Furðar sig á STEF-gjöldum: Fengi 22 milljónir í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2014 20:29 Dr. Gunni verður ekki milljónamæringur af því að semja lög þó að þau verði mjög vinsæl. Vísir/Vilhelm Dr. Gunni furðar sig á lágum STEF-gjöldum í færslu sem hann setti á Facebook-síðu sína fyrr í kvöld. Þar greinir hann frá því að hann hafi núna fengið greitt fyrir útvarpsspilun á síðasta ári en þá átti hann eitt vinsælasta lag landsins, Glaðasti hundur í heimi. Fyrir það fékk hann 114.594 krónur og segir að draumurinn um að lifa af einu jólalagi eins og Hugh Grant gerði í myndinni About a Boy sé því fjarlægur. „Mér finnst skrýtið að ég fái minna núna en fyrir árið 2012 þegar ég var í rauninni ekki með neitt. En maður tekur bara því sem maður fær, það er í rauninni ekkert hægt að gera í þessu,“ segir Dr. Gunni í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvernig STEF-gjöldin séu reiknuð en finnst þetta allt frekar óskiljanlegt. „Það má reyndar alveg reikna þetta upp á Bretland miðað við höfðatölu en þá væri ég að fá svona 22 milljónir fyrir spilun á Glaðasta hundi í heimi. Maður mun náttúrulega aldrei sjá slíka upphæð, ég held að það mesta sem ég hafi fengið sé svona 500-600.000 krónur.“ Dr. Gunni segist heldur ekki hafa fengið greitt frá tonlist.is en Glaðasti hundur í heimi var mest selda lag tónlistarveitunnar í fyrra. „Ég átti að fá borgað fyrir það í júní en svo kom bara ekki neitt. Ég fór því að athuga málið og þá kom í ljós að þetta hefði verið eitthvað vitlaust bókað. Ég á því að fá það greitt núna í janúar en það verður heldur ekkert mikil upphæð.“Keypti sér hárkollu áður en hann fékk greitt fyrir Prumpulagið Annað mjög vinsælt lag eftir Dr. Gunna sem margir muna eftir er Prumpulagið. Hann fékk þó ekki nærri því það sama í STEF-gjöld fyrir það og Glaðasta hund í heimi. „Ég keypti mér hárkollu á 20.000 kall áður en ég fékk greitt fyrir Prumpulagið því ég hélt að ég væri að fara að verða svo ríkur af því. Svo fékk ég STEF-gjöldin fyrir lagið og það var akkúrat 20.000 krónur svo ég kom bara út á núlli,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvort hann hafi aftur keypt sér hárkollu út á Glaðasta hund í heimi segir hann svo ekki vera. „Nei, maður gerir nú ekki sömu mistökin tvisvar.“ Post by Gunnar Larus Hjalmarsson. Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Dr. Gunni furðar sig á lágum STEF-gjöldum í færslu sem hann setti á Facebook-síðu sína fyrr í kvöld. Þar greinir hann frá því að hann hafi núna fengið greitt fyrir útvarpsspilun á síðasta ári en þá átti hann eitt vinsælasta lag landsins, Glaðasti hundur í heimi. Fyrir það fékk hann 114.594 krónur og segir að draumurinn um að lifa af einu jólalagi eins og Hugh Grant gerði í myndinni About a Boy sé því fjarlægur. „Mér finnst skrýtið að ég fái minna núna en fyrir árið 2012 þegar ég var í rauninni ekki með neitt. En maður tekur bara því sem maður fær, það er í rauninni ekkert hægt að gera í þessu,“ segir Dr. Gunni í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvernig STEF-gjöldin séu reiknuð en finnst þetta allt frekar óskiljanlegt. „Það má reyndar alveg reikna þetta upp á Bretland miðað við höfðatölu en þá væri ég að fá svona 22 milljónir fyrir spilun á Glaðasta hundi í heimi. Maður mun náttúrulega aldrei sjá slíka upphæð, ég held að það mesta sem ég hafi fengið sé svona 500-600.000 krónur.“ Dr. Gunni segist heldur ekki hafa fengið greitt frá tonlist.is en Glaðasti hundur í heimi var mest selda lag tónlistarveitunnar í fyrra. „Ég átti að fá borgað fyrir það í júní en svo kom bara ekki neitt. Ég fór því að athuga málið og þá kom í ljós að þetta hefði verið eitthvað vitlaust bókað. Ég á því að fá það greitt núna í janúar en það verður heldur ekkert mikil upphæð.“Keypti sér hárkollu áður en hann fékk greitt fyrir Prumpulagið Annað mjög vinsælt lag eftir Dr. Gunna sem margir muna eftir er Prumpulagið. Hann fékk þó ekki nærri því það sama í STEF-gjöld fyrir það og Glaðasta hund í heimi. „Ég keypti mér hárkollu á 20.000 kall áður en ég fékk greitt fyrir Prumpulagið því ég hélt að ég væri að fara að verða svo ríkur af því. Svo fékk ég STEF-gjöldin fyrir lagið og það var akkúrat 20.000 krónur svo ég kom bara út á núlli,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvort hann hafi aftur keypt sér hárkollu út á Glaðasta hund í heimi segir hann svo ekki vera. „Nei, maður gerir nú ekki sömu mistökin tvisvar.“ Post by Gunnar Larus Hjalmarsson.
Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira