Mismunandi hlutir hafa áhrif á valið 31. janúar 2014 13:00 Gestir geta komið vikulega og alltaf séð eitthvað nýtt,“ bendir Ólöf á. Fréttablaðið/Anton „Sýningin verður síbreytileg því fólk getur haft áhrif á hvaða listaverk úr okkar safneign rata inn á hana,“ segir Ólöf Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, um sýninguna Þitt er valið sem þar verður opnuð á morgun. Hún hvetur sem flesta til að velja verk úr listaverkaskrá Hafnarborgar í gegnum heimasíðurnar hafnarborg.is og sarpur.is og bendir á að þeir sem taka þátt í valinu geti verið staddir hvar sem er í veröldinni. Óskir skal senda á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is ásamt stuttum rökstuðningi fyrir valinu. „Við reynum að verða við öllum óskum, bæta í salinn, taka niður verk og setja upp önnur,“ segir Ólöf og tekur fram að leitast verði við að láta verkin njóta sín og gera þeim jafnframt skil með hugmyndalegu og sögulegu samhengi. „Við eigum von á að verkin sem eru hér við sýningaropnun á morgun verði allt önnur en þau sem verða uppi 9. mars þegar sýningunni lýkur. Gestir geta því komið vikulega og alltaf séð eitthvað nýtt,“ segir Ólöf og giskar á að hvert verk verði kannski uppi í viku til tíu daga.Börn að leik í fjöruborðinu, erk eftir Kristján Davíðsson frá 1949. Valið af Sólveigu Eiríksdóttur.Sigurður Trausti Traustason, framkvæmdastjóri Sarps, heldur stutta kynningu á vef Sarps og notkunarmöguleikum hans á morgun klukkan 15 og starfsfólk Hafnarborgar og Sarps verður á staðnum milli klukkan 15 og 17 bæði á morgun og sunnudag til að ræða við sýningargesti um verkin. Flest verkin í safneign Hafnarborgar eru frá seinni hluta 20. aldar, málverk, skúlptúrar, leirverk og ljósmyndir að sögn Ólafar. Hún segir verkin á sýningunni verða merkt á hefðbundinn hátt en einnig komi fram hver óski eftir sýningu hvers verks og hvers vegna. „Sumir eru búnir að senda inn langan texta en aðrir bara nokkur orð. Það eru mismunandi hlutir sem hafa áhrif á valið.“ Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Sýningin verður síbreytileg því fólk getur haft áhrif á hvaða listaverk úr okkar safneign rata inn á hana,“ segir Ólöf Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, um sýninguna Þitt er valið sem þar verður opnuð á morgun. Hún hvetur sem flesta til að velja verk úr listaverkaskrá Hafnarborgar í gegnum heimasíðurnar hafnarborg.is og sarpur.is og bendir á að þeir sem taka þátt í valinu geti verið staddir hvar sem er í veröldinni. Óskir skal senda á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is ásamt stuttum rökstuðningi fyrir valinu. „Við reynum að verða við öllum óskum, bæta í salinn, taka niður verk og setja upp önnur,“ segir Ólöf og tekur fram að leitast verði við að láta verkin njóta sín og gera þeim jafnframt skil með hugmyndalegu og sögulegu samhengi. „Við eigum von á að verkin sem eru hér við sýningaropnun á morgun verði allt önnur en þau sem verða uppi 9. mars þegar sýningunni lýkur. Gestir geta því komið vikulega og alltaf séð eitthvað nýtt,“ segir Ólöf og giskar á að hvert verk verði kannski uppi í viku til tíu daga.Börn að leik í fjöruborðinu, erk eftir Kristján Davíðsson frá 1949. Valið af Sólveigu Eiríksdóttur.Sigurður Trausti Traustason, framkvæmdastjóri Sarps, heldur stutta kynningu á vef Sarps og notkunarmöguleikum hans á morgun klukkan 15 og starfsfólk Hafnarborgar og Sarps verður á staðnum milli klukkan 15 og 17 bæði á morgun og sunnudag til að ræða við sýningargesti um verkin. Flest verkin í safneign Hafnarborgar eru frá seinni hluta 20. aldar, málverk, skúlptúrar, leirverk og ljósmyndir að sögn Ólafar. Hún segir verkin á sýningunni verða merkt á hefðbundinn hátt en einnig komi fram hver óski eftir sýningu hvers verks og hvers vegna. „Sumir eru búnir að senda inn langan texta en aðrir bara nokkur orð. Það eru mismunandi hlutir sem hafa áhrif á valið.“
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira