ADHD-menn böðuðu sig berrassaðir í Þýskalandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2014 12:00 Hljómsveitin ADHD lýkur tónleikaferðalagi sínu í kvöld í Gamla bíói. mynd/spessi „Þetta er eins og fjölskylda og hefur alltaf verið það,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar ADHD, en sveitin hefur verið á tónleikaferð um Evrópu undanfarnar vikur. Hljómsveitina skipa ásamt Magnúsi þeir Davíð Þór Jónsson, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson og var hún mynduð í kringum blúshátíð Hafnar í Hornafirði árið 2007. Sveitin hafði hægt um sig á síðasta ári en gaf út tvær plötur árið 2012, AdHd 3 og AdHd 4. Tónleikaferðin er þriðja tónleikaferðalag þeirra á jafnmörgum árum. „Síðustu þrjár plöturnar okkar voru gefnar út af þýskri útgáfu og höfum við farið svona rúnt einu sinni á ári.“ Sveitin hefur alls gefið út fjórar plötur. Fyrsta platan, AdHd, var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2010. Magnús, sem staddur var 1.230 metra yfir sjávarmáli þegar blaðamaður náði tali af honum, segir stemningu hafa verið mjög góða á tónleikum sveitarinnar og að mætingin hafi alls staðar verið alveg frábær. ADHD hefur verið á ferðalagi í rúmar tvær vikur og leikið á þrettán tónleikum. Fyrir utan tónleikahald hafa þeir félagar notað tímann í ýmislegt áhugavert. „Ég fór í fyrsta skipti í böð þar sem enginn var í sundklæðnaði. Þetta var í raun eins og fín sundlaug, nema það voru allir bara kviknaktir,“ segir Magnús léttur í lundu. Sveitin baðaði sig á þessum áhugaverða stað í Neuenburg í Svartaskógi. Magnús, sem er yngsti meðlimur ADHD, segir sveitina nána þrátt fyrir aldursmuninn. „Ég er svo gömul sál þannig að við náum allir rosalega vel saman.“ Sveitin lýkur tónleikaferðalaginu í Gamla bíói í kvöld en ætlar sér strax að loknum tónleikum að demba sér í hljóðver og taka upp nýja plötu. Tónleikagestir munu fá forsmekk af því sem koma skal, því þeir félagar lofa frumflutningi á nokkrum lögum í Gamla bíói. Lagalisti ADHD er eiginlega aldrei eins á tvennum tónleikum í röð en þeir félagar leika lög af öllum plötunum sínum.Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og kostar 3.300 krónur inn. Miðasala á midi.is. Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er eins og fjölskylda og hefur alltaf verið það,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar ADHD, en sveitin hefur verið á tónleikaferð um Evrópu undanfarnar vikur. Hljómsveitina skipa ásamt Magnúsi þeir Davíð Þór Jónsson, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson og var hún mynduð í kringum blúshátíð Hafnar í Hornafirði árið 2007. Sveitin hafði hægt um sig á síðasta ári en gaf út tvær plötur árið 2012, AdHd 3 og AdHd 4. Tónleikaferðin er þriðja tónleikaferðalag þeirra á jafnmörgum árum. „Síðustu þrjár plöturnar okkar voru gefnar út af þýskri útgáfu og höfum við farið svona rúnt einu sinni á ári.“ Sveitin hefur alls gefið út fjórar plötur. Fyrsta platan, AdHd, var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2010. Magnús, sem staddur var 1.230 metra yfir sjávarmáli þegar blaðamaður náði tali af honum, segir stemningu hafa verið mjög góða á tónleikum sveitarinnar og að mætingin hafi alls staðar verið alveg frábær. ADHD hefur verið á ferðalagi í rúmar tvær vikur og leikið á þrettán tónleikum. Fyrir utan tónleikahald hafa þeir félagar notað tímann í ýmislegt áhugavert. „Ég fór í fyrsta skipti í böð þar sem enginn var í sundklæðnaði. Þetta var í raun eins og fín sundlaug, nema það voru allir bara kviknaktir,“ segir Magnús léttur í lundu. Sveitin baðaði sig á þessum áhugaverða stað í Neuenburg í Svartaskógi. Magnús, sem er yngsti meðlimur ADHD, segir sveitina nána þrátt fyrir aldursmuninn. „Ég er svo gömul sál þannig að við náum allir rosalega vel saman.“ Sveitin lýkur tónleikaferðalaginu í Gamla bíói í kvöld en ætlar sér strax að loknum tónleikum að demba sér í hljóðver og taka upp nýja plötu. Tónleikagestir munu fá forsmekk af því sem koma skal, því þeir félagar lofa frumflutningi á nokkrum lögum í Gamla bíói. Lagalisti ADHD er eiginlega aldrei eins á tvennum tónleikum í röð en þeir félagar leika lög af öllum plötunum sínum.Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og kostar 3.300 krónur inn. Miðasala á midi.is.
Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira