Nissan Leaf að ná heildarsölu Chevrolet Volt Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2014 10:19 Nissan Leaf. Tveir mest seldu rafmagnsbílar heims, Chevrolet Volt og Nissan Leaf komu báðir á markað árið 2010. Chevrolet Volt tók strax forystuna í sölu bílanna tveggja en það mun væntanlega breytast mjög fljótt á næsta ári. Frá nóvember 2010 og til sama mánaðar í ár hefur Volt selst í 71.867 eintökum en Nissan Leaf í 69.220 eintökum. Nissan Leaf selst nú í um 2.500 til 2.700 eintökum á mánuði, en Volt í 1.500 til 1.700 eintökum, svo ætla má að Nissan Leaf taki forystuna í febrúar, eða mars. Þegar þeirri forystu verður náð má búast við að Nissan Leaf muni halda henni lengi, því enginn annar bíll ógnar henni sem stendur. Ný kynslóð Chevrolet Volt kemur á markað um mitt næsta ár og má þá búast við aukinni sölu hans. Ólíklegt þykir þó að Volt muni ná forystunni af Nissan Leaf á næsta ári. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent
Tveir mest seldu rafmagnsbílar heims, Chevrolet Volt og Nissan Leaf komu báðir á markað árið 2010. Chevrolet Volt tók strax forystuna í sölu bílanna tveggja en það mun væntanlega breytast mjög fljótt á næsta ári. Frá nóvember 2010 og til sama mánaðar í ár hefur Volt selst í 71.867 eintökum en Nissan Leaf í 69.220 eintökum. Nissan Leaf selst nú í um 2.500 til 2.700 eintökum á mánuði, en Volt í 1.500 til 1.700 eintökum, svo ætla má að Nissan Leaf taki forystuna í febrúar, eða mars. Þegar þeirri forystu verður náð má búast við að Nissan Leaf muni halda henni lengi, því enginn annar bíll ógnar henni sem stendur. Ný kynslóð Chevrolet Volt kemur á markað um mitt næsta ár og má þá búast við aukinni sölu hans. Ólíklegt þykir þó að Volt muni ná forystunni af Nissan Leaf á næsta ári.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent