Fjárfestirinn sem raðar inn tilnefningum til Óskarsins Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2014 10:00 Það er slegist um Megan. Fréttablaðið/Getty Images Megan Ellison er orðið eitt þekktasta nafnið í Hollywood og einn eftirsóttasti fjárfestirinn vestan hafs. Hún er aðeins 27 ára gömul en hefur á síðustu þremur árum sett peninga í kvikmyndir sem hafa samtals fengið 35 Óskarstilnefningar. Sautján af tilkynningunum 35 komu í hús nú fyrir stuttu þegar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar, fyrir myndirnar American Hustle, Her og The Grandmaster sem allar voru fjármagnaðar af Megan. Megan er dóttir milljarðamæringsins Larrys Ellison, framkvæmdastjóra Oracle. Samkvæmt tímaritinu Forbes eru auðævi föður hennar metin á 41 milljarða Bandaríkjadala sem gerir hann að þriðja ríkasta manni Ameríku. Mennirnir sem ná að skáka honum eru Warren Buffett, framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. Megan er því hluti af hópi ungra frumkvöðla vestan hafs sem eru með ansi djúpa vasa og er hún óhrædd við að taka mikla áhættu. Góð dæmi um það eru myndirnar Zero Dark Thirty og The Master sem stóru myndverin höfnuðu. Þessar tvær myndir gerðu það að verkum að Megan og fyrirtæki hennar, Annapurna Pictures, varð eitt það eftirsóttasta í kvikmyndabransanum.Hér með leikurum í American Hustle.The Master, Zero Dark Thirty og American Hustle eru allar myndir með miðlungsháan framleiðslukostnað á Hollywood-kvarðanum, í kringum fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, tæplega fjóra og hálfan milljarð króna. Þær hafa samt sem áður skilað samtals 290 milljónum dollara í miðasölutekjur á heimsvísu, tæplega fjörutíu milljörðum króna. Það eru ekki aðeins framleiðendur sem eru sólgnir í peninga Megan heldur vilja handritshöfundar og leikstjórar ólmir vinna með þessari kjarnakonu þar sem hún dembir sér í þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur af fullum krafti. Þá hefur Megan ákveðið að endurvekja eina vinsælustu bíóseríu í sögu Hollywood – The Terminator. Hún borgaði tuttugu milljónir Bandaríkjadala, rúma tvo milljarða króna, árið 2012 til að tryggja sér réttinn að myndum um Tortímandann í framtíðinni og að Arnold Schwarzenegger myndi leika hann eins og hann gerði áður. Megan er afar annt um að vernda einkalíf sitt og gaf engin viðtöl þegar í ljós kom að myndir hennar hefðu hlotið sautján tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Það eina sem hún gerði var að tísta eftirfarandi: „17.“17— Megan Ellison (@meganeellison) January 16, 2014 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Megan Ellison er orðið eitt þekktasta nafnið í Hollywood og einn eftirsóttasti fjárfestirinn vestan hafs. Hún er aðeins 27 ára gömul en hefur á síðustu þremur árum sett peninga í kvikmyndir sem hafa samtals fengið 35 Óskarstilnefningar. Sautján af tilkynningunum 35 komu í hús nú fyrir stuttu þegar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar, fyrir myndirnar American Hustle, Her og The Grandmaster sem allar voru fjármagnaðar af Megan. Megan er dóttir milljarðamæringsins Larrys Ellison, framkvæmdastjóra Oracle. Samkvæmt tímaritinu Forbes eru auðævi föður hennar metin á 41 milljarða Bandaríkjadala sem gerir hann að þriðja ríkasta manni Ameríku. Mennirnir sem ná að skáka honum eru Warren Buffett, framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. Megan er því hluti af hópi ungra frumkvöðla vestan hafs sem eru með ansi djúpa vasa og er hún óhrædd við að taka mikla áhættu. Góð dæmi um það eru myndirnar Zero Dark Thirty og The Master sem stóru myndverin höfnuðu. Þessar tvær myndir gerðu það að verkum að Megan og fyrirtæki hennar, Annapurna Pictures, varð eitt það eftirsóttasta í kvikmyndabransanum.Hér með leikurum í American Hustle.The Master, Zero Dark Thirty og American Hustle eru allar myndir með miðlungsháan framleiðslukostnað á Hollywood-kvarðanum, í kringum fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, tæplega fjóra og hálfan milljarð króna. Þær hafa samt sem áður skilað samtals 290 milljónum dollara í miðasölutekjur á heimsvísu, tæplega fjörutíu milljörðum króna. Það eru ekki aðeins framleiðendur sem eru sólgnir í peninga Megan heldur vilja handritshöfundar og leikstjórar ólmir vinna með þessari kjarnakonu þar sem hún dembir sér í þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur af fullum krafti. Þá hefur Megan ákveðið að endurvekja eina vinsælustu bíóseríu í sögu Hollywood – The Terminator. Hún borgaði tuttugu milljónir Bandaríkjadala, rúma tvo milljarða króna, árið 2012 til að tryggja sér réttinn að myndum um Tortímandann í framtíðinni og að Arnold Schwarzenegger myndi leika hann eins og hann gerði áður. Megan er afar annt um að vernda einkalíf sitt og gaf engin viðtöl þegar í ljós kom að myndir hennar hefðu hlotið sautján tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Það eina sem hún gerði var að tísta eftirfarandi: „17.“17— Megan Ellison (@meganeellison) January 16, 2014
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira