Mercedes Benz rafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2014 09:50 Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hyggjast framleiða bíla sem eingöngu eru með rafmagnsdrifrás. Mercedes Benz hyggst framleiða hreinræktaðan rafmagnsbíl sem tilbúinn verður til sölu árið 2019. Fyrirtækið hefur áætlað 250 milljarða króna fjárfestingu til verksins, sem fengið hefur nafnið „Ecoluxe“. Ólíkt BMW og Audi hefur Mercedes Benz ekki framleitt bíl sem gengur eingöngu fyrir rafmagni, en BMW býður i3 og Audi A3 e-tron rafmagnsbílana. Því yrði þetta sá fyrsti frá Mercedes Benz, en þar færi þó enginn venjulegur bíll. Bíllinn sem Mercedes Benz hyggst framleiða verður stór bíll með sæti fyrir 7 og ríflega 5 metra langur. Hann verður með 610 hestafla rafmagnsdrifrás og því afar öflugur bíll. Meiningin er að framleiða eina 80.000 slíkra bíla á ári og miðast áætlanir Benz við það framleiðslumagn. Bent hefur verið á að slíkur bíll sé beinlínis settur til höfuðs Tesla Model S bílnum og bandaríska bílablaðið Automobile hefur einnig bent á að allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir ætli gegn Tesla og muni bjóða rafmagnsbíla á næstu árum sem ekki eiga að vera neinir eftirbátar Tesla bílanna. Í grein Automobile er sagt að þýsku framleiðendurnir séu hræddir um að Tesla sé að stela miklu af lúxusbílamarkaðnum með bílum sínum og að það ætli þeir ekki að líða, heldur keppa við Tesla að krafti með smíði eigin rafmagnsbíla. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent
Mercedes Benz hyggst framleiða hreinræktaðan rafmagnsbíl sem tilbúinn verður til sölu árið 2019. Fyrirtækið hefur áætlað 250 milljarða króna fjárfestingu til verksins, sem fengið hefur nafnið „Ecoluxe“. Ólíkt BMW og Audi hefur Mercedes Benz ekki framleitt bíl sem gengur eingöngu fyrir rafmagni, en BMW býður i3 og Audi A3 e-tron rafmagnsbílana. Því yrði þetta sá fyrsti frá Mercedes Benz, en þar færi þó enginn venjulegur bíll. Bíllinn sem Mercedes Benz hyggst framleiða verður stór bíll með sæti fyrir 7 og ríflega 5 metra langur. Hann verður með 610 hestafla rafmagnsdrifrás og því afar öflugur bíll. Meiningin er að framleiða eina 80.000 slíkra bíla á ári og miðast áætlanir Benz við það framleiðslumagn. Bent hefur verið á að slíkur bíll sé beinlínis settur til höfuðs Tesla Model S bílnum og bandaríska bílablaðið Automobile hefur einnig bent á að allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir ætli gegn Tesla og muni bjóða rafmagnsbíla á næstu árum sem ekki eiga að vera neinir eftirbátar Tesla bílanna. Í grein Automobile er sagt að þýsku framleiðendurnir séu hræddir um að Tesla sé að stela miklu af lúxusbílamarkaðnum með bílum sínum og að það ætli þeir ekki að líða, heldur keppa við Tesla að krafti með smíði eigin rafmagnsbíla.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent