Bíó og sjónvarp

Líkleg til afreka á Óskarsverðlaunahátíðinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Christian Bale og Amy Adams fara á kostum í myndinni.
Christian Bale og Amy Adams fara á kostum í myndinni. Mynd/AFP Nordic

Christian Bale, Amy Adams, Bradley Cooper og Jennifer Lawrence fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni American Hustle sem frumsýnd verður á morgun.

Sögusvið myndarinnar er áttundi áratugurinn og er söguþráðurinn lauslega byggður á svokölluðu Abscam-hneyksli sem kom upp í Bandaríkjunum. Það byrjaði með rannsókn alríkislögreglunnar á vörusvikum nokkurra svikahrappa, en þróaðist upp í pólitískt hneyksli þar sem meira en tugur bandarískra embættismanna var að lokum ákærður fyrir mútuþægni og spillingu.

Leikstjóri myndarinnar er David O. Russell en myndin er tilnefnd til sjö Golden Globe-verðlauna, meðal annars fyrir bestu mynd, besta handrit, besta leikstjóra og besta leikara og leikkonu. Þá telja kvikmyndaspekúlantar myndina afar líklega til afreka á Óskarsverðlaunahátíðinni. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og telja margir hana eina bestu mynd síðari ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.