Ylja gerir það gott úti Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. janúar 2014 08:00 Ung börn giftast í myndbandinu. mynd/einkasafn „Ég er mjög stoltur og ánægður með þetta,“ segir Erlendur Sveinsson en hann leikstýrði myndbandi við lag hljómsveitarinnar Ylju sem ber titilinn Út. Myndbandið hlaut á dögunum þann heiður að vera valið í lokaúrtak Silversound-hátíðarinnar sem fór fram í Brooklyn Bowl í New York síðdegis í gær. „Ég var því miður ekki viðstaddur keppnina. Í dag er ekkert rosalega mikill markaður fyrir tónlistarmyndbönd sem slík en það er gaman að svona keppni sem ýtir undir metnaðarfull myndbönd,“ útskýrir Erlendur.Erlendur Sveinsson leikstjóri myndbandsins er stoltur og ánægður með gang mála.mynd/einkasafnTónlistarmyndbandahátíðin er haldin samhliða Battle of the Bands sem er hljómsveitakeppni í Bandaríkjunum. Leikstjóri sigurmyndbandsins hlýtur tíu þúsund Bandaríkjadali, rúma milljón króna, til að leikstýra og framleiða myndband fyrir sigurhljómsveitina í hljómsveitakeppninni. Myndbandið fjallar um krakka sem fara út um miðja nótt og gifta sig. „Hugmyndin er sprottin upp úr því að krakkar voru gjarnan að gifta sig á leikskólanum, fallegt að ganga í það heilaga svona snemma. Tilhugsunin falleg.“ Krakkarnir fara inn í skóg sem er aðeins út úr borginni og byggja þar litla kirkju og gifta sig þar. Það var tekið upp síðastliðið sumar og sjá börn úr leiklistarhópnum Sönglist um öll hlutverk. Ragnheiður Erlingsdóttir sá um framleiðslu, Anton Smári Gunnarsson sá um kvikmyndatöku og Helga Jóakimsdóttir sá um listræna stjórnun. „Mér finnst myndbandið æðislegt, við vissum ekki við hverju mátti búast þegar frumsýningin var. Þetta var alveg í þeirra höndum og við felldum alveg nokkur tár þegar við sáum það fyrst,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir gítarleikari og söngkona í hljómsveitinni.Hljómsveitin Ylja var mjög ánægð með myndbandið.mynd/einkasafn„Þessi keppni opnar að sjálfsögðu marga glugga fyrir mig og hef ég fengið mjög góð viðbrögð.“ Ekki hefur verið ákveðið samstarf á milli Ylju og Erlends að svo stöddu. Hljómsveitina Ylju skipa Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir, sem báðar leika á gítar og syngja, Smári Tarfur Jósepsson sem spilar á slide-gítar, Valgarð Hrafnsson á bassa og Maggi Magg á trommur og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. „Allir sem komu að gerð myndbandsins gáfu vinnu sína. Hljómsveitin er afar þakklát fyrir stuðninginn og óskar Erlendi og þeim öllum til hamingju með þessa viðurkenningu fyrir vel unnin störf,“ segir Ásgeir Guðmundsson, umboðsmaður Ylju. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég er mjög stoltur og ánægður með þetta,“ segir Erlendur Sveinsson en hann leikstýrði myndbandi við lag hljómsveitarinnar Ylju sem ber titilinn Út. Myndbandið hlaut á dögunum þann heiður að vera valið í lokaúrtak Silversound-hátíðarinnar sem fór fram í Brooklyn Bowl í New York síðdegis í gær. „Ég var því miður ekki viðstaddur keppnina. Í dag er ekkert rosalega mikill markaður fyrir tónlistarmyndbönd sem slík en það er gaman að svona keppni sem ýtir undir metnaðarfull myndbönd,“ útskýrir Erlendur.Erlendur Sveinsson leikstjóri myndbandsins er stoltur og ánægður með gang mála.mynd/einkasafnTónlistarmyndbandahátíðin er haldin samhliða Battle of the Bands sem er hljómsveitakeppni í Bandaríkjunum. Leikstjóri sigurmyndbandsins hlýtur tíu þúsund Bandaríkjadali, rúma milljón króna, til að leikstýra og framleiða myndband fyrir sigurhljómsveitina í hljómsveitakeppninni. Myndbandið fjallar um krakka sem fara út um miðja nótt og gifta sig. „Hugmyndin er sprottin upp úr því að krakkar voru gjarnan að gifta sig á leikskólanum, fallegt að ganga í það heilaga svona snemma. Tilhugsunin falleg.“ Krakkarnir fara inn í skóg sem er aðeins út úr borginni og byggja þar litla kirkju og gifta sig þar. Það var tekið upp síðastliðið sumar og sjá börn úr leiklistarhópnum Sönglist um öll hlutverk. Ragnheiður Erlingsdóttir sá um framleiðslu, Anton Smári Gunnarsson sá um kvikmyndatöku og Helga Jóakimsdóttir sá um listræna stjórnun. „Mér finnst myndbandið æðislegt, við vissum ekki við hverju mátti búast þegar frumsýningin var. Þetta var alveg í þeirra höndum og við felldum alveg nokkur tár þegar við sáum það fyrst,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir gítarleikari og söngkona í hljómsveitinni.Hljómsveitin Ylja var mjög ánægð með myndbandið.mynd/einkasafn„Þessi keppni opnar að sjálfsögðu marga glugga fyrir mig og hef ég fengið mjög góð viðbrögð.“ Ekki hefur verið ákveðið samstarf á milli Ylju og Erlends að svo stöddu. Hljómsveitina Ylju skipa Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir, sem báðar leika á gítar og syngja, Smári Tarfur Jósepsson sem spilar á slide-gítar, Valgarð Hrafnsson á bassa og Maggi Magg á trommur og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. „Allir sem komu að gerð myndbandsins gáfu vinnu sína. Hljómsveitin er afar þakklát fyrir stuðninginn og óskar Erlendi og þeim öllum til hamingju með þessa viðurkenningu fyrir vel unnin störf,“ segir Ásgeir Guðmundsson, umboðsmaður Ylju.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira