Sex leiðir til betra kynlífs árið 2015 sigga dögg skrifar 29. desember 2014 14:00 Skálað fyrir nýju og unaðslegra ári Vísir/Getty Það langar flesta að bæta kynlífið sitt og ef þú fylgir þessum sex skrefum þá ætti árið 2015 að vera einkar ánægjulegt og fullnægjandi.1. GrindarbotnsvöðvaæfingarBæði typpi og píkur þurfa að æfa grindarbotninn. Þetta styrkir kynfærin og getur leitt af sér öflugari fullnægingar og ánægjulegra kynlíf. Þessi æfing viðheldur hreysti kynfæranna með því að auka blóflæði til þeirra og styrkja þau. Um leið og þú skálar á gamlárskvöld er gott að byrja að kreista og sleppa.2. SjálfsfróunFullnæging sendir hamingjuhormón um líkamann og er streitulosandi. Besta leiðin til að verða betri elskhugi, fyrir þig og fyrir bólfélagann, er að stunda sjálfsfróun. Bæði mun þér líða betur en einnig lærir þú á þinn eigin líkama og getur því gefið leiðbeiningar í kynlífi. Ef þú átt erfitt með svefn, kvíða eða leiðist, fróaðu þér.Kókosolía er hentugt sleipiefni fyrir marga en ekki nota hana með kynlífstækjum eða smokknum.Vísir/Getty3. SleipiefniSleipiefni getur gert allt kynlíf ánægjulegra þar sem smurning er mikilvæg óháð kynfærum og bólfélaganum. Það ættu því allir að eiga eina túpu af sleipiefni sem hentar. Tegundir eru misjafnar eins og framleiðendur en það getur verið skemmtileg æfing að finna út hvað virkar fyrir þig. Mundu að vatnsleysanlegt sleipiefni má nota með smokkum og kynlífstækjum.4. HugsanirAllt kynlíf byrjar í höfðinu með hugsunum og því er gott að skoða eigin fantasíur og viðhorf gagnvart kynlífi. Lykilinn að kynferðislegri örvun og fullnægingu er höfuðið. Finndu hvað kemur þér til, leyfðu þér að hugsa um kynlíf og leyfðu þér að vera með hausinn í kynlífinu (en ekki einhver staðar annar staðar eins og að fara yfir reikninga, setja saman leikföng eða taka úr uppþvottavélinni).Chakra orkustöðvar líkamansVísir/Getty5. LíkaminnMargir staðir líkamans eru kynferðislegar næmir en slíkt næmi getur verið einstaklingsbundið. Sumum finnst æsandi að láta narta í hálsinn á sér, sjúga eyrnasnepla, rífa í hárið, flengja rétt á rassinn, strjúka inn eftir lærunum og nudda spöngina. Þó viðkomandi njóti allra þessara hluta, sumra eða engra þá er gott að muna að örvunarstaðir geta verið misjafnir eftir stuði og stemmingu. Það er gott að fylgjast með hvernig viðkomandi bregst við gælum og spyrja beint út; finnst þér þetta gott? Á ég að halda áfram? Sem þiggjandi getur þú einnig stunið, sagt „þetta er gott“ eða beðið um meira. Líkamsnæmnikortið krefst þess að geta gefið leiðbeiningar auk þess að geta farið eftir þeim.6. TALAÐUBesta kynlífið er með bólfélaga sem getur talað um kynlíf, hvort sem það sé að lýsa klúrum fantasíum eða einfaldlega að segja hvað þeim þykir gott og gefa leiðbeiningar um líkamann. Láttu í þér heyra, styndu, segðu nafn viðkomandi, biddu um örvun og leyfðu þér að leiðbeina og stjórna. Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það langar flesta að bæta kynlífið sitt og ef þú fylgir þessum sex skrefum þá ætti árið 2015 að vera einkar ánægjulegt og fullnægjandi.1. GrindarbotnsvöðvaæfingarBæði typpi og píkur þurfa að æfa grindarbotninn. Þetta styrkir kynfærin og getur leitt af sér öflugari fullnægingar og ánægjulegra kynlíf. Þessi æfing viðheldur hreysti kynfæranna með því að auka blóflæði til þeirra og styrkja þau. Um leið og þú skálar á gamlárskvöld er gott að byrja að kreista og sleppa.2. SjálfsfróunFullnæging sendir hamingjuhormón um líkamann og er streitulosandi. Besta leiðin til að verða betri elskhugi, fyrir þig og fyrir bólfélagann, er að stunda sjálfsfróun. Bæði mun þér líða betur en einnig lærir þú á þinn eigin líkama og getur því gefið leiðbeiningar í kynlífi. Ef þú átt erfitt með svefn, kvíða eða leiðist, fróaðu þér.Kókosolía er hentugt sleipiefni fyrir marga en ekki nota hana með kynlífstækjum eða smokknum.Vísir/Getty3. SleipiefniSleipiefni getur gert allt kynlíf ánægjulegra þar sem smurning er mikilvæg óháð kynfærum og bólfélaganum. Það ættu því allir að eiga eina túpu af sleipiefni sem hentar. Tegundir eru misjafnar eins og framleiðendur en það getur verið skemmtileg æfing að finna út hvað virkar fyrir þig. Mundu að vatnsleysanlegt sleipiefni má nota með smokkum og kynlífstækjum.4. HugsanirAllt kynlíf byrjar í höfðinu með hugsunum og því er gott að skoða eigin fantasíur og viðhorf gagnvart kynlífi. Lykilinn að kynferðislegri örvun og fullnægingu er höfuðið. Finndu hvað kemur þér til, leyfðu þér að hugsa um kynlíf og leyfðu þér að vera með hausinn í kynlífinu (en ekki einhver staðar annar staðar eins og að fara yfir reikninga, setja saman leikföng eða taka úr uppþvottavélinni).Chakra orkustöðvar líkamansVísir/Getty5. LíkaminnMargir staðir líkamans eru kynferðislegar næmir en slíkt næmi getur verið einstaklingsbundið. Sumum finnst æsandi að láta narta í hálsinn á sér, sjúga eyrnasnepla, rífa í hárið, flengja rétt á rassinn, strjúka inn eftir lærunum og nudda spöngina. Þó viðkomandi njóti allra þessara hluta, sumra eða engra þá er gott að muna að örvunarstaðir geta verið misjafnir eftir stuði og stemmingu. Það er gott að fylgjast með hvernig viðkomandi bregst við gælum og spyrja beint út; finnst þér þetta gott? Á ég að halda áfram? Sem þiggjandi getur þú einnig stunið, sagt „þetta er gott“ eða beðið um meira. Líkamsnæmnikortið krefst þess að geta gefið leiðbeiningar auk þess að geta farið eftir þeim.6. TALAÐUBesta kynlífið er með bólfélaga sem getur talað um kynlíf, hvort sem það sé að lýsa klúrum fantasíum eða einfaldlega að segja hvað þeim þykir gott og gefa leiðbeiningar um líkamann. Láttu í þér heyra, styndu, segðu nafn viðkomandi, biddu um örvun og leyfðu þér að leiðbeina og stjórna.
Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira