Lærði að gera plötuumslag á YouTube Ugla Egilsdóttir skrifar 29. janúar 2014 09:30 Íris er framkvæmdastjóri listar án Landamæra. Mynd/Kristinn Magnússon. Íris Stefanía Skúladóttir hannar lógó fyrir keppanda í undankeppni Eurovision í Noregi. „Lagahöfundurinn, Josefin Winther, er æskuvinkona mín,“ segir Íris. Lógóið verður prentað á boli og derhúfur og það verður einnig notað í kynningarefni á netinu. „Josefin var svo hrifin af mynd sem ég málaði af henni fyrir nokkrum árum að hún bað mig um að hanna fyrir sig plötuumslag. Upp frá því hefur Josefin alltaf beðið mig um að sjá um alla grafík í kringum tónlistina sína, og ég hef líka leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir hana.“ Lagið eftir Josefin heitir Silent Storm og lenti í fimmtán laga úrslitum í undankeppni Eurovision í Noregi. Carl Espen syngur lagið. „Carl er frændi Josefin. Hann hefur algjöra englarödd, þessi drengur,“ segir Íris. Hún hefur mikla trú á því að Josefin gangi vel í keppninni. „Formaður Eurovision-klúbbsins í Noregi heldur með þessu lagi, samkvæmt frétt í Aftenposten.“ Íris leggur áherslu á að hún sé bara áhugahönnuður og máli einungis í frítíma sínum. „Ég hafði aldrei hannað neitt á ævi minni þegar ég hannaði umslagið, þannig að ég fór á námskeið í InDesign og Photoshop hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur til að læra það. Svo lá ég á YouTube og horfði á myndbönd sem hétu „How to Make a CD Cover.“ Ég var ánægð með afraksturinn. Ég notaði myndina sem ég málaði af Josefin sem fyrirmynd að umslaginu, með nýjum bakgrunni.“Lógó Írisar er byggt á ljósmynd af Carl Espen.Josefin bjó um tíma á Íslandi. „Þá reddaði ég henni leiguíbúð í kjallaranum hjá frænku minni,“ segir Íris. Hún kynnti vinkonu sína líka fyrir tónlistarmanninum John Grant. „Ég kynntist John Grant fyrir algjöra tilviljun á Laundromat,“ segir Íris. „Ég vissi ekkert hver hann var þegar ég byrjaði að spjalla við hann. Ég bauð honum heim til mín í mat til þess að hann þyrfti ekki að borða einn í ókunnugu landi. Hann þáði það, og bauð mér svo á tónleikana sína á Airwaves í Hörpu. Svo kynnti ég hann fyrir Josefin.“ John Grant og Josefin náðu vel saman að sögn Írisar. „Hann fékk hana til að hita upp fyrir sig á þrennum tónleikum í London með þúsundum áhorfenda, sem hefur hjálpað til við að koma henni á framfæri í London,“ segir Íris. Nú býr Josefin í London, en John Grant er fluttur í kjallaraíbúð frænku Írisar. „Það má segja að þessi íbúð hafi spilað svolitla rullu í íslensku tónlistarlífi, því bæði Josefin og John Grant hafa tekið upp tónlist í þessum kjallara,“ segir Íris. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Íris Stefanía Skúladóttir hannar lógó fyrir keppanda í undankeppni Eurovision í Noregi. „Lagahöfundurinn, Josefin Winther, er æskuvinkona mín,“ segir Íris. Lógóið verður prentað á boli og derhúfur og það verður einnig notað í kynningarefni á netinu. „Josefin var svo hrifin af mynd sem ég málaði af henni fyrir nokkrum árum að hún bað mig um að hanna fyrir sig plötuumslag. Upp frá því hefur Josefin alltaf beðið mig um að sjá um alla grafík í kringum tónlistina sína, og ég hef líka leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir hana.“ Lagið eftir Josefin heitir Silent Storm og lenti í fimmtán laga úrslitum í undankeppni Eurovision í Noregi. Carl Espen syngur lagið. „Carl er frændi Josefin. Hann hefur algjöra englarödd, þessi drengur,“ segir Íris. Hún hefur mikla trú á því að Josefin gangi vel í keppninni. „Formaður Eurovision-klúbbsins í Noregi heldur með þessu lagi, samkvæmt frétt í Aftenposten.“ Íris leggur áherslu á að hún sé bara áhugahönnuður og máli einungis í frítíma sínum. „Ég hafði aldrei hannað neitt á ævi minni þegar ég hannaði umslagið, þannig að ég fór á námskeið í InDesign og Photoshop hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur til að læra það. Svo lá ég á YouTube og horfði á myndbönd sem hétu „How to Make a CD Cover.“ Ég var ánægð með afraksturinn. Ég notaði myndina sem ég málaði af Josefin sem fyrirmynd að umslaginu, með nýjum bakgrunni.“Lógó Írisar er byggt á ljósmynd af Carl Espen.Josefin bjó um tíma á Íslandi. „Þá reddaði ég henni leiguíbúð í kjallaranum hjá frænku minni,“ segir Íris. Hún kynnti vinkonu sína líka fyrir tónlistarmanninum John Grant. „Ég kynntist John Grant fyrir algjöra tilviljun á Laundromat,“ segir Íris. „Ég vissi ekkert hver hann var þegar ég byrjaði að spjalla við hann. Ég bauð honum heim til mín í mat til þess að hann þyrfti ekki að borða einn í ókunnugu landi. Hann þáði það, og bauð mér svo á tónleikana sína á Airwaves í Hörpu. Svo kynnti ég hann fyrir Josefin.“ John Grant og Josefin náðu vel saman að sögn Írisar. „Hann fékk hana til að hita upp fyrir sig á þrennum tónleikum í London með þúsundum áhorfenda, sem hefur hjálpað til við að koma henni á framfæri í London,“ segir Íris. Nú býr Josefin í London, en John Grant er fluttur í kjallaraíbúð frænku Írisar. „Það má segja að þessi íbúð hafi spilað svolitla rullu í íslensku tónlistarlífi, því bæði Josefin og John Grant hafa tekið upp tónlist í þessum kjallara,“ segir Íris.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira