Litla fyrirmyndafólkið Álfrún Pálsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 09:00 „Mamma, þarna er stæði til að leggja í,“ heyrðist í dóttur minni úr aftursætinu er við vorum í klassískri stæðaleit fyrir utan eina góða verslunarmiðstöð. Stæðið umrædda var blámálað svo ég var fljót að svara annars hugar: „Nei, þetta er fatlaðra stæði. Við megum ekki leggja þar.“ Sú stutta tók þá andköf og baunaði á móður sína grafalvarleg á svip: „Mamma, fatlaðir eru venjulegt fólk eins og við.“ Skák og mát. Móðirin þurfti að sjálfsögðu að leiðrétta sig og afsaka orðavalið innilega. Frumburðurinn er kominn á þann aldur að það er eins gott að fara að passa sig. Hún er eins og svampur á umhverfið og man allt. Það fer ekkert framhjá minni konu. Ef henni er skipað að klæða sig eftir veðri er eins gott að klæða sig sjálfur í kuldagallann. Allt sem fer fram á heimilinu er undir vökulum augum hennar og það þýðir ekki að segja eitt og gera annað. Ansi gott aðhald fyrir fullorðna fólkið. Fyrirmyndirnar. Litli svampurinn er að að stíga sín fyrstu skref á Internetinu og ég vildi óska að ég væri bara að tala um lestrarleik Glóa Geimveru. YouTube er aðalsíðan þar sem mín horfir á allt frá Latabæ á spænsku og rússneskum teiknimyndum að nýjustu poppslögurunum.Strumpalag Britney Spears og frumskógarmyndband Katy Perry er þar í uppáhaldi en söngkonurnar eru fyrir henni eins og Sigga Beinteins var fyrir mér fyrir 24 árum. Munurinn er sá að það djarfasta sem Sigga klæddist var rauði kjóllinn í Eurovision árið 1990. Kjóll sem markaði upphafið að mínum tískuáhuga en það er önnur saga. Eins gaman og það er að sjá hina stuttu lifa sig inn í sönginn og dansinn tekur hið feminíska hjarta móðurinnar aukaslag þegar ungfrú Spears dillar sér eggjandi innan um strumpana á skjánum. Mig langar mest til að grípa fyrir augun á dótturinni og setjast upp í sófa með Astrid Lindgren að vopni. Sú stutta syngur hástöfum með Wrecking Ball með Miley Cyrus en ef ég fæ einhverju ráðið verður myndbandið seint til sýnis. Ég vil nefnilega ekki að klæðaburður, eða klæðaleysi, frú Cyrus hafi áhrif á framtíðarfataval stúlkunnar. Ég var því ekki lengi að láta mér líka við Facebook-hópinn Fullklædd.is í von um að geta fundið arftaka Spears og Perry á YouTube og mæli með því fyrir foreldra í sömu sporum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
„Mamma, þarna er stæði til að leggja í,“ heyrðist í dóttur minni úr aftursætinu er við vorum í klassískri stæðaleit fyrir utan eina góða verslunarmiðstöð. Stæðið umrædda var blámálað svo ég var fljót að svara annars hugar: „Nei, þetta er fatlaðra stæði. Við megum ekki leggja þar.“ Sú stutta tók þá andköf og baunaði á móður sína grafalvarleg á svip: „Mamma, fatlaðir eru venjulegt fólk eins og við.“ Skák og mát. Móðirin þurfti að sjálfsögðu að leiðrétta sig og afsaka orðavalið innilega. Frumburðurinn er kominn á þann aldur að það er eins gott að fara að passa sig. Hún er eins og svampur á umhverfið og man allt. Það fer ekkert framhjá minni konu. Ef henni er skipað að klæða sig eftir veðri er eins gott að klæða sig sjálfur í kuldagallann. Allt sem fer fram á heimilinu er undir vökulum augum hennar og það þýðir ekki að segja eitt og gera annað. Ansi gott aðhald fyrir fullorðna fólkið. Fyrirmyndirnar. Litli svampurinn er að að stíga sín fyrstu skref á Internetinu og ég vildi óska að ég væri bara að tala um lestrarleik Glóa Geimveru. YouTube er aðalsíðan þar sem mín horfir á allt frá Latabæ á spænsku og rússneskum teiknimyndum að nýjustu poppslögurunum.Strumpalag Britney Spears og frumskógarmyndband Katy Perry er þar í uppáhaldi en söngkonurnar eru fyrir henni eins og Sigga Beinteins var fyrir mér fyrir 24 árum. Munurinn er sá að það djarfasta sem Sigga klæddist var rauði kjóllinn í Eurovision árið 1990. Kjóll sem markaði upphafið að mínum tískuáhuga en það er önnur saga. Eins gaman og það er að sjá hina stuttu lifa sig inn í sönginn og dansinn tekur hið feminíska hjarta móðurinnar aukaslag þegar ungfrú Spears dillar sér eggjandi innan um strumpana á skjánum. Mig langar mest til að grípa fyrir augun á dótturinni og setjast upp í sófa með Astrid Lindgren að vopni. Sú stutta syngur hástöfum með Wrecking Ball með Miley Cyrus en ef ég fæ einhverju ráðið verður myndbandið seint til sýnis. Ég vil nefnilega ekki að klæðaburður, eða klæðaleysi, frú Cyrus hafi áhrif á framtíðarfataval stúlkunnar. Ég var því ekki lengi að láta mér líka við Facebook-hópinn Fullklædd.is í von um að geta fundið arftaka Spears og Perry á YouTube og mæli með því fyrir foreldra í sömu sporum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun