Bílaþjófnaður seinkar tökum á nýju James Bond myndinni Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 11:19 Kannski var bílþjófanðurinn þessu líkur? Níu lúxusbílum, sem nota átti við tökur á nýju James Bond myndinni, var stolið úr vörugeymslu í Þýskalandi. Þjófnaðurinn hefur tafið tökur á myndinni, sem nú standa yfir. Fimm Range Rover Sport bílar eru á meðal stolnu bílanna og hafði þessum bílum öllum verið breytt vegna myndarinnar. Virði stolnu bílanna er 133 milljónir króna. Þýska lögreglan hefur engar ábendingar um hvarf bílanna en rannsakar nú þjófnaðinn. Nota átti bílana við tökur í Ölpunum í Spectre myndinni nýju. Tökur fara einnig fram í Róm, London, Mexico City og í eyðimörkum Marokkó. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent
Níu lúxusbílum, sem nota átti við tökur á nýju James Bond myndinni, var stolið úr vörugeymslu í Þýskalandi. Þjófnaðurinn hefur tafið tökur á myndinni, sem nú standa yfir. Fimm Range Rover Sport bílar eru á meðal stolnu bílanna og hafði þessum bílum öllum verið breytt vegna myndarinnar. Virði stolnu bílanna er 133 milljónir króna. Þýska lögreglan hefur engar ábendingar um hvarf bílanna en rannsakar nú þjófnaðinn. Nota átti bílana við tökur í Ölpunum í Spectre myndinni nýju. Tökur fara einnig fram í Róm, London, Mexico City og í eyðimörkum Marokkó.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent