Vafasamur Wall Street-úlfur Freyr Bjarnason skrifar 18. janúar 2014 07:00 Jordan Belfort ekur um á blæjubíl umvafinn fölsuðum seðlum um það leyti sem bókin The Wolf of Wall Street kom út. Nordicphotos/Getty „Nafn mitt er Jordan Belfort. Ef það hljómar kunnuglega er það vegna þess að Leonardo DiCaprio gerði þessa línu fræga í hinni vinsælu mynd The Wolf of Wall Street,“ skrifar Belfort á vefsíðu sinni þar sem hann selur almenningi aðgang að þekkingu sinni, þar á meðal mynddiska og einkanámskeið. Hann er greinilega staðráðinn í að nýta sér hina auknu frægð sem myndinni fylgir.Eins og strengjabrúður „Þó að „Úlfurinn“ hafi verið ýktur eins og venjan er í Hollywood, er ein staðreynd á hreinu: Mér tókst í raun og veru að finna út hvernig á að fá fólk til að gera hvað sem er,“ heldur Belfort áfram. „En það er bara eitt mikilvægt atriði sem þú verður að hafa í huga: Í röngum höndum er hægt að nota þessar aðferðir til að stjórna viðskiptavinum þínum og fólki sem þú þekkir eins og strengjabrúðum… og trúið mér, ég hef gert það,“ skrifar hann en tekur fram að hann vilji að viðskiptavinir sínir noti þekkinguna á siðlegan máta. Já, Belfort virkar sannfærandi á vefsíðu sinni og er það vafalítið í eigin persónu, ef eitthvað er að marka Hollywood-myndina.Úlfur í sauðagæru Jordan R. Belfort fæddist í New York í Bandaríkjunum árið 1962. Eftir að hafa hætt við að fara í tannlæknanám ákvað hann að reyna fyrir sér í viðskiptum. Eftir byrjunarörðugleika fékk hann vinnu hjá verðbréfafyrirtækinu L.F. Rothchild og þá fóru hjólin að snúast. Nokkru síðar stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Stratton Oakmont, þar sem hann beitti klækjum sínum til að fá fjárfesta til að kaupa alls kyns hlutabréf af vafasömum toga. Honum til aðstoðar voru æskuvinir sem hann hafði ráðið í háttsettar stöður. Fyrirtækið óx hratt og varð þekkt fyrir svokallað „pump and dump“ sem snýst um að skrúfa gengi hlutabréfa upp úr öllu valdi og selja þau síðan á háu verði. Stratton Oakmont varð eitt áhrifamesta verðbréfafyrirtækið á Wall Street og var þekkt fyrir að tryggja ungum, tryggum og lítt menntuðum starfsmönnum sínum, sem kallaðir voru Strattonites, háa launatékka án mikillar fyrirhafnar. Með því að spila á hlutabréfamarkaðinn og að setja fyrirtæki á markað, sem sum hver voru aðeins til á pappírunum, græddi Belfort milljarða króna, meðal annars á Steve Madden Shoes.Dóp og vændiskonur Á þessum tíma var lífsstíll hans yfirgengilegur þar sem partí voru á hverju strái. Hann flaug um á einkaþotum, sigldi á risastórri snekkju, neytti eiturlyfja og keypti sér þjónustu vændiskvenna, eins og lýst er á opinskáan hátt í The Wolf of Wall Street. Önnur kvikmynd og öllu hófstilltari, Boiler Room frá árinu 2000 með Giovanni Ribisi í aðalhlutverki, sótti innblástur í sama efnivið. Í lok tíunda áratugarins höfðu yfirvöld komið upp um svikastarfsemi Stratton Oakmont og handtóku Belfort. Hann var ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. Eftir að hafa gert samning við bandarísku alríkislögregluna, FBI, var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa afvegaleitt fjárfesta með þeim afleiðingum að þeir töpuðu stórfé. Honum var jafnframt gert að borga til baka ríflega tólf milljarða króna sem hann hafði haft af viðskiptavinum sínum með svindli.Sannleikanum samkvæmt Belfort, sem segist hafa verið edrú síðan 1998, hóf ritun endurminninga sinna í fangelsinu og hafa bækurnar The Wolf of Wall Street og Catching the Wolf of Wall Street verið gefnar út í næstum fjörutíu löndum og þýddar á átján tungumál. Hollywood-myndin þykir vera ansi trú bókinni samnefndu. Einhverjir hafa dregið trúverðugleika hennar í efa en FBI-fulltrúinn sem rannsakaði Belfort um tíu ára skeið sagði í viðtali við New York Times að allt sem hann hefði skrifað væri sannleikanum samkvæmt.Tilnefndur til Óskarsverðlauna Leikstjóri hinnar þriggja klukkustunda löngu The Wolf of Wall Street er sjálfur Martin Scorsese og fékk hann samstarfsmann sinn til margra ára, Leonardo DiCaprio, til að leika Belfort. Með önnur stór hlutverk fara Jonah Hill, sem hafði lengi dreymt um að vinna með Scorsese, og Margot Robbie. Tökur hófust í ágúst árið 2012 og kom myndin út vestanhafs 25. desember síðastliðinn við góðar undirtektir gangrýnenda og almennings. Myndin hefur verið tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd og fyrir bestu leikstjórn, auk þess sem DiCaprio var tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Stutt er síðan DiCaprio hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir frammistöðu sína. Myndin hefur einnig verið tilnefnd til tvennra Bafta-verðlauna. Að auki hefur Scorsese verið tilnefndur til hinna virtu Directors Guild-verðlauna. Wolf of Wall Street kostaði eitt hundrað milljónir dala í framleiðslu og hefur hún þénað rúmar 120 milljónir dala samanlagt í heimalandinu og erlendis í miðasölunni.Hvatti fólk til að sniðganga myndina Christina McDowell skrifaði opið bréf til Jordans Belfort og framleiðenda Wolf of Wall Street sem birtist í blaðinu LA Weekly á annan í jólum. Þar hvatti hún almenning til að sniðganga myndina og sagði að hún myndi hvetja aðra „úlfa“ eins og Belfort til dáða. Hún sagði myndina ekki gera fórnarlömbum Belfort nægileg skil. McDowell er dóttir Tom Prousalis sem var samstarfsmaður Belfort og skildi dóttur sína eftir í skuldasúpu áður en hann stakk af frá fjölskyldu sinni. „Málið er að þið eruð hættuleg. Kvikmyndin ykkar er kæruleysisleg tilraun til að halda áfram að láta sem þessir glæpir hafi skemmtanagildi, á sama tíma og þjóðin er enn að jafna sig eftir enn eitt hneykslið á Wall Street. Í hverju viljum við gleyma okkur? Þessum svikulu viðskiptamönnum, krassandi kynlífslýsingum og kókaín-ferðalögum þeirra? Við vitum sannleikann. Svona hegðun kom Bandaríkjunum á hnén,“ skrifaði hún og hafa í kjölfarið margir gagnrýnt Scorsese, DiCaprio og félaga fyrir þátttöku þeirra í myndinni. Golden Globes Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Nafn mitt er Jordan Belfort. Ef það hljómar kunnuglega er það vegna þess að Leonardo DiCaprio gerði þessa línu fræga í hinni vinsælu mynd The Wolf of Wall Street,“ skrifar Belfort á vefsíðu sinni þar sem hann selur almenningi aðgang að þekkingu sinni, þar á meðal mynddiska og einkanámskeið. Hann er greinilega staðráðinn í að nýta sér hina auknu frægð sem myndinni fylgir.Eins og strengjabrúður „Þó að „Úlfurinn“ hafi verið ýktur eins og venjan er í Hollywood, er ein staðreynd á hreinu: Mér tókst í raun og veru að finna út hvernig á að fá fólk til að gera hvað sem er,“ heldur Belfort áfram. „En það er bara eitt mikilvægt atriði sem þú verður að hafa í huga: Í röngum höndum er hægt að nota þessar aðferðir til að stjórna viðskiptavinum þínum og fólki sem þú þekkir eins og strengjabrúðum… og trúið mér, ég hef gert það,“ skrifar hann en tekur fram að hann vilji að viðskiptavinir sínir noti þekkinguna á siðlegan máta. Já, Belfort virkar sannfærandi á vefsíðu sinni og er það vafalítið í eigin persónu, ef eitthvað er að marka Hollywood-myndina.Úlfur í sauðagæru Jordan R. Belfort fæddist í New York í Bandaríkjunum árið 1962. Eftir að hafa hætt við að fara í tannlæknanám ákvað hann að reyna fyrir sér í viðskiptum. Eftir byrjunarörðugleika fékk hann vinnu hjá verðbréfafyrirtækinu L.F. Rothchild og þá fóru hjólin að snúast. Nokkru síðar stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Stratton Oakmont, þar sem hann beitti klækjum sínum til að fá fjárfesta til að kaupa alls kyns hlutabréf af vafasömum toga. Honum til aðstoðar voru æskuvinir sem hann hafði ráðið í háttsettar stöður. Fyrirtækið óx hratt og varð þekkt fyrir svokallað „pump and dump“ sem snýst um að skrúfa gengi hlutabréfa upp úr öllu valdi og selja þau síðan á háu verði. Stratton Oakmont varð eitt áhrifamesta verðbréfafyrirtækið á Wall Street og var þekkt fyrir að tryggja ungum, tryggum og lítt menntuðum starfsmönnum sínum, sem kallaðir voru Strattonites, háa launatékka án mikillar fyrirhafnar. Með því að spila á hlutabréfamarkaðinn og að setja fyrirtæki á markað, sem sum hver voru aðeins til á pappírunum, græddi Belfort milljarða króna, meðal annars á Steve Madden Shoes.Dóp og vændiskonur Á þessum tíma var lífsstíll hans yfirgengilegur þar sem partí voru á hverju strái. Hann flaug um á einkaþotum, sigldi á risastórri snekkju, neytti eiturlyfja og keypti sér þjónustu vændiskvenna, eins og lýst er á opinskáan hátt í The Wolf of Wall Street. Önnur kvikmynd og öllu hófstilltari, Boiler Room frá árinu 2000 með Giovanni Ribisi í aðalhlutverki, sótti innblástur í sama efnivið. Í lok tíunda áratugarins höfðu yfirvöld komið upp um svikastarfsemi Stratton Oakmont og handtóku Belfort. Hann var ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. Eftir að hafa gert samning við bandarísku alríkislögregluna, FBI, var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa afvegaleitt fjárfesta með þeim afleiðingum að þeir töpuðu stórfé. Honum var jafnframt gert að borga til baka ríflega tólf milljarða króna sem hann hafði haft af viðskiptavinum sínum með svindli.Sannleikanum samkvæmt Belfort, sem segist hafa verið edrú síðan 1998, hóf ritun endurminninga sinna í fangelsinu og hafa bækurnar The Wolf of Wall Street og Catching the Wolf of Wall Street verið gefnar út í næstum fjörutíu löndum og þýddar á átján tungumál. Hollywood-myndin þykir vera ansi trú bókinni samnefndu. Einhverjir hafa dregið trúverðugleika hennar í efa en FBI-fulltrúinn sem rannsakaði Belfort um tíu ára skeið sagði í viðtali við New York Times að allt sem hann hefði skrifað væri sannleikanum samkvæmt.Tilnefndur til Óskarsverðlauna Leikstjóri hinnar þriggja klukkustunda löngu The Wolf of Wall Street er sjálfur Martin Scorsese og fékk hann samstarfsmann sinn til margra ára, Leonardo DiCaprio, til að leika Belfort. Með önnur stór hlutverk fara Jonah Hill, sem hafði lengi dreymt um að vinna með Scorsese, og Margot Robbie. Tökur hófust í ágúst árið 2012 og kom myndin út vestanhafs 25. desember síðastliðinn við góðar undirtektir gangrýnenda og almennings. Myndin hefur verið tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd og fyrir bestu leikstjórn, auk þess sem DiCaprio var tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Stutt er síðan DiCaprio hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir frammistöðu sína. Myndin hefur einnig verið tilnefnd til tvennra Bafta-verðlauna. Að auki hefur Scorsese verið tilnefndur til hinna virtu Directors Guild-verðlauna. Wolf of Wall Street kostaði eitt hundrað milljónir dala í framleiðslu og hefur hún þénað rúmar 120 milljónir dala samanlagt í heimalandinu og erlendis í miðasölunni.Hvatti fólk til að sniðganga myndina Christina McDowell skrifaði opið bréf til Jordans Belfort og framleiðenda Wolf of Wall Street sem birtist í blaðinu LA Weekly á annan í jólum. Þar hvatti hún almenning til að sniðganga myndina og sagði að hún myndi hvetja aðra „úlfa“ eins og Belfort til dáða. Hún sagði myndina ekki gera fórnarlömbum Belfort nægileg skil. McDowell er dóttir Tom Prousalis sem var samstarfsmaður Belfort og skildi dóttur sína eftir í skuldasúpu áður en hann stakk af frá fjölskyldu sinni. „Málið er að þið eruð hættuleg. Kvikmyndin ykkar er kæruleysisleg tilraun til að halda áfram að láta sem þessir glæpir hafi skemmtanagildi, á sama tíma og þjóðin er enn að jafna sig eftir enn eitt hneykslið á Wall Street. Í hverju viljum við gleyma okkur? Þessum svikulu viðskiptamönnum, krassandi kynlífslýsingum og kókaín-ferðalögum þeirra? Við vitum sannleikann. Svona hegðun kom Bandaríkjunum á hnén,“ skrifaði hún og hafa í kjölfarið margir gagnrýnt Scorsese, DiCaprio og félaga fyrir þátttöku þeirra í myndinni.
Golden Globes Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira