Hlutabréf í Tesla falla vegna lækkunar bensínsverðs Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 09:36 Verksmiðja Tesla í Kaliforníu. Hlutabréf í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla lækkuðu talsvert í vikunni, en það eru nýmæli hvað varðar bréf þessa fyrirtækis. Síðustu 7 dagar eru þeir verstu hvað snertir verð í hlutabréfum í Tesla. Fóru bréf þess úr 255 dollurum á hlut niður í 206 dollara snemma í gær. Sú lækkun gekk þó örlítið til baka síðdegis og endaði í 216. Þessi lækkun er eingöngu rakin til lækkandi verðs á bensíni undanfarnar vikur og mánuði. Búist er við því að lágt verð á bensíni hvetji kaupendur nýrra bíla fremur til kaupa á bensín- og dísilbílum fremur en dýrari rafmagnsbílum. Spákaupmenn á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hafa sumir spáð því að bréf í Tesla gætu lækkað hratt niður í 165 dollara á hlut. Oft hefur reyndar verið spáð lækkun á hlutabréfum í Tesla, en þau hafa einungis haft þá tilhneigingu að stíga hærra og hærra. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent
Hlutabréf í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla lækkuðu talsvert í vikunni, en það eru nýmæli hvað varðar bréf þessa fyrirtækis. Síðustu 7 dagar eru þeir verstu hvað snertir verð í hlutabréfum í Tesla. Fóru bréf þess úr 255 dollurum á hlut niður í 206 dollara snemma í gær. Sú lækkun gekk þó örlítið til baka síðdegis og endaði í 216. Þessi lækkun er eingöngu rakin til lækkandi verðs á bensíni undanfarnar vikur og mánuði. Búist er við því að lágt verð á bensíni hvetji kaupendur nýrra bíla fremur til kaupa á bensín- og dísilbílum fremur en dýrari rafmagnsbílum. Spákaupmenn á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hafa sumir spáð því að bréf í Tesla gætu lækkað hratt niður í 165 dollara á hlut. Oft hefur reyndar verið spáð lækkun á hlutabréfum í Tesla, en þau hafa einungis haft þá tilhneigingu að stíga hærra og hærra.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent