Er mannlífið slysagildra? Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 14:00 Þær Steinunn og Hlín skapa dularfullan heim í Útvarpsleikhúsinu á morgun. „Þetta er saga um mann sem óverðskuldað fer illa út úr skilnaði. Hann er örvæntingarfullur og sýn hans á lífið er orðin svo dökk að honum finnst mannlífið vera ein samfelld slysagildra,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um efni leikritsins Slysagildran, sem Útvarpsleikhúsið flytur á morgun klukkan 13. Síðan kemur aðeins lengri útgáfa: „Ungi maðurinn kemur að torkennilegum stað. Þar er dyravörðurinn Petra sem reynir að ráðskast með hann og gera upp gamlar syndir, segir hann meðal annars hafa yfirgefið börnin sín. Hann bregst ókvæða við því hans hlið á málinu er sú að konan hans fyrrverandi hafi gert honum ókleift að umgangast börnin.“ Steinunn kveðst ekki hafa séð það fyrir að rétt fyrir flutning leikritsins í útvarpi kæmi fram sönn frétt í fjölmiðlum um að margir feður á Íslandi byggju í iðnaðarhúsnæði og gætu ekki hitt börnin sín. „Ég þekki engin persónuleg dæmi um þetta en það er auðvelt að ímynda sér að fólk geti farið illa út úr skilnaði. Samt verður að halda því til haga að leikritið er sambland af raunsæi þar sem talað er um tilfinningar, ástand og aðstæður og undarlegri tilveru, þannig að það liggur á vissum mörkum.“ Með aðalhlutverk í Slysagildrunni fara Ólafur Sveinn Gunnarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. „Mér finnst það tíðindi að Steinunn Ólína skyldi láta hafa sig í þetta verkefni því hún er hætt að leika fyrir áratug. Þarna leikur hún skrítna persónu sem er kannski ekki að öllu leyti mennsk en henni tekst að laða fram bæði hörku skrifræðisins og mannlega hlýju með röddinni einni,“ segir Steinunn. Verkið var unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og frumgerð þess var leiklesin af sömu flytjendum á síðustu Listahátíð. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er saga um mann sem óverðskuldað fer illa út úr skilnaði. Hann er örvæntingarfullur og sýn hans á lífið er orðin svo dökk að honum finnst mannlífið vera ein samfelld slysagildra,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um efni leikritsins Slysagildran, sem Útvarpsleikhúsið flytur á morgun klukkan 13. Síðan kemur aðeins lengri útgáfa: „Ungi maðurinn kemur að torkennilegum stað. Þar er dyravörðurinn Petra sem reynir að ráðskast með hann og gera upp gamlar syndir, segir hann meðal annars hafa yfirgefið börnin sín. Hann bregst ókvæða við því hans hlið á málinu er sú að konan hans fyrrverandi hafi gert honum ókleift að umgangast börnin.“ Steinunn kveðst ekki hafa séð það fyrir að rétt fyrir flutning leikritsins í útvarpi kæmi fram sönn frétt í fjölmiðlum um að margir feður á Íslandi byggju í iðnaðarhúsnæði og gætu ekki hitt börnin sín. „Ég þekki engin persónuleg dæmi um þetta en það er auðvelt að ímynda sér að fólk geti farið illa út úr skilnaði. Samt verður að halda því til haga að leikritið er sambland af raunsæi þar sem talað er um tilfinningar, ástand og aðstæður og undarlegri tilveru, þannig að það liggur á vissum mörkum.“ Með aðalhlutverk í Slysagildrunni fara Ólafur Sveinn Gunnarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. „Mér finnst það tíðindi að Steinunn Ólína skyldi láta hafa sig í þetta verkefni því hún er hætt að leika fyrir áratug. Þarna leikur hún skrítna persónu sem er kannski ekki að öllu leyti mennsk en henni tekst að laða fram bæði hörku skrifræðisins og mannlega hlýju með röddinni einni,“ segir Steinunn. Verkið var unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og frumgerð þess var leiklesin af sömu flytjendum á síðustu Listahátíð.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira