu í fíkniefnamálum. Annar skoðanabróðir hans, Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur áratugum saman talað fyrir breyttri stefnu og hann var á fundinum. „Ráðherra Sjálfstæðisflokksins er að ganga lengra í átt skynseminnar með þessari afstöðu sinni. Núverandi stefna er stefna þekkingarleysis, fordóma og ákveðins vanmáttar,“ sagði Jón Steinar og útskýrði nánar í fréttum Stöðvar 2 á föstudagskvöld þegar hann sagði að við sendum börnin okkar, sem leiðast út í neyslu á fíkniefnum, á Litla-Hraun í stað þess að veita þeim heilbrigðisþjónustu. Í prinsippinu snýst þingsályktunartillaga Pírata og málflutningur þeirra Kristjáns Þórs Júlíussonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar um að taka upp mannúðlegri stefnu. Við getum ekki haldið áfram að refsa fólki með fíknisjúkdóma og eftirlátið glæpagengjum að selja því vímuefnin. Við sem samfélag berum meiri ábyrgð en það. Stríð okkar Íslendinga gegn fíkniefnum er innflutt, að mestu frá Bandaríkjunum, en það var Richard Nixon sem hóf þessa blóðugu baráttu fyrir um 40 árum eða svo. Vestra eru margir að vakna til vitundar um að þetta stríð sé tapað og í tveimur ríkjum Bandaríkjanna er neysla, varsla og sala á marijúana lögleg. Þetta er aðeins upphafið. Þótt öll rök hnígi að lögleiðingu fíkniefna og því að tekin verði upp mannúðlegri stefna eru enn skiptar skoðanir hér á landi. Í dag ætla sjálfstæðismenn að ræða í þingflokki sínum um afglæpavæðingu fíkniefna. Umræðan er tekin upp í kjölfar ummæla Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Nú er spurning hvort fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokks séu jafn hugrakkir og Kristján Þór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum í greinargerð sem fylgir tillögu til þingsályktunar og þau hyggjast leggja fram á næstunni og á að boða nýja og mannúðlegri stefnu í vímuefnamálum á Íslandi. Kofi Annan segir að núverandi stefna, sem felur í sér hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum, virki ekki: „Við þurfum að horfa á stefnuna og spyrja okkur einlæglega og heiðarlega: Virkar hún? Ef hún virkar ekki, höfum við þá hugrekki til að breyta henni?“ Margt bendir til þess að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hafi hugrekkið sem Kofi Annan kallar eftir. „Ég er mjög hallur undir þá skoðun að við eigum að reyna að afglæpavæða neysluna í þessum málum,“ sagði ráðherrann á fundi sem ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík stóðu fyrir í síðustu viku. Kristján Þór er einn fjölmargra sem hafa lýst yfir miklum efasemdum um ríkjandi stefnu í fíkniefnamálum. Annar skoðanabróðir hans, Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur áratugum saman talað fyrir breyttri stefnu og hann var á fundinum. „Ráðherra Sjálfstæðisflokksins er að ganga lengra í átt skynseminnar með þessari afstöðu sinni. Núverandi stefna er stefna þekkingarleysis, fordóma og ákveðins vanmáttar,“ sagði Jón Steinar og útskýrði nánar í fréttum Stöðvar 2 á föstudagskvöld þegar hann sagði að við sendum börnin okkar, sem leiðast út í neyslu á fíkniefnum, á Litla-Hraun í stað þess að veita þeim heilbrigðisþjónustu. Í prinsippinu snýst þingsályktunartillaga Pírata og málflutningur þeirra Kristjáns Þórs Júlíussonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar um að taka upp mannúðlegri stefnu. Við getum ekki haldið áfram að refsa fólki með fíknisjúkdóma og eftirlátið glæpagengjum að selja því vímuefnin. Við sem samfélag berum meiri ábyrgð en það. Stríð okkar Íslendinga gegn fíkniefnum er innflutt, að mestu frá Bandaríkjunum, en það var Richard Nixon sem hóf þessa blóðugu baráttu fyrir um 40 árum eða svo. Vestra eru margir að vakna til vitundar um að þetta stríð sé tapað og í tveimur ríkjum Bandaríkjanna er neysla, varsla og sala á marijúana lögleg. Þetta er aðeins upphafið. Þótt öll rök hnígi að lögleiðingu fíkniefna og því að tekin verði upp mannúðlegri stefna eru enn skiptar skoðanir hér á landi. Í dag ætla sjálfstæðismenn að ræða í þingflokki sínum um afglæpavæðingu fíkniefna. Umræðan er tekin upp í kjölfar ummæla Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Nú er spurning hvort fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokks séu jafn hugrakkir og Kristján Þór.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun