Þeir sem blindir borða málleysingja Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 15. janúar 2014 07:00 Stuðmenn náðu að mínu mati að lýsa manngæskunni ansi vel í laginu Haustið '75, þar sem þeir sungu: „Hann er vænn við menn og málleysingja, létt er æ hans pyngja, því margvíslegt hann styrkir málefnið.“ Þennan gæðamann þekki ég reyndar persónulega. Hann er ekki blaðurgjarn. Hafi hann ekkert að segja þá þegir hann. Hann lastar ekki annað fólk né lofar, að óígrunduðu máli. Og aldrei hef ég heyrt hann trana sjálfum sér fram, ekki í eitt einasta skipti. Samt grípur hann athygli mína aftur og aftur. Það sem vekur eftirtekt mína er framkoma þessa manns í garð barna og dýra. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að menn sýni þessum hópum áhuga og hlýtt viðmót. Í samfélagi sem snýst um peninga er nefnilega ekkert á því að græða að vera góður við dýr og börn. Ekki í kapítalísku samhengi, í það minnsta. Þú myndar engin sambönd. Þetta er ekki stéttin sem kemur þér á framfæri. Hinsvegar er hægt að græða á því að vera vondur við dýr (og börn líka, en það er ekki til umræðu hér). Og þarna komum við að kjarna málsins. Kjúklingar eru framleiddir eins og leikföng í verksmiðju og litlu skeytt um velferð þeirra. Vitund fólks um dýraníð fer þó vaxandi og umræðan var á tímabili svo lifandi að maður gat ekki brugðið sér á netið án þess að sjá að minnsta kosti tvö myndbönd sem sýndu illa meðferð á dýrum við ýmiss konar framleiðslustörf. Að mínu mati kristallast hrein mannvonska í því að koma illa fram við þá sem ekki eiga sér málsvara. Þaðer auðvelt að loka bara augunum og fálma eftir frosnum kjúklingi úr kæliborðinu, kalla þetta „nagga“ eða „lundir“ eða eitthvað sem við sjáum ekki fyrir okkur hlaupa um á engi… En það er líka auðvelt að vera meðvitaður neytandi. Ég styð heilshugar fjölbreytt mataræði, en ekki dýraníð. Þaðer pirrandi þegar fólk treður skoðunum sínum upp í aðra. Við skulum þess vegna taka þetta í litlum bitum. Byrjum nú bara öll á að hætta að borða kjúkling. Ókei? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Stuðmenn náðu að mínu mati að lýsa manngæskunni ansi vel í laginu Haustið '75, þar sem þeir sungu: „Hann er vænn við menn og málleysingja, létt er æ hans pyngja, því margvíslegt hann styrkir málefnið.“ Þennan gæðamann þekki ég reyndar persónulega. Hann er ekki blaðurgjarn. Hafi hann ekkert að segja þá þegir hann. Hann lastar ekki annað fólk né lofar, að óígrunduðu máli. Og aldrei hef ég heyrt hann trana sjálfum sér fram, ekki í eitt einasta skipti. Samt grípur hann athygli mína aftur og aftur. Það sem vekur eftirtekt mína er framkoma þessa manns í garð barna og dýra. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að menn sýni þessum hópum áhuga og hlýtt viðmót. Í samfélagi sem snýst um peninga er nefnilega ekkert á því að græða að vera góður við dýr og börn. Ekki í kapítalísku samhengi, í það minnsta. Þú myndar engin sambönd. Þetta er ekki stéttin sem kemur þér á framfæri. Hinsvegar er hægt að græða á því að vera vondur við dýr (og börn líka, en það er ekki til umræðu hér). Og þarna komum við að kjarna málsins. Kjúklingar eru framleiddir eins og leikföng í verksmiðju og litlu skeytt um velferð þeirra. Vitund fólks um dýraníð fer þó vaxandi og umræðan var á tímabili svo lifandi að maður gat ekki brugðið sér á netið án þess að sjá að minnsta kosti tvö myndbönd sem sýndu illa meðferð á dýrum við ýmiss konar framleiðslustörf. Að mínu mati kristallast hrein mannvonska í því að koma illa fram við þá sem ekki eiga sér málsvara. Þaðer auðvelt að loka bara augunum og fálma eftir frosnum kjúklingi úr kæliborðinu, kalla þetta „nagga“ eða „lundir“ eða eitthvað sem við sjáum ekki fyrir okkur hlaupa um á engi… En það er líka auðvelt að vera meðvitaður neytandi. Ég styð heilshugar fjölbreytt mataræði, en ekki dýraníð. Þaðer pirrandi þegar fólk treður skoðunum sínum upp í aðra. Við skulum þess vegna taka þetta í litlum bitum. Byrjum nú bara öll á að hætta að borða kjúkling. Ókei?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun