Vilja fá Íslendinga til að byggja á Mars Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. janúar 2014 10:30 Gagnrýnandi Artforum hrífst af málverkum Hallgríms. Fréttablaðið/Valli Fjallað er um síðustu málverkasýningu Hallgríms Helgasonar í desemberhefti hins virta listatímarits Artforum sem gefið er út í New York og fjallar reglulega um myndlistarsýningar í helstu borgum heimsins. Að þessu sinni er gagnrýnandi blaðsins Douglas Coupland, hinn frægi kanadíski höfundur bókanna Generation X og Microserfs, sem var gestur Bókmennahátíðar í Reykjavík 2013. Sýningin var haldin á haustmánuðum í Tveimur hröfnum Listhúsi við Baldursgötu í Reykjavík og bar titilinn Íslensk bókmenntasaga 4. bindi. Þar sýndi Hallgrímur svarthvít portrett af helstu rithöfundum Íslands sem störfuðu á fyrri hluta 20. aldar. Í umfjöllun sinni segist Coupland hrífast af málverkunum, einkum mynd af Þórbergi Þórðarsyni og málverki sem sýnir Halldór Laxness með Nóbelsverðlaunin umkringdur kjólklæddum kollegum, sem hann líkir við portrett af íslenskri þjóð. „Verkið fangar alla þá spennu sem skapast þegar margir stórir fiskar búa saman í mjög lítilli tjörn, sem og það tilfinningaveður sem gjarnan fylgir stórum fjölskylduboðum.“ Coupland segir verkin minna á seríu þýska málarans Gerhards Richter frá 1972, 48 portrett, og ræðir síðan smæð íslensks samfélags og bókhneigð þess. Segir hann landið það eina á jörðinni sem geti með sanni sagst tilheyra öðrum hnöttum og skorar á NASA að fá íslenska sjálfboðaliða til að byggja Mars, þeir séu best til þess fallnir, vanir slíku landslagi og lífi í örsamfélagi. „Og ef einhvern tíma myndast byggð á Mars mun það marsíska samfélag og bókmenntir þess sjálfsagt líkjast því Íslandi sem Helgason lýsir svo hreinskilnislega.“ Hallgrímur Helgason nam við Myndlista- og handíðaskólann 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis, og verk hans má finna í eigu safna á Íslandi og í Frakklandi, sem og í einkasöfnum í Bandaríkjunum og Sviss. Hann hefur einkum fengist við skriftir hin síðari ár en tók fram penslana á ný á liðnu ári og ráðgerir aðra sýningu í Tveimur hröfnum á árinu 2015. Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Fjallað er um síðustu málverkasýningu Hallgríms Helgasonar í desemberhefti hins virta listatímarits Artforum sem gefið er út í New York og fjallar reglulega um myndlistarsýningar í helstu borgum heimsins. Að þessu sinni er gagnrýnandi blaðsins Douglas Coupland, hinn frægi kanadíski höfundur bókanna Generation X og Microserfs, sem var gestur Bókmennahátíðar í Reykjavík 2013. Sýningin var haldin á haustmánuðum í Tveimur hröfnum Listhúsi við Baldursgötu í Reykjavík og bar titilinn Íslensk bókmenntasaga 4. bindi. Þar sýndi Hallgrímur svarthvít portrett af helstu rithöfundum Íslands sem störfuðu á fyrri hluta 20. aldar. Í umfjöllun sinni segist Coupland hrífast af málverkunum, einkum mynd af Þórbergi Þórðarsyni og málverki sem sýnir Halldór Laxness með Nóbelsverðlaunin umkringdur kjólklæddum kollegum, sem hann líkir við portrett af íslenskri þjóð. „Verkið fangar alla þá spennu sem skapast þegar margir stórir fiskar búa saman í mjög lítilli tjörn, sem og það tilfinningaveður sem gjarnan fylgir stórum fjölskylduboðum.“ Coupland segir verkin minna á seríu þýska málarans Gerhards Richter frá 1972, 48 portrett, og ræðir síðan smæð íslensks samfélags og bókhneigð þess. Segir hann landið það eina á jörðinni sem geti með sanni sagst tilheyra öðrum hnöttum og skorar á NASA að fá íslenska sjálfboðaliða til að byggja Mars, þeir séu best til þess fallnir, vanir slíku landslagi og lífi í örsamfélagi. „Og ef einhvern tíma myndast byggð á Mars mun það marsíska samfélag og bókmenntir þess sjálfsagt líkjast því Íslandi sem Helgason lýsir svo hreinskilnislega.“ Hallgrímur Helgason nam við Myndlista- og handíðaskólann 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis, og verk hans má finna í eigu safna á Íslandi og í Frakklandi, sem og í einkasöfnum í Bandaríkjunum og Sviss. Hann hefur einkum fengist við skriftir hin síðari ár en tók fram penslana á ný á liðnu ári og ráðgerir aðra sýningu í Tveimur hröfnum á árinu 2015.
Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira