Mikið er um að vera í Gerðubergi í janúar Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2014 10:00 Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Gerðubergi segir mikið vera um að vera í Gerðubergi á næstunni. fréttablaðið/stefán „Nú getur fólk komið til okkar einu sinni í mánuði og spilað valin spil, ásamt leiðbeinanda frá Spilavinum,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Gerðubergi. Í janúar hefur göngu sína nýr viðburður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sem kallast Spilakaffi og unninn er í samstarfi við Spilavini. Spilakaffið er opið spilakvöld þar sem fólk getur komið saman og fengið leiðsögn eða fylgst með skemmtilegum spilum. Fyrsta Spilakaffiskvöldið fer fram í kvöld og munu Spilavinir kynna fyrir gestum tveggja manna spil eins og Sequence, Qwirkle, 10 days spilin, Dominion, 11 nimmt, Carcassonne og fleiri spennandi spil. „Ég er ekki mikill spilasérfræðingur en þær hjá Spilavinum vita allt um spilin,“ segir Hólmfríður létt í lundu. Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin Spilavinir var stofnuð árið 2007 af þeim vinkonum Svanhildi Evu Stefánsdóttir og Lindu Rós Ragnarsdóttir. Spilakaffi er ný viðburðaröð á miðvikudagskvöldum en á þeim kvöldum er alltaf eitthvað um að vera í Gerðubergi. „Dagskráin á miðvikudagskvöldum skiptist í Handverkskaffi fyrsta miðvikudagskvöldið í mánuði, Spilakaffi annað miðvikudagskvöldið, Heimspekikaffi það þriðja og Bókakaffi fjórða miðvikudagskvöldið í mánuðinum.“ Markmiðið með þessum kvöldum er að gefa gestum kost á að kynnast áhugaverðum umfjöllunarefnum í notalegu umhverfi. „Á handverkskvöldunum okkar höfum við til dæmis farið yfir allt frá fluguhnýtingum til uppstoppunar, ásamt tréskurði og ýmsu hekli,“ segir Hólmfríður. Á komandi misseri segir Hólmfríður ýmislegt vera á döfinni í Gerðubergi. „Við förum yfir það hvernig maður heggur í grjót, yfir íslenska eldsmíði og hvernig íslensk blóm eru hekluð.“Aðgangur er ókeypis og spil á staðnum og allir velkomnir sem mega vera úti til klukkan tíu á kvöldin. Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Nú getur fólk komið til okkar einu sinni í mánuði og spilað valin spil, ásamt leiðbeinanda frá Spilavinum,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Gerðubergi. Í janúar hefur göngu sína nýr viðburður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sem kallast Spilakaffi og unninn er í samstarfi við Spilavini. Spilakaffið er opið spilakvöld þar sem fólk getur komið saman og fengið leiðsögn eða fylgst með skemmtilegum spilum. Fyrsta Spilakaffiskvöldið fer fram í kvöld og munu Spilavinir kynna fyrir gestum tveggja manna spil eins og Sequence, Qwirkle, 10 days spilin, Dominion, 11 nimmt, Carcassonne og fleiri spennandi spil. „Ég er ekki mikill spilasérfræðingur en þær hjá Spilavinum vita allt um spilin,“ segir Hólmfríður létt í lundu. Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin Spilavinir var stofnuð árið 2007 af þeim vinkonum Svanhildi Evu Stefánsdóttir og Lindu Rós Ragnarsdóttir. Spilakaffi er ný viðburðaröð á miðvikudagskvöldum en á þeim kvöldum er alltaf eitthvað um að vera í Gerðubergi. „Dagskráin á miðvikudagskvöldum skiptist í Handverkskaffi fyrsta miðvikudagskvöldið í mánuði, Spilakaffi annað miðvikudagskvöldið, Heimspekikaffi það þriðja og Bókakaffi fjórða miðvikudagskvöldið í mánuðinum.“ Markmiðið með þessum kvöldum er að gefa gestum kost á að kynnast áhugaverðum umfjöllunarefnum í notalegu umhverfi. „Á handverkskvöldunum okkar höfum við til dæmis farið yfir allt frá fluguhnýtingum til uppstoppunar, ásamt tréskurði og ýmsu hekli,“ segir Hólmfríður. Á komandi misseri segir Hólmfríður ýmislegt vera á döfinni í Gerðubergi. „Við förum yfir það hvernig maður heggur í grjót, yfir íslenska eldsmíði og hvernig íslensk blóm eru hekluð.“Aðgangur er ókeypis og spil á staðnum og allir velkomnir sem mega vera úti til klukkan tíu á kvöldin.
Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira