Sagður vera næsti Ari Eldjárn Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. febrúar 2014 10:00 „Ég hef verið að fá símtöl eftir þáttinn og þá hefur fólk verið að biðja mig um að segja brandara og svona,“ segir Fannar Halldór Sveinbjörnsson, tvítugur nemi á listabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann vakti mikla lukku fyrir uppistand sitt í fyrsta þætti Ísland Got Talent og hefur myndbandið af honum verið skoðað tæplega átta þúsund sinnum á YouTube. Hann er af mörgum talinn vera næsti Ari Eldjárn. „Ég var mjög hissa að sjá þetta á YouTube og fannst skrítið að vera allt í einu að fá símtöl frá ókunnugu fólki í kjölfarið,“ segir Fannar Halldór. Hann segist vera mikill djókari og að ávallt sé stutt í grínið í kringum hann. Hann langar mikið til þess að feta grínbrautina í framtíðinni. „Mig langar að verða uppistandari og grínleikari. Annars er ég opinn fyrir ansi mörgu en get þó ekki spáð um framtíðina, ég er ekki miðill.“Fannar Halldór langar að feta grínbrautina í framtíðinni.fréttablaðið/gvaHann segir það ekki ólíklegt að hann muni setja inn grínmyndbönd á YouTube í kjölfar athyglinnar sem hann hefur fengið undanfarið. „Ég hef gaman af því að skemmta fólki og langar að gera meira af því. Það er alveg líklegt að ég fari að setja inn grínmyndbönd.“ Hans helstu fyrirmyndir í gríninu eru Laddi, Jim Carrey, Jeff Dunham og Jack Black ásamt fleirum. Ein fleygasta setning Fannars Halldórs í Ísland Got Talent er líklega þegar hann öskrar á dómarana „Come On!“ þegar þau hafa öll neitað honum. „Þetta kom bara ósjálfrátt, mér fannst dómararnir ekki hafa neinn húmor,“ segir Fannar Halldór aðspurður um setninguna fleygu. Hann bætir við að honum hafi þótt Bubbi vera of neikvæður. „Það er alltaf einn mjög erfiður dómari í svona þáttum eins og Simon Cowell í American Idol og Pierce Morgan úr Got Talent-þáttunum.“ Fannar Halldór, sem er upphaflega frá Ísafirði en nú búsettur í Reykjavík, er að fara að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Ég er að fara að fá mér flúr í febrúar og ætla að fá mér listamannslógóið mitt.“ Ísland Got Talent Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
„Ég hef verið að fá símtöl eftir þáttinn og þá hefur fólk verið að biðja mig um að segja brandara og svona,“ segir Fannar Halldór Sveinbjörnsson, tvítugur nemi á listabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann vakti mikla lukku fyrir uppistand sitt í fyrsta þætti Ísland Got Talent og hefur myndbandið af honum verið skoðað tæplega átta þúsund sinnum á YouTube. Hann er af mörgum talinn vera næsti Ari Eldjárn. „Ég var mjög hissa að sjá þetta á YouTube og fannst skrítið að vera allt í einu að fá símtöl frá ókunnugu fólki í kjölfarið,“ segir Fannar Halldór. Hann segist vera mikill djókari og að ávallt sé stutt í grínið í kringum hann. Hann langar mikið til þess að feta grínbrautina í framtíðinni. „Mig langar að verða uppistandari og grínleikari. Annars er ég opinn fyrir ansi mörgu en get þó ekki spáð um framtíðina, ég er ekki miðill.“Fannar Halldór langar að feta grínbrautina í framtíðinni.fréttablaðið/gvaHann segir það ekki ólíklegt að hann muni setja inn grínmyndbönd á YouTube í kjölfar athyglinnar sem hann hefur fengið undanfarið. „Ég hef gaman af því að skemmta fólki og langar að gera meira af því. Það er alveg líklegt að ég fari að setja inn grínmyndbönd.“ Hans helstu fyrirmyndir í gríninu eru Laddi, Jim Carrey, Jeff Dunham og Jack Black ásamt fleirum. Ein fleygasta setning Fannars Halldórs í Ísland Got Talent er líklega þegar hann öskrar á dómarana „Come On!“ þegar þau hafa öll neitað honum. „Þetta kom bara ósjálfrátt, mér fannst dómararnir ekki hafa neinn húmor,“ segir Fannar Halldór aðspurður um setninguna fleygu. Hann bætir við að honum hafi þótt Bubbi vera of neikvæður. „Það er alltaf einn mjög erfiður dómari í svona þáttum eins og Simon Cowell í American Idol og Pierce Morgan úr Got Talent-þáttunum.“ Fannar Halldór, sem er upphaflega frá Ísafirði en nú búsettur í Reykjavík, er að fara að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Ég er að fara að fá mér flúr í febrúar og ætla að fá mér listamannslógóið mitt.“
Ísland Got Talent Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið