Ásgeir Trausti toppar á Billboard Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2014 11:00 Ásgeir Trausti gerir það gott í Japan. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er auðvitað alveg magnað og við vissum ekki af þessu fyrr en vinkona okkar, hún Yuka Ogura, sagði okkur frá þessu,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en hann er að gera frábæra hluti í Japan þessa dagana. Ásgeir er í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross. Þá er lagið í þrettánda sæti á Billboard Japan Hot 100 listanum. „Ogura sagðist aldrei hafa séð íslenska listamenn á þessum lista. Þetta er mælt með einhverri hlutfallsblöndu, blanda af spilun, iTunes-sölu og hversu oft hann er gúgglaður og skoðaður á Twitter. Þetta er einhvers konar hlutfall,“ útskýrir María Rut. Þá er Ásgeir í fyrsta sæti Billboard-listanum Next Big Sound, þar sem tekið er saman hröðustu og mestu sölurnar í liðinni viku á helstu tónlistarveitum á netinu og einnig tölfræðilegar líkur á mikilli velgengni í framtíðinni. Hinn 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann hlaut einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. „Við vorum að klára tónleika á Eurosonic og það var rosa flott, mjög vel heppnað og góðar undirtektir.“ Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu í dag. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. „Hann er auðvitað sérstaklega spenntur yfir að fara til Japans eftir þessar frábæru fréttir,“ segir María Rut. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu. Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er auðvitað alveg magnað og við vissum ekki af þessu fyrr en vinkona okkar, hún Yuka Ogura, sagði okkur frá þessu,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en hann er að gera frábæra hluti í Japan þessa dagana. Ásgeir er í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross. Þá er lagið í þrettánda sæti á Billboard Japan Hot 100 listanum. „Ogura sagðist aldrei hafa séð íslenska listamenn á þessum lista. Þetta er mælt með einhverri hlutfallsblöndu, blanda af spilun, iTunes-sölu og hversu oft hann er gúgglaður og skoðaður á Twitter. Þetta er einhvers konar hlutfall,“ útskýrir María Rut. Þá er Ásgeir í fyrsta sæti Billboard-listanum Next Big Sound, þar sem tekið er saman hröðustu og mestu sölurnar í liðinni viku á helstu tónlistarveitum á netinu og einnig tölfræðilegar líkur á mikilli velgengni í framtíðinni. Hinn 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann hlaut einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. „Við vorum að klára tónleika á Eurosonic og það var rosa flott, mjög vel heppnað og góðar undirtektir.“ Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu í dag. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. „Hann er auðvitað sérstaklega spenntur yfir að fara til Japans eftir þessar frábæru fréttir,“ segir María Rut. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu.
Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning