Mesta áhorf frá upphafi 8. febrúar 2014 08:00 Dómnefndin Fréttablaðið/Andri Marínó „Þetta er framar öllum vonum,“ segir Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, um áhorf á þáttaröðina Ísland Got Talent sem nýlega hóf göngu sína á Stöð 2. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. Dómnefndin er skipuð Bubba Morthens, Jóni Jónssyni, Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þátttakendur hafa heillað áhorfendur upp úr skónum, og má þar nefna fremsta meðal jafningja Hermann töframann sem ætlar að verja verðlaunafénu ef hann sigrar í sjúkrakostnað systur sinnar, grunnskólakennarann Signýju Sverrisdóttur sem söng eins og engill og píanósnillinginn Laufeyju Lín Jónsdóttur, sem er aðeins fjórtán ára gömul, en sló rækilega í gegn í fyrsta þættinum.Freyr Einarsson„Þetta er langmesta áhorf sem þáttur á Stöð 2 hefur fengið frá upphafi rafrænna mælinga í markhópnum 12-54 ára. Meira en Vaktaseríurnar fengu fyrir fimm árum sem er áhorf sem margir töldu að yrði aldrei toppað. Það er auðvitað sætur sigur í sjálfu sér,“ segir Freyr, léttur í bragði. Þrettán þættir af Ísland Got Talent verða sýndir, þar af eru fjórir úrslitaþættir sem verða í beinni útsendingu í vor. Spennan er mikil meðal keppenda sem taka þátt í þessari stærstu hæfileikakeppni Íslands, en sigurvegarinn hlýtur að launum 10 milljónir króna. „Það kom skemmtilega á óvart hversu fjölbreytt atriðin eru og hvað það er mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki á Íslandi sem kemur þarna fram í fyrsta skipti opinberlega,“ segir Freyr sannfærður um að margar af stjörnum framtíðarinnar stígi sín fyrstu skref fram í sviðsljósið í þessum sjónvarpsþáttum. Aukin áhersla hefur verið lögð á innlenda þætti í dagskrá Stöðvar 2 í vetur. „Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif og það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni. Það varð sprenging í áskriftarsölunni hjá okkur í desember og það má segja að látunum hafi ekki linnt og allar símalínur í söluverinu hafi verið rauðglóandi síðustu mánuði. Stemningin í kringum Ísland Got Talent er einstök og viðbrögðin frábær, enda er þetta fjölskylduþáttur sem allar kynslóðir sameinast í kringum,“ segir Freyr sem er að vonum ánægður með þessa þróun. Ísland Got Talent Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
„Þetta er framar öllum vonum,“ segir Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, um áhorf á þáttaröðina Ísland Got Talent sem nýlega hóf göngu sína á Stöð 2. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. Dómnefndin er skipuð Bubba Morthens, Jóni Jónssyni, Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þátttakendur hafa heillað áhorfendur upp úr skónum, og má þar nefna fremsta meðal jafningja Hermann töframann sem ætlar að verja verðlaunafénu ef hann sigrar í sjúkrakostnað systur sinnar, grunnskólakennarann Signýju Sverrisdóttur sem söng eins og engill og píanósnillinginn Laufeyju Lín Jónsdóttur, sem er aðeins fjórtán ára gömul, en sló rækilega í gegn í fyrsta þættinum.Freyr Einarsson„Þetta er langmesta áhorf sem þáttur á Stöð 2 hefur fengið frá upphafi rafrænna mælinga í markhópnum 12-54 ára. Meira en Vaktaseríurnar fengu fyrir fimm árum sem er áhorf sem margir töldu að yrði aldrei toppað. Það er auðvitað sætur sigur í sjálfu sér,“ segir Freyr, léttur í bragði. Þrettán þættir af Ísland Got Talent verða sýndir, þar af eru fjórir úrslitaþættir sem verða í beinni útsendingu í vor. Spennan er mikil meðal keppenda sem taka þátt í þessari stærstu hæfileikakeppni Íslands, en sigurvegarinn hlýtur að launum 10 milljónir króna. „Það kom skemmtilega á óvart hversu fjölbreytt atriðin eru og hvað það er mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki á Íslandi sem kemur þarna fram í fyrsta skipti opinberlega,“ segir Freyr sannfærður um að margar af stjörnum framtíðarinnar stígi sín fyrstu skref fram í sviðsljósið í þessum sjónvarpsþáttum. Aukin áhersla hefur verið lögð á innlenda þætti í dagskrá Stöðvar 2 í vetur. „Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif og það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni. Það varð sprenging í áskriftarsölunni hjá okkur í desember og það má segja að látunum hafi ekki linnt og allar símalínur í söluverinu hafi verið rauðglóandi síðustu mánuði. Stemningin í kringum Ísland Got Talent er einstök og viðbrögðin frábær, enda er þetta fjölskylduþáttur sem allar kynslóðir sameinast í kringum,“ segir Freyr sem er að vonum ánægður með þessa þróun.
Ísland Got Talent Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira