Fríar ferðir milli safna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 11:00 Bryndís Pjetursdóttir segir mörg söfn verða með dagskrá bæði fyrir börn og fullorðna á Safnanótt. mYND/Roman Gerasymenko Ljósmyndir og ljóðaslamm, skjalasýning og skuggalegur ratleikur eru meðal þeirra 160 viðburða sem á dagskrá eru á Safnanótt annað kvöld milli klukkan 19 og miðnættis í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Pjetursdóttir, markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, segir mikinn metnað hjá söfnunum að setja saman fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Erfitt er fyrir Bryndísi að velja einstaka viðburði, þó nefnir hún að Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi verði með sýninguna Dans á eftir sem fjallar um danshefð Íslendinga fram undir miðja síðustu öld. „Þar skapa Reynir Sigurðsson og félagar stríðsárastemningu,“ lofar hún. „Mörg söfn eru með dagskrá bæði fyrir fullorðna og börn, þar á meðal Þjóðminjasafnið, til dæmis verða þar lesnar álfasögur í Silfurhelli.“Húsafell Ásgríms nefnist sýning í Ásgrímssafni á Bergstaðastræti 74.Vísinda-Villi verður með fróðleik og léttar tilraunir í Bókasafni Seltjarnarness, kvöldvaka verður á baðstofuloftinu í Árbæ, í Norræna húsinu meðhöndlar Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndbandsmiðilinn eins og tónlist og breytir húsinu í eitt allsherjar listaverk. Á Gljúfrasteini leikur mosfellska hljómsveitin Kaleo og á Bókasafni Hafnarfjarðar verða dægurlög í sparibúningi. Þess má geta að í safninu er líka köngulóarkompa og þar eru einungis notuð vasaljós til að rata um. Söngfjelagið Góðir er með opna æfingu á íslenskum lögum í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg sem gestum býðst að taka þátt í og Kór Sjómannaskólans syngur vel valin lög á Sjóminjasafninu Víkinni.Bryndís tekur fram að Safnanæturstrætó gangi frítt milli safna þannig að fólk geti lagt bílunum og bendir líka á að dagskrá Safnanætur sé öll á vefnum. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ljósmyndir og ljóðaslamm, skjalasýning og skuggalegur ratleikur eru meðal þeirra 160 viðburða sem á dagskrá eru á Safnanótt annað kvöld milli klukkan 19 og miðnættis í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Pjetursdóttir, markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, segir mikinn metnað hjá söfnunum að setja saman fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Erfitt er fyrir Bryndísi að velja einstaka viðburði, þó nefnir hún að Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi verði með sýninguna Dans á eftir sem fjallar um danshefð Íslendinga fram undir miðja síðustu öld. „Þar skapa Reynir Sigurðsson og félagar stríðsárastemningu,“ lofar hún. „Mörg söfn eru með dagskrá bæði fyrir fullorðna og börn, þar á meðal Þjóðminjasafnið, til dæmis verða þar lesnar álfasögur í Silfurhelli.“Húsafell Ásgríms nefnist sýning í Ásgrímssafni á Bergstaðastræti 74.Vísinda-Villi verður með fróðleik og léttar tilraunir í Bókasafni Seltjarnarness, kvöldvaka verður á baðstofuloftinu í Árbæ, í Norræna húsinu meðhöndlar Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndbandsmiðilinn eins og tónlist og breytir húsinu í eitt allsherjar listaverk. Á Gljúfrasteini leikur mosfellska hljómsveitin Kaleo og á Bókasafni Hafnarfjarðar verða dægurlög í sparibúningi. Þess má geta að í safninu er líka köngulóarkompa og þar eru einungis notuð vasaljós til að rata um. Söngfjelagið Góðir er með opna æfingu á íslenskum lögum í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg sem gestum býðst að taka þátt í og Kór Sjómannaskólans syngur vel valin lög á Sjóminjasafninu Víkinni.Bryndís tekur fram að Safnanæturstrætó gangi frítt milli safna þannig að fólk geti lagt bílunum og bendir líka á að dagskrá Safnanætur sé öll á vefnum.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira